Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 54
Náttúrufræðingurinn 54 það til að sjúga blóð úr spendýrum, bjóðist slíkt.5 Aðeins ein tegund lítils blóðsjúgandi mítils hefur komist hér á skrá, hænsnamítilinn Dermanyssus gallinae, sem einnig hefur fundist í dúfnakofum og getur lagst á fleiri tegundir fugla.6 Fimm tegundir fuglaflóa hafa verið staðfestar hér á landi. Einungis tvær þeirra teljast algengar; stara- eða hænsnaflóin Ceratophyllus gal- linae og dúnflóin C. garei sem báðar geta stundum lagst á fólk.5,7 Fugla- flugan Ornithomya chloropus, oft nefnd lúsfluga eða gúmmífluga, er oft algeng á rjúpu, vaðfuglum og ránfuglum. Fjórar tegundir bitmýs af ættkvíslunum Prosimulium og Simulium finnast hér á landi og þrjár þeirra leggjast á fugla.8 Blóðsjúgandi sníkjudýr á spendýrum Blóðsjúgandi sníkjudýrategundir á íslenskum spendýrum eru heldur fáar. Refur, minkur og hreindýr eru eftir því sem best er vitað laus við blóðsjúgandi óværu en á nagdýrum (húsamúsum) hafa fundist litlir blóð- sjúgandi mítlar (Eulaelaps stabularis og Myonyssus decumani).9,10 Rottu- mítillinn Ornithonyssus bacoti var staðfestur á brúnrottum sem héldu til undir íbúðarhúsum.5 Nýverið fannst mítill sá einnig á stökkmús- um sem voru gæludýr og kom hann í ljós þegar hann fór að leggjast á heimilisfólk.11 Pholeoixodes hex- agonus, sem einkum leggst á minni spendýr, hefur einu sinni fundist hér á landi.12 Nokkrar tegundir soglúsa hafa verið staðfestar á spendýrum á Íslandi. Best þekkt er höfuðlús mannsins Pediculus humanus capitis en margir kannast einnig við flatlús- ina Pthirus pubis en báðar hafa hrjáð íbúa landsins um aldaraðir. Kropplús eða fatalús Pediculus humanus corpor- is var aftur á móti útrýmt á Íslandi fyrir miðja síðustu öld.13 Soglúsin Linognathus setosus hefur nokkrum sinnum fundist hér á hundum.14 Síðust í þessari upptalningu er sog- lúsin Solenopotes capillatus sem lifir hér á nautgripum. Fimm tegundir spendýraflóa hafa verið staðfestar á Íslandi.7 Tvær þeirra (Ctenopthalmus agyrtes og Nosopsyllus fasciatus) lifa á nagdýrum og eru algengar bæði á músum og rottum. Mannaflóin Pulex irritans var það algeng í híbýlum landsmanna langt fram á 20. öld að menn nefndu hana sjaldnast á nafn. Henni var útrýmt um miðja öldina.13 Fyrir um það bil aldarfjórðungi barst hingað með aliminkum flóin Ceratophyllus sciu- rorum, sem er upprunnin af íkorn- um í Evrópu en lagðist á ali-mink- inn eftir að hann var kominn til Evrópu.15 Flóin hefur verið vanda- mál í íslenskum minkabúum og finnst hér enn, þrátt fyrir aðgerðir til útrýmingar.16 Tegundin virðist ekki ná að ljúka lífsferlinum utan- húss hér á landi. Fimmta tegundin er kattaflóin Ctenocephalides felis. Hún hefur nokkrum sinnum borist með hundum og köttum til land- sins en ekki náð að ílendast.17,18 Veggjalúsin Cimex lectularius er skortíta sem sýgur blóð úr mönn- um, ýmsum öðrum spendýrum og fugl-um og greina heimildir að hún hafi borist til landsins með norskum hvalföngurum um og eftir 1880. Næstu áratugina náði hún verulegri útbreiðslu en á endanum tókst að út- rýma henni með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn.13 Í dag berst veggja- lús öðru hverju til landsins með farangri ferðalanga. Ein af fjórum bitmýstegundum hér á landi, Simulium vittatum, sýgur blóð úr spendýrum.8 Síðust á list- anum er færilúsin Melophagus ovinus, sem tilheyrir lúsflugunum og var áður fyrr mjög algengt sníkjudýr á sauðfé víða um land. Henni var útrýmt fyrir nokkrum áratugum í aðgerðum sem fyrst og fremst miðuðu að því að útrýma fjár- kláða.19 2. mynd. Fullorðnir brúnir hundamítlar (Rhipicephalus san- guineus) teknir úr bæli hunds á höfuðborgarsvæðinu. Karldýrið (t. h.) er 3 mm langt og heldur mjóslegnara en kvendýrið (t. v.) sem ekki var farið að sjúga blóð og stækka. – Adult brown dog ticks Rhipicephalus sanguineus collected from a dog basket in Iceland. The male, 3 mm long, (on the right) is smaller than the unengorged female (left). Ljósm./Photo: Karl Skírnisson. 3. mynd. Fullorðin kvendýr brúna hundamítilsins (Rhipicephalus sanguineus) sem fundust á hundi sem nýkominn var frá Banda- ríkjunum í Einangrunarstöðina í Hrísey. Skömmu eftir að myndin var tekin verpti stærra dýrið (um 10 mm langt) hundruðum eggja. – Adult brown dog tick females Rhipicephalus sanguineus detected on a dog that had been brought from USA to a quarantine station in Iceland. Ljósm./Photo: Matthías Eydal.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.