Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 42
Náttúrufræðingurinn 42 Það er löng hefð í grasafræði á Norðurlöndunum. Allt frá dögum Linné hafa grasafræðingar rannsak- að flóru svæðisins auk þess sem almenningur í sumum landanna hefur mikinn áhuga á grasafræði. Þessi ríka rannsóknarhefð er að sjálf- sögðu styrkur fyrir slíkt stórvirki sem Norðurlandaflóran er en um leið ríður á að ritstjórnin gæti þess að aðalatriðin komist til skila án þess að lesandinn drukkni í óþarfa smá- atriðum. Við fyrstu sýn virðist rit- nefnd Norðurlandaflórunnar hafa kom- ið þessu þokkalega frá sér þótt ekki séu öll kurl komin til grafar þar sem einungis þrjú af áætluðum 15 heftum eru komin út. Norðurlandaflóran er skrifuð á ensku. Í yfirlitsheftinu („general vol- ume“) eru inngangskaflar þar sem fjallað er um sögu grasafræðirann- sókna í hverju Norðurlandanna fyrir sig. Þar er vissulega stiklað á stóru en aðalatriðunum oftast komið prýði- lega til skila. Fyrirtakskaflar fylgja síðan þar sem fjallað er um mis- munandi búsvæði og tengsl þeirra við veðurfar og jarðfræði. Líflanda- fræði svæðisins er einnig gerð skil svo og verndun tegunda og búsvæða á Norðurlöndunum. Allgóður listi er birtur yfir flórur sem gefnar hafa verið út á Norðurlöndunum bæði staðbundnar og á landsvísu. Þar gleymist reyndar að greina frá Flóru Ágústar H. Bjarnasonar. Sömuleiðis er listi yfir helstu grasa- söfn svæðisins og afar nákvæm- ar orðaútskýringar þar sem ensk fræðiorð eru þýdd á dönsku, finnsku, færeysku, íslensku, norsku og sænsku. Almennt séð er inngangsheftið afar læsilegt, stíllinn stuttur en um leið skýr. Í ritinu er vísað í mikinn fjölda heimilda og er hér sennilega eitt besta yfirlit um rit er varða æðplöntur á Norðurlöndum. Vandað er til frágangs og flest orð og hugtök óbrengluð en þó hefur eitthvað verið slakað á kröfunum hvað varðar prófarkalestur þegar kemur að aftari innsíðu þar sem er yfirlit yfir landshlutaskiptingu í einstökum löndum en þar hafa íslensku stafirnir “týnst” og stendur þar t.d. Mi-Ísland, Norvestur-Ísland. Merkileg mistök þar sem þetta var rétt í hinum tveimur heftunum! Fyrsta hefti flórunnar kom út 2000 og fjallaði um byrkninga, berfrævinga auk nokkurra ætta tvíkímblöðunga s.s. víðisætt (Salica- ceae), bjarkarætt (Betulaceae) og súru- ætt (Polygonaceae). Í öðru heftinu, útgefnu 2001, er fjallað um 18 ættir tvíkímblöðunga sem flestar telja fáar norrænar tegundir. Af þessum 18 ættum eiga fimm þeirra fulltrúa í íslensku flórunni og eru hjarta- grasaætt (Caryophyllaceae), sóleyjaætt (Ranunculaceae) og draumsóleyjaætt (Papaveraceae) þeirra helstar. Með skírskotun til Linné má full- yrða að vagga flokkunarfræðinnar sé á Norðurlöndunum og ekki seinna vænna að hafist sé handa við flóru æðplantna svæðisins. Sjálfsagt er að geta þess að í einstökum löndum hafa verið gefnar út vandaðar flórur sem, ólíkt íslensku flórunni sem Stefán Stefánsson skrifaði um þarsíðustu aldamót, hafa verið uppfærðar reglulega. Þannig hefur flóra Lids í Noregi, sem fyrst kom út árið 1944, komið út í sjö útgáfum, þeirri nýjustu 2005. Í Svíþjóð hefur „foldar”flóra (fältflora), skrifuð upphaflega af Krog og Almquist (gefin fyrst út 1883), verið gefin út í 28 útgáfum, þeirri nýjustu 2001. Þar í landi hafa einnig verið gefnar út fjölmargar landshlutaflórur sem eru listar yfir þekktar tegundir, útbreiðslu þeirra í landshlutanum og upplýsingum um samnefni en þó án greiningarlykla. Norðurlandaflóran er glæsilegt og eigulegt verk sem ber norrænni grasafræði gott vitni. En þar sem erfitt er að fjármagna slíka vinnu langt fram í tímann má búast við að útgáfa þessa stórvirkis taki langan tíma og reyndar óvíst að takist að ljúka útgáfu flórunnari. Hægt er að panta eintök af bókinni á vefsíðu sænska grasafræðifélagsins, www.sbf.c.se, og fæst hún á mjög sanngjörnu verði. Starri Heiðmarsson fléttufræðingur Náttúrufræðistofnun Íslands NORÐURLANDAFLÓRAN - „FLORA NORDICA“ The Bergius Foundation, Stokkhólmur 2004 (274 bls.) Ritfregnir Ritstjóri: Bengt Jonsell

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.