Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 61

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 61
61 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Síðan 2003 hefur stóra sænál fund- ist mun oftar en áður í nokkrum af þeim reglubundnu rannsókna- leiðöngrum sem farnir eru til marg- víslegra fiskirannsókna í Norður- sjó og á hafsvæðið norðvestur af Bretlandseyjum og í sunnanverðu Barentshafi.4 Árið 2005 fannst stóra sænál síðan í fyrsta sinn suður af Svalbarða5 og árið 2006 fannst hún aftur á nokkrum stöðvum á svip- uðum slóðum.5,6 Árið 2004 og sérstaklega 2005 tóku fuglafræðingar eftir því að sjófuglar í björgum á Bretlands- eyjum, í Noregi og Færeyjum báru stóru sænál í unga sína í miklum mæli.4 Af útlitinu að dæma er stóra sænál lítið annað en skinn og bein og því getur næringargildið ekki verið mikið og eins hlýtur það að vera erfitt fyrir ungfugl að kyngja henni. Þessu til staðfestingar sáust í sumum björgunum sveltandi og vannærðir ungar þrátt fyrir að hreiður þeirra eða syllur hafi verið nánast þaktar af óétinni stóru sænál (4. mynd). Frá Vestmannaeyjum höfum við upplýsingar um það að árin 2005 og 2006 hafi verið mikið um að lundi bæri stóru sænál í unga sína. Þetta átti sér einnig stað árið 2007 en í mun minna mæli en árin tvö á undan (Valur Bogason, munnleg heimild). Líkt og hinar beinu athuganir, sem að ofan er getið, benda fuglarannsóknirnar þannig til mikillar aukningar stóru sænálar víða í norðaustanverðu Norður-Atlantshafi á seinustu árum. Ef til vill endurspeglar fæðu- nám sjófuglanna á stóru sænál að einhverju leyti skort á öðru og betra fæði og má í því sambandi geta þess að sandsílastofnar við Vestmannaeyjar hafa verið taldir í lágmarki nokkur undanfarin ár (Valur Bogason, munnleg heimild). Ekki er vitað með vissu hvað veldur þeirri skyndilegu aukningu í stóru sænál sem orðið hefur á undanförnum árum. Það verður hins vegar að teljast ósennilegt að aukningin eigi rætur að rekja til nýtilkominnar árvekni eða áherslu- breytinga hvað varðar söfnun, því hennar hefur orðið vart mjög víða og m.a. komið fram í langtímarann- sóknum þar sem stöðluðum söfn- unaraðferðum er beitt.3,4 Hækkað hitastig og hugsanleg áhrif þess á afkomu lirfa hefur verið nefnt sem líkleg skýring.3 Ólíklegt er hins vegar að hitabreytingar seinustu ára séu eina ástæða aukningarinnar. Þannig hefur orðið vart hækkandi hita við Bretlandseyjar og í Norður- sjó frá því um 1990, en stóra sænál fór ekki að aukast þar fyrr en fyrir um 5–7 árum.4 Dæmi eru um að í vistkerfi sjávarins verði stundum skyndileg og tímabundin fjölgun hjá tegundum sem að öllu jöfnu eru sjaldgæfar og án þess að á því sé einföld skýring. Stóra sænál er hins vegar talin fremur léleg til sunds og því má telja líklegt að straumar og útbreiðsla sjógerða ráði miklu um útbreiðslusvæði hennar. Aukin útbreiðsla hlýsjávar í norðaustan- verðu Norður-Atlantshafi á seinustu árum7 kann því að hafa stuðlað að aukinni útbreiðslu án þess að vera meginástæða aukinnar nýliðunar og þar með stækkunar stofnsins. 3. mynd. Meginútbreiðslusvæði stóru sænálar við Ísland fram á seinustu ár (rauður flekkur) og nýir fundarstaðir á árunum 2001–2006. – Main distribution area of snake pipefish in Icelandic waters until recent years (red area) and new records during 2001–2006. 4. mynd. Sveltandi rituungi á Mayeyju í Forthfirði á Skotlandi, í júlí 2006, umlukinn stóru sænál sem hann er ófær um að éta. – A starving kittiwake chick unable to eat the snake pipefish surrounding it on the Isle of May, Firth of Forth, Scotland, in July 2006. Ljósm./Photo: Mike P. Harris.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.