Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2020, Qupperneq 81

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2020, Qupperneq 81
ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur Þorvaldur Kristinsson, hann, 70 ára. Hvenær fórstu fyrst í gleðigöngu? Ég var formaður Hinsegin daga í Reykjavík á árunum 2000–2012 og í hópi þeirra sem stóðu að undirbúningi fyrstu gleðigöngunnar árið 2000. Síðan gekk ég þar alltaf á meðan ég lagði undirbúningi hátíðarinnar lið. Enn geng ég í gleðigöngu í Reykjavík en hef þó stöku sinnum boðað forföll og þykir miður því að ég lít á þátttöku mína sem þegnskyldu. Hefur þú farið í gleðigöngu annars staðar en á Íslandi? Já, ég gekk fyrst í hópi lesbía og homma í Kaupmannahöfn á Christopher Street deginum, 27. júní 1981. Næst gekk ég í voldugri göngu á Frigörelsesveckan í Stokkhólmi 1983 og hér og þar í Evrópu síðar, t.d. í Ljubljana 2013 og París 2018. Fyrstu göngurnar sem ég tók þátt í voru annars konar en þær sem við þekkjum í dag, meira í ætt við dæmigerðar kröfugöngur, stilltari og lágværari en um margt pólitískari en göngur nútímans. Þær voru af svipuðum toga og göngurnar sem Samtökin ’78 efndu til 1993 og 1994 og ég tók þátt í. Hver er þín uppáhaldsminning tengd Gleðigöngunni og hvaða ár var það? Það var augnablikið þegar ég kom fyrir hornið á Rauðarárstíg og Laugavegi við upphaf göngunnar árið 2000. Vikurnar á undan voru miklar efasemdir uppi um það hvort fyrsta gleðiganga Hinsegin daga stæði undir nafni, hvort við yrðum ekki bara að athlægi. En handan við hornið á Hlemmi mættu okkur þúsundir gesta á gangstéttinni, komnar til að sýna samstöðu. Ég sem aldrei felli tár á almannafæri, þarna táraðist ég og skildi að strit fyrri ára hafði þrátt fyrir allt skilað nokkrum árangri. Hvers vegna gengur þú? Í nafni samstöðu og vináttu, með málstað homma, lesbía, trans fólks og annarra sem fylkja sér undir regnbogafánann, gegn grimmdinni og niðurlægingunni sem ekki sér fyrir endann á víða um heim. Svo geng ég auðvitað í von um að hitta unga og aldraða vini sem komið hafa að mannréttindabaráttu okkar. Samfélagssáttmáli – í okkar höndum Sprittum hendur Verum skilningsrík, tillitssöm, ATH viðburðir geta tekið breytingum vegna fjöldatakmarkana og tilvísana landlæknis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.