Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 6
Náttúrufræðingurinn
6
Lýsing ættkvíslar og
tegunda
Vorblóm (Draba L.)
Lýsing: Ein-, tví- eða fjölærar. Hæð
2–30 cm, almennt fremur smáar
plöntur. Blóm í klasaleitum blóm-
skipunum, stöngull og blómleggir
oft hærðir. Krónublöð hvít eða gul,
með viki fyrir miðju. Aldingerð
skálpar; flatir, vanalega styttri en þre-
föld breidd, oft hærðir, stíll stuttur,
hólf tvö, tvær raðir fræja í hvoru hólfi.
Blöð heilrend eða tennt, oft hærð.
Frjókorn með reitað (e. reticulate)
yfirborð, útlit lítt eða ekki breytilegt
milli tegunda. Hár ýmist einföld,
klofin, marggreind, stjörnulaga eða
margstjörnulaga. Yfirborð háranna
fínvörtótt sem sést þó ekki greini-
lega nema í rafeindasmásjá.24
Líkist: Verður helst ruglað við
skriðnablóm (Arabis alpina L.) eða
melablóm (Arabidopsis petraea (L.)
Lam.) í íslenskri náttúru, en þær
tegundir eru þó auðþekktar frá vor-
blómum, m.a. á skálpunum sem eru
margfalt lengri en þeir eru breiðir
hjá bæði Arabis og Arabidopsis.
Útbreiðsla: Allar heimsálfur nema
Suðurskautslandið og Eyjaálfan.25
Kjörlendi: Vorblóm finnast frá
láglendi upp á hæstu fjöll, í mólendi,
graslendi, flögum, skriðum og mel-
um. Helst er það í votlendi og eig-
inlegu skóglendi sem hæpið er að
finna vorblóm.
Litningatala: Grunntala litninga
er í langflestum tilvikum x = 8,
eða í um 37% tilvika, annars eru
grunntölur í Draba-ættkvíslinni fjöl-
breytilegar, eða frá x = 6 til x = 15.2
Mislitnun (e. aneuploidy) er þekkt
hjá nokkrum tegundum ættkvíslar-
innar og mun hafa komið fram í að
minnsta kosti tvö aðskilin skipti á
þróunarferlinum. Í flestum tilvikum
hefur mislitnun átt sér stað á eftir
fjöllitnun.25 Tegundir frá Argentínu
og Grænlandi hafa virst hafa grunn-
töluna x = 12 annars vegar og x = 10
hins vegar,26 auk þess sem sumar
tegundir vorblóma í Kanada hafa
virst hafa x = 5 eða 10, 5 eða 15, 7
eða 14, og 6 eða 12. Aftur á móti er
x = 8 eina þekkta grunntalan í Evr-
asíu. Fjöllitnun er mjög algeng innan
ættkvíslarinnar og eru tegundir allt
frá því að vera tvílitna (t.d. D. nivalis,
D. fladnizensis og D. subcapitata) upp
í að vera 18-litna (t.d. D. corymbosa í
Norður-Ameríku).6,27 Litningar vor-
blóma eru líkir því sem gengur og
gerist innan krossblómaættarinnar,
mið- og hálfmiðheftir (e. meta- &
Greiningarlykill fyrir vorblóm (Draba) á Íslandi
1. Einær planta sem sölnar snemma. Krónublöð með djúpu viki.
1. Plöntur tví- til fjölærar, mynda langlífar blaðhvirfingar og stundum mjög smáar
þúfur. Krónublöð með grunnu viki.
2. Blóm gul, fræ svarbrún til svört.
2. Blóm hvít, fræ brúnleit.
3. Stöngull hárlaus eða með nokkrum greinóttum hárum. Stöngulblöð 0–1.
Skálpar hárlausir. Stjörnuhár eða greinótt hár á blaðendum.
3. Stöngull greinilega hærður.
4. Stöngulblöð oftast mun fleiri en 5. Plantan hærð og áberandi mikið af löngum,
einföldum hárum á og við blómleggi.
4. Stöngulblöð oftast 0–4. Ekki sérstaklega áberandi hæring á og við blómleggi.
5. Plantan hélugrá af örsmáum stjörnuhárum, skálpar hárlausir.
5. Blöð og stöngull með stærri hár og af fleiri gerðum, skálpar ýmist hærðir eða
hárlausir.
6. Stofnblöð heilrend. Stöngulblöð 0–1. Stjörnuhár og greinótt hár áberandi á blöðum
og stöngli. Skálpar breiðastir um miðju, með einföldum og greinóttum hárum.
6. Blöð oftast tennt. Stöngulblöð oftast 1–3. Skálpar ýmist hárlausir eða með lítt áber-
andi greinóttum hárum.
7. Blöð í gisnum stofnhvirfingum. Stöngulblöð 1–4. Stjörnuhár all áberandi á plönt-
unni. Skálpar oft mjóegglaga, ýmist hárlausir eða hærðir, stundum með áberandi
stjarnhæringu, oft einnig með áberandi taugum.
7. Stofnhvirfingar ýmist þéttar eða gisnar. Stofnblöð hárlaus eða með einföldum og
greindum hárum. Stöngull hárlaus eða með stuttum hárum, stöngulblöð 1–3.
Skálpar oft sporbaugóttir, hárlausir eða með stuttum einföldum hárum.
8. D. verna
2
1. D. oxycarpa
3
3. D. lactea
4
7. D. incana
5
2. D. nivalis
6
5. D. arctogena
7
6. D. glabella
4. D. norvegica