Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 55

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 55
55 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Laumufarþegar Mun fleiri tegundir en þær sem hér hafa verið nefndar gætu þrifist á Íslandi, fengju þær til þess tækifæri. Mest er hættan þegar verið er að flytja hýslana til landsins, eins og gerðist til dæmis þegar minkaflóin barst hingað með aliminkunum. Innflutningur hunda til landsins var ýmist takmarkaður eða bann- aður á árunum 1909–1989, meðal annars til að koma í veg fyrir að nýtt smit bærist inn í landið þeg- ar unnið var markvisst að því að útrýma hér sullaveiki, en einnig til að minnka líkurnar á því að hingað bær- ust smitsjúkdómar sem orðið gætu innlendum hundum skeinuhættir. Sumstaðar var hundahald alfarið bannað í þéttbýli, til dæmis í Reykja- vík. Innflutningur katta var bann- aður frá 1926. Á allra síðustu ára- tugum hefur hunda- og kattaeign þjóðarinnar stóraukist. Frá árinu 1989, þegar innflutningsbanninu á hundum og köttum var aflétt, til ársloka 2007 höfðu ríflega 1700 hundar og tæplega 450 kettir verið fluttir til landsins. Öll hafa þessi gæludýr byrjað vistina á Íslandi í einangrun, þar sem fylgst er með heilbrigði þeirra. Alls hafa sjö óværutegundir fund- ist á innfluttum gæludýrum.20,21 Ein þeirra er brúni hundamítill- inn Rhipicephalus sanguineus (2. og 3. mynd), stór mítill sem fljótt á lit- ið líkist lundamítli (lundalús) og skógarmítli. Hann hefur tvisvar sinnum borist til landsins með hundum. Sama tegund hefur auk þess, í að minnsta kosti þremur tilvikum, komist inn í landið án þess að taka sér far í feldi hunda sem hingað höfðu verið fluttir. Hér verður því lýst hvernig þessir mítl- ar eru taldir hafa borist til landsins og við hvaða aðstæður þeir voru gómaðir. Jafnframt verður sagt frá heldur óvenjulegu ferðalagi amer- íska hundamítils-ins Dermacentor variabilis (5. mynd) sem endaði líf sitt á íslensku sveitaheimili. Markmiðið með þessum frásögn- um er fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar um leiðirnar sem um hafði fjölgað það mikið að fullorðin dýr voru farin að gera sig heimakomin í rúmi eiganda hundsins og sjúga úr honum blóð, voru nokkrir mítlar hand-sam- aðir og sendir Tilraunastöð-inni á Keldum, þar sem í ljós kom hvaða tegund átti í hlut. Eigandi hundsins taldi líklegast að brúni hundamítillinn hefði borist inn á heimilið með farangri þegar hann kom úr ferðalagi um Þýskaland fimm mánuðum áður en grein- ingin lá fyrir. Erlendis er fjöldi tilvika þekktur þar sem sýnt hefur verið fram á að brúni hundamít- illinn getur borist með farangri á milli staða.1,2 Hundur-inn var meðhöndlaður með lang-verkandi óværulyfi og híbýli úðuð með lyfi sem drepur mítla. Þannig tókst að uppræta sníkjudýrið og hindra frekari dreifingu. Eins og áður var nefnt nemur óværa gjarnan land á nýjum slóð- um með því að dyljast í feldi hýs- ils-ins. Vitað er með vissu um tvo inn-flutta hunda sem þannig báru brúna hundamítilinn með sér til landsins. Í báðum tilvikum fundust mítlarnir við hefðbundna óværu- leit í Ein-angrunarstöðinni í Hrísey. Annar hundurinn kom upphaflega frá Brasilíu en hafði verið vist- aður í 4–5 vikur í Bandaríkjunum, áður en flutningurinn til landsins óværa getur notað til að berast til landsins nú á dögum góðra samgangna, þegar ekki þarf nema nokkrar klukkustundir til að ferðast milli heimsálfa. Brúni hundamítillinn Í febrúar 2008 fannst fullorðið kven- dýr brúna hundamítilsins Rhipicep- halus sanguineus á hrygg hálfstálp- aðs hvolps í Reykjavík. Hundurinn er smávaxinn, mjallahvítur kjöltu- hundur (4. mynd) sem eigandinn baðar einu sinni í viku og greiðir vandlega á eftir. Fyrst var tekið eftir mítlinum á ljósu hörundinu um það bil tveim vikum áður en eigandinn áttaði sig á því að þarna væri um dýr að ræða. Sást hann fyrst sem ljósbrúnn og aðeins upphleyptur blettur sem fljótt á litið minnti á fæðingarblett. Eftir viku olli það eigandanum áhyggjum hversu hratt „brúni bletturinn“ hafði vaxið. Við næstu böðun sleppti mítillinn takinu, þegar farið var undir hann með greiðu, þá orðinn 4,5 mm langur. Komið var með dýrið að Keldum þar sem höfundar greindu tegundina. Talið er að dýrið hafi borist til landsins annaðhvort með hundafatnaði eða fóðri sem eigandinn keypti í stórverslun með gæludýravörur í Flórída í Banda- ríkjunum. Komið var með þessar vörur inn á heimilið tæpri viku áður en mítilsins varð fyrst vart á hundinum. Að sögn eiganda hundsins er gæludýrum ekki mein- aður aðgangur að stórmarkaðinum, þannig að ljóst er að þar geta mítlar verið á ferðinni og tekið sér ból- festu á eða í vörum sem þar eru seldar. Næsta tilfelli á undan kom í júní 2007 en þá fannst fullorðið kvendýr á konu sem var nýkomin frá Spáni. Talið var víst að mítillinn hefði fest sig á konuna ytra og hafði dýrið hér- umbil náð að fylla sig af blóði þegar það fannst. Í elsta tilvikinu náði brúni hunda- mítillinn (2. mynd) að magnast upp í bæli hunds á heimili á höf- uð-borgarsvæðinu seinni part árs 2005. Í janúar 2006, þegar mítlun- 4. mynd. Brúni hundamítillinn Rhipice- phalus sanguineus sást vel á ljósri húð svipaðs hunds eftir að hafa borist til land- sins með vörum úr gæludýrabúð í Flórída í Bandaríkjunum. – The brown dog tick Rhipicepalus sanguineus was noticed on a white dog soon after the owner had re- turned to Iceland with dog clothing and food which he had bought in a pet shop in Florida, USA. Ljósm./Photo: C. Olsen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.