Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 7
7 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags submetacentric) og smáir, stærð er lítt breytileg milli tegunda.28 1. Fjallavorblóm (Draba oxycarpa Sommerf.) Lýsing: Fjölær. Hæð 2–5 cm. Blóm gul. Blöð í stofnhvirfingu heilrend, tungulaga en odddregin, fagurgræn en þó stutt í gula litinn, blaðjaðrar greinilega hærðir, hár bæði einföld og greind. Stöngull stuttur, blaðlaus, með bæði einföldum og greindum hárum. Skálpar egglaga til oddbaug- óttir, a.m.k. hærðir á jöðrum. Fræ svarbrún til svört. (1. mynd). Líkist: Fjallavorblóm var lengi tal- ið til Draba alpina en sú tegund hefur nú verið klofin í tvennt og hefur aðeins önnur, D. oxycarpa, fundist hér. D. oxycarpa má þekkja á hin- um svörtu fræjum en allar aðrar íslenskar vorblómategundir, auk D. alpina, hafa brúnleit fræ og má það teljast skýrasta einkennið til aðgrein- ingar.29,30 Auk þess er D. alpina gjarn- an hávaxnari og með hlutfallslega mjórri skálpa sem eru oft hárlausir og dreifðari á stöng-linum. Kjörlendi: Háfjallamelar og rindar, 460–1.400 m y.s. Útbreiðsla: Á norðurskautssvæð- um beggja vegna Atlantshafsins, á Grænlandi, Íslandi, Svalbarða og Norðvestur-Evrópu.23 Á Íslandi finnst tegundin hátt til fjalla þar sem hún er fremur sjaldgæf nema helst á fjöllum inn til landsins á Norður- og Austurlandi, eða þar sem loftslag er hvað landrænast (2. mynd a). Litningatala: Áttlitna (2n = 8x = 64) í Noregi og Svalbarða.30 2. Héluvorblóm (Draba nivalis Liljeblad) Lýsing: Fjölær. Hæð 3–8 cm. Blóm hvít. Blöð í stofnhvirfingu, oftast snubbótt. Plantan öll oftast hélugrá af örsmáum stjörnuhárum. Skálpar hárlausir og fremur mjóir. Fræ brún. (3. mynd). Líkist: Er auðþekkt á örsmáum stjörnuhárum sem þekja plöntuna utan skálpa. Kjörlendi: Rindar, vörður, bungur og klettar aðallega á hálendinu en einnig á láglendi á landræna svæð- inu, 250–1.300 m y.s. Útbreiðsla: Norðlægar slóðir, allt í kringum norðurskautið.31,32 Á Íslandi nær eingöngu á svæðum með landrænu loftslagi á Norður- og Norðausturlandi (2. mynd b). Litningatala: Tvílitna (2n = 2x = 16) í Kanada,32 Íslandi,8 Noregi, Sval- barða28,30 og Svíþjóð.6 3. Snoðvorblóm (Draba lactea Adams) Samnefni: Draba wahlenbergii Hartm. f. heterotricha Lindbl.33 og D. wahlen- bergii Hartm.23 Lýsing: Fjölær. Hæð 5–10 cm. Blóm hvít, krónublöð 3–5 mm á lengd. Blöð í stofnhvirfingu ydd, einföld hár á blaðjöðrum, smágerð stjörnulaga eða greinótt hár við blaðenda, sérstaklega á neðra borði. Stöngull oftast blaðlaus, trónir á áberandi hátt upp úr blaðhvirfing- unni og er oftast hárlaus eða mjög lítillega hærður, þá með greinóttum hárum. Skálpar hárlausir, oft mjó- egglaga. Fræ brún. (4. mynd). Líkist: Líkist engri íslenskri teg- und en verður nokkuð auðveld-lega ruglað við D. fladnizensis sem hefur af sumum verið talin vaxa hér. Draba lactea hefur sjaldnast stöngul-blað, er oftast með stjörnuhár við blaðenda stofnhvirfingarblaðanna og stærri blóm. Draba fladnizensis hefur oftast eitt stöngulblað, engin stjörnuhár á blaðenda stofnhvirf-ingarblaða og minni blóm (krónu-blöð 2–3 mm á lengd).21,23,34 Kjörlendi: Sendinn jarðvegur og melar, frá láglendi og upp í 680 m y.s. Útbreiðsla: Allt umhverfis norðurskautið.33 Hérlendis finnst D. lactea á Norðurlandi og sunnan- og austanvert á miðhálendinu (2. mynd c). Litningatala: Sexlitna (2n = 6x = 48) í Noregi og Svalbarða.28,30 Ný litningagreining með flæðigreiningu (e. flow cytometry) hefur sýnt fram á að D. lactea frá Alaska er bæði sex- litna og ferlitna (2n = 4x = 32).35 Sýni frá Rússlandi eru einnig ferlitna.36 3. mynd. Héluvorblóm (Draba nivalis). Ljósm./Photo: Hörður Kristinsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.