Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 7
7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
submetacentric) og smáir, stærð er lítt
breytileg milli tegunda.28
1. Fjallavorblóm (Draba
oxycarpa Sommerf.)
Lýsing: Fjölær. Hæð 2–5 cm. Blóm
gul. Blöð í stofnhvirfingu heilrend,
tungulaga en odddregin, fagurgræn
en þó stutt í gula litinn, blaðjaðrar
greinilega hærðir, hár bæði einföld
og greind. Stöngull stuttur, blaðlaus,
með bæði einföldum og greindum
hárum. Skálpar egglaga til oddbaug-
óttir, a.m.k. hærðir á jöðrum. Fræ
svarbrún til svört. (1. mynd).
Líkist: Fjallavorblóm var lengi tal-
ið til Draba alpina en sú tegund hefur
nú verið klofin í tvennt og hefur
aðeins önnur, D. oxycarpa, fundist
hér. D. oxycarpa má þekkja á hin-
um svörtu fræjum en allar aðrar
íslenskar vorblómategundir, auk D.
alpina, hafa brúnleit fræ og má það
teljast skýrasta einkennið til aðgrein-
ingar.29,30 Auk þess er D. alpina gjarn-
an hávaxnari og með hlutfallslega
mjórri skálpa sem eru oft hárlausir
og dreifðari á stöng-linum.
Kjörlendi: Háfjallamelar og
rindar, 460–1.400 m y.s.
Útbreiðsla: Á norðurskautssvæð-
um beggja vegna Atlantshafsins, á
Grænlandi, Íslandi, Svalbarða og
Norðvestur-Evrópu.23 Á Íslandi
finnst tegundin hátt til fjalla þar
sem hún er fremur sjaldgæf nema
helst á fjöllum inn til landsins á
Norður- og Austurlandi, eða þar
sem loftslag er hvað landrænast
(2. mynd a).
Litningatala: Áttlitna (2n = 8x =
64) í Noregi og Svalbarða.30
2. Héluvorblóm (Draba nivalis
Liljeblad)
Lýsing: Fjölær. Hæð 3–8 cm. Blóm
hvít. Blöð í stofnhvirfingu, oftast
snubbótt. Plantan öll oftast hélugrá
af örsmáum stjörnuhárum. Skálpar
hárlausir og fremur mjóir. Fræ brún.
(3. mynd).
Líkist: Er auðþekkt á örsmáum
stjörnuhárum sem þekja plöntuna
utan skálpa.
Kjörlendi: Rindar, vörður, bungur
og klettar aðallega á hálendinu en
einnig á láglendi á landræna svæð-
inu, 250–1.300 m y.s.
Útbreiðsla: Norðlægar slóðir,
allt í kringum norðurskautið.31,32
Á Íslandi nær eingöngu á svæðum
með landrænu loftslagi á Norður-
og Norðausturlandi (2. mynd b).
Litningatala: Tvílitna (2n = 2x = 16)
í Kanada,32 Íslandi,8 Noregi, Sval-
barða28,30 og Svíþjóð.6
3. Snoðvorblóm (Draba
lactea Adams)
Samnefni: Draba wahlenbergii Hartm.
f. heterotricha Lindbl.33 og D. wahlen-
bergii Hartm.23
Lýsing: Fjölær. Hæð 5–10 cm.
Blóm hvít, krónublöð 3–5 mm á
lengd. Blöð í stofnhvirfingu ydd,
einföld hár á blaðjöðrum, smágerð
stjörnulaga eða greinótt hár við
blaðenda, sérstaklega á neðra borði.
Stöngull oftast blaðlaus, trónir á
áberandi hátt upp úr blaðhvirfing-
unni og er oftast hárlaus eða mjög
lítillega hærður, þá með greinóttum
hárum. Skálpar hárlausir, oft mjó-
egglaga. Fræ brún. (4. mynd).
Líkist: Líkist engri íslenskri teg-
und en verður nokkuð auðveld-lega
ruglað við D. fladnizensis sem hefur
af sumum verið talin vaxa hér. Draba
lactea hefur sjaldnast stöngul-blað, er
oftast með stjörnuhár við blaðenda
stofnhvirfingarblaðanna og stærri
blóm. Draba fladnizensis hefur oftast
eitt stöngulblað, engin stjörnuhár á
blaðenda stofnhvirf-ingarblaða og
minni blóm (krónu-blöð 2–3 mm á
lengd).21,23,34
Kjörlendi: Sendinn jarðvegur
og melar, frá láglendi og upp í 680
m y.s.
Útbreiðsla: Allt umhverfis
norðurskautið.33 Hérlendis finnst
D. lactea á Norðurlandi og sunnan-
og austanvert á miðhálendinu (2.
mynd c).
Litningatala: Sexlitna (2n = 6x = 48)
í Noregi og Svalbarða.28,30 Ný
litningagreining með flæðigreiningu
(e. flow cytometry) hefur sýnt fram á
að D. lactea frá Alaska er bæði sex-
litna og ferlitna (2n = 4x = 32).35 Sýni
frá Rússlandi eru einnig ferlitna.36
3. mynd. Héluvorblóm (Draba nivalis). Ljósm./Photo: Hörður Kristinsson.