Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 54
Náttúrufræðingurinn 54 það til að sjúga blóð úr spendýrum, bjóðist slíkt.5 Aðeins ein tegund lítils blóðsjúgandi mítils hefur komist hér á skrá, hænsnamítilinn Dermanyssus gallinae, sem einnig hefur fundist í dúfnakofum og getur lagst á fleiri tegundir fugla.6 Fimm tegundir fuglaflóa hafa verið staðfestar hér á landi. Einungis tvær þeirra teljast algengar; stara- eða hænsnaflóin Ceratophyllus gal- linae og dúnflóin C. garei sem báðar geta stundum lagst á fólk.5,7 Fugla- flugan Ornithomya chloropus, oft nefnd lúsfluga eða gúmmífluga, er oft algeng á rjúpu, vaðfuglum og ránfuglum. Fjórar tegundir bitmýs af ættkvíslunum Prosimulium og Simulium finnast hér á landi og þrjár þeirra leggjast á fugla.8 Blóðsjúgandi sníkjudýr á spendýrum Blóðsjúgandi sníkjudýrategundir á íslenskum spendýrum eru heldur fáar. Refur, minkur og hreindýr eru eftir því sem best er vitað laus við blóðsjúgandi óværu en á nagdýrum (húsamúsum) hafa fundist litlir blóð- sjúgandi mítlar (Eulaelaps stabularis og Myonyssus decumani).9,10 Rottu- mítillinn Ornithonyssus bacoti var staðfestur á brúnrottum sem héldu til undir íbúðarhúsum.5 Nýverið fannst mítill sá einnig á stökkmús- um sem voru gæludýr og kom hann í ljós þegar hann fór að leggjast á heimilisfólk.11 Pholeoixodes hex- agonus, sem einkum leggst á minni spendýr, hefur einu sinni fundist hér á landi.12 Nokkrar tegundir soglúsa hafa verið staðfestar á spendýrum á Íslandi. Best þekkt er höfuðlús mannsins Pediculus humanus capitis en margir kannast einnig við flatlús- ina Pthirus pubis en báðar hafa hrjáð íbúa landsins um aldaraðir. Kropplús eða fatalús Pediculus humanus corpor- is var aftur á móti útrýmt á Íslandi fyrir miðja síðustu öld.13 Soglúsin Linognathus setosus hefur nokkrum sinnum fundist hér á hundum.14 Síðust í þessari upptalningu er sog- lúsin Solenopotes capillatus sem lifir hér á nautgripum. Fimm tegundir spendýraflóa hafa verið staðfestar á Íslandi.7 Tvær þeirra (Ctenopthalmus agyrtes og Nosopsyllus fasciatus) lifa á nagdýrum og eru algengar bæði á músum og rottum. Mannaflóin Pulex irritans var það algeng í híbýlum landsmanna langt fram á 20. öld að menn nefndu hana sjaldnast á nafn. Henni var útrýmt um miðja öldina.13 Fyrir um það bil aldarfjórðungi barst hingað með aliminkum flóin Ceratophyllus sciu- rorum, sem er upprunnin af íkorn- um í Evrópu en lagðist á ali-mink- inn eftir að hann var kominn til Evrópu.15 Flóin hefur verið vanda- mál í íslenskum minkabúum og finnst hér enn, þrátt fyrir aðgerðir til útrýmingar.16 Tegundin virðist ekki ná að ljúka lífsferlinum utan- húss hér á landi. Fimmta tegundin er kattaflóin Ctenocephalides felis. Hún hefur nokkrum sinnum borist með hundum og köttum til land- sins en ekki náð að ílendast.17,18 Veggjalúsin Cimex lectularius er skortíta sem sýgur blóð úr mönn- um, ýmsum öðrum spendýrum og fugl-um og greina heimildir að hún hafi borist til landsins með norskum hvalföngurum um og eftir 1880. Næstu áratugina náði hún verulegri útbreiðslu en á endanum tókst að út- rýma henni með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn.13 Í dag berst veggja- lús öðru hverju til landsins með farangri ferðalanga. Ein af fjórum bitmýstegundum hér á landi, Simulium vittatum, sýgur blóð úr spendýrum.8 Síðust á list- anum er færilúsin Melophagus ovinus, sem tilheyrir lúsflugunum og var áður fyrr mjög algengt sníkjudýr á sauðfé víða um land. Henni var útrýmt fyrir nokkrum áratugum í aðgerðum sem fyrst og fremst miðuðu að því að útrýma fjár- kláða.19 2. mynd. Fullorðnir brúnir hundamítlar (Rhipicephalus san- guineus) teknir úr bæli hunds á höfuðborgarsvæðinu. Karldýrið (t. h.) er 3 mm langt og heldur mjóslegnara en kvendýrið (t. v.) sem ekki var farið að sjúga blóð og stækka. – Adult brown dog ticks Rhipicephalus sanguineus collected from a dog basket in Iceland. The male, 3 mm long, (on the right) is smaller than the unengorged female (left). Ljósm./Photo: Karl Skírnisson. 3. mynd. Fullorðin kvendýr brúna hundamítilsins (Rhipicephalus sanguineus) sem fundust á hundi sem nýkominn var frá Banda- ríkjunum í Einangrunarstöðina í Hrísey. Skömmu eftir að myndin var tekin verpti stærra dýrið (um 10 mm langt) hundruðum eggja. – Adult brown dog tick females Rhipicephalus sanguineus detected on a dog that had been brought from USA to a quarantine station in Iceland. Ljósm./Photo: Matthías Eydal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.