Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 21
21 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 1. tafla. Niðurstöður Rb- og Sr-greininga á súru (L1, L4, L5, L6) og ísúru (L2, L3) bergi úr Ljósufjöllum og einu basalthrauni (7637) nálægt Hafursfelli, sem er innan megineld- stöðvarinnar í Ljósufjöllum. Mælingar voru framkvæmdar með samsætuþynningu og massagreini og skekkjumörk eru innan við 1%, bæði af styrk og hlutföllum. Styrkur efnanna Rb og Sr er mældur í ppm. – Results from analysis of silicic (L1, L4, L5 and L6) and intermediate (L2 and L3) rocks from Ljósufjöll and one basaltic lava (7637) sampled near Hafursfell, which is a part of the Ljósufjöll volcanic system. Samples were analysed using isotope dilution and mass spectrometry. Analytical errors are less than 1% of both concentration and ratios. Concentrations of Rb and Sr are measured in ppm. Sýni - sample Rb Sr Rb/Sr 86Sr/86Sr Óvissa (±2σ) 87Rb/86Sr L1 162 1,79 90,5 0,70476 0,000014 262 L2 46,3 345 0,134 0,70341 0,000014 0,390 L3 41,3 357 0,116 0,70350 0,000014 0,330 L4 179 1,17 153 0,70438 0,000014 443 L5 184 1,60 115 0,70445 0,000014 333 L6 185 1,31 141 0,70466 0,000014 409 Basalt 7637 0,70328 0,036 úr nútímahrauni við Hafursfell (1. tafla). Styrkur frumefnanna strontíums og rúbidíums (skammstafað Sr og Rb) var mældur, sem og samsætu- hlutföll þeirra, í massagreini Vísinda- stofnunar Frakklands í Clermont- Ferrand með sömu aðferðum og lýst er í heimild 1. Rúbidíum hefur tvær náttúru- legar samsætur: 85Rb og 87Rb (4. mynd). Sú fyrrnefnda er stöðug en hin er geislavirk og breytist mjög hægt í 87Sr, því helmingunartími 87Rb er u.þ.b. 50 milljarðar ára (t1/2 = 4,88 x 1010 ár).7 Það er með öðrum orðum sá tími sem tekur helming allra frumeinda 87Rb að klofna og breytast í 87Sr í lokuðu kerfi. Strontíum hefur fjórar náttúru- legar samsætur (88Sr, 87Sr, 86Sr og 84Sr) sem allar eru stöðugar, þ.e. ekki geislavirkar, en atómum 87Sr fjölgar að sjálfsögðu með tíma vegna klofn- unar 87Rb (4. mynd). Þegar bergkvika tekur að storkna, á yfirborði eða sem innskot, gengur Sr auðveldlega inn í ýmsar steindir, t.d. plagíóklas og apatít. Samsætu- hlutfall strontíums 87Sr/86Sr er þó hið sama í öllum steindum og í bergkvikunni sjálfri. Aftur á móti gengur Rb ekki inn í kristalgrind algengra steinda og því eykst styrkur þess í afgangsbráðinni. Þannig hækkar hlutfall Rb/Sr (styrkur Rb eykst en Sr minnkar) í kvikunni eftir því sem lengra líður á kristöllunarferlið og kvikan verður geislavirkari, því rúbidíum safnast upp í henni. Berg er því samsett úr misgeislavirkum steindum og grunnmassa, eða gleri, sem endurspegla samsetningu síðustu afgangsbráðar. Geislavirka efnið (87Rb) klofnar og dótturefnið (87Sr) safnast upp í mismiklum styrk með tíma, eftir því hversu mikið ólíkir hlutar bergsins inni- héldu af móðurefninu, 87Rb. Hægt er að ákvarða aldur bergs með mælingum á hlutföllum sam- sætna strontíums og rúbidíums í sýnum með breytilegu Rb/Sr-hlut- falli. Bergsýni af sama meiði, þ.e. samstofna, mynda jafnaldurslínu á línuritinu 87Sr/86Sr sem fall af 87Rb/86Sr og er hallatala línunnar háð aldri bergsins (5. mynd). Best er að hafa fjölbreytileg sýni með tilliti til Rb/Sr-hlutfalla (bæði basísk og súr eða mismunandi steindir úr samstofna bergi) þegar jafnaldurslínuaðferðin er notuð. Hlutföll Rb/Sr í sýnunum frá Ljósufjöllum mældust á bilinu 0,116– 153 og 87Sr/86Sr 0,70328–0,70476 (1. tafla). Þetta eru hæstu hlutföll Rb/Sr og 87Sr/86Sr sem mælst hafa í íslensku bergi enn sem komið er, en algengustu 87Sr/86Sr-hlutföllin eru á bilinu 0,7028–0,7033 og Rb/ Sr-hlutföllin lægri en fimm.8,9 Orsök hás Rb/Sr-hlutfalls er mikil kristöllun og aðskilnaður plagíó- klass úr bergbráðinni. Umræða Sýnt hefur verið fram á með mæl- ingum á aðal- og snefilefnum, auk súrefnis- og þóríumsamsætna úr sömu sýnum Ljósufjalla, að hlut- kristöllun sé líklegasta skýringin á myndun súra bergsins þar og að basaltið í næsta nágrenni muni vera af svipaðri samsetningu og móðurkvikan.1 Kvikubráð á leið til yfirborðs, svo sem í kvikuhólfi, kólnar og kristallast því umhverfið er kaldara en hún sjálf og kristallar falla út úr bráðinni. Kristallarnir sem helst falla út úr basalti eru pýroxen, ólivín og plagíóklas og eru þeir tveir fyrrnefndu ríkir af málmum eins og járni og magnesíum og því eðlisþyngri en afgangsbráð. Sú bráð verður kísilríkari og eðlisléttari. Smám saman getur því kvikuhólf orðið lagskipt og í efsta hluta þess safnast eðlislétt og kísilrík kvika. 4. mynd. Myndin sýnir afstöðu efnanna rúbidíums og strontíums í lotukerfinu og samsætur þeirra. 87Rb er geislavirkt og í lokuðu kerfi tekur það um 50 milljarða ára fyrir fyrir tíu 87Rb-frumeindir að klofna uns fimm frumeindir eru eftir; hinn helmingurinn hefur þá breyst í 87Sr. – The position of the elements Rb and Sr in the table of elements. All natural isotopes of both elements are shown.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.