Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 29
29 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Líkamsgerð og lífshættir: Eðlumjaðmar Megnið af töflunni á 4. mynd tekur til flokkunar á eðlumjöðmum, þar með hvernig menn ætla að fuglar hafi þróast af þessum fornu risa- eðlum.1 Eðlumjöðmum er skipt í tvær megindeildir, graseðlur, sem voru plöntuætur, og kjöteðlur, sem upphaflega lifðu allar á dýrafæðu – veiðum eða hræáti – þótt síðar þróuðust af þeim plöntuætur og alætur, svo sem ýmsir fuglar. Hér lítum við fyrst á nokkur atriði í líkamsgerð og lífsháttum graseðln- anna, en skoðum svo grameðluna (Tyrannosaurus rex) og nánustu frændur hennar sem fulltrúa kjö- teðlnanna. Um ýmsar aðrar kjö- teðlur verður svo fjallað í tengslum við þróun flugs og fugla. Graseðlur Stærstu risaeðlurnar, graseðlurnar, eru á myndum oft sýndar með uppréttan háls. En athugun á lögun hálsliða í vel varðveittum steingervingi af einni þeirra leiddi í ljós að skepnan hefur ekki getað lyft hálsinum meira en um 30° upp. Svipaðar skorður hafa síðan greinst á sveigjanleika hálsins á fleiri graseðlum. Í einni heimild minni2 er bent á að venjulegt æða- kerfi hryggdýrs myndi trúlega ekki þola álagið af að dæla blóði upp í höfuð stórrar graseðlu með uppréttan háls.a Lögun hryggjarliða í graseðlum bendir til þess að öflugur bandvefjar- strengur hafi legið með baki dýranna aftan á hryggsúlunni og borið uppi höfuðið, og halann kannski líka. Fuglar eru tannlausir en vöðvaríkt magahólf, fóarnið, gegnir hlutverki tanna og mylur fæðuna. Margir fuglar gleypa steina sem setjast í fóarnið og hjálpa til við mölunina. Í heillegum beinaleifum sumra gras- eðlna og annarra plöntuætna hafa fundist hrúgur af steinum – oft allstórum hnullungum – þar sem ætla mætti að fóarnið hefði verið. Fyrstu þekktu graseðlurnar lifðu seint á trías. þær voru ríkjandi plöntuætur á landi mestan hluta júratímabilsins og raunar áberandi allt til loka miðlífsaldar. Leifar þeirra hafa fundist í öllum heims- álfum nema Antarktíku. Þórseðla (Apatosaurus, 1. mynd) lifði þar sem nú er Colodaro og Örnólfur Thorlacius Risaeðlur á ferð og flugi Seinni hluti Í fyrri hluta þessarar greinar var sagt frá fornum og nýjum hugmyndum um líkamsgerð og lífsstörf risaeðlnanna. Hér verður haldið áfram þar sem þar var frá horfið og greint nánar frá flokkun þessara stóru hryggdýra. Þar kemur ýmislegt í ljós sem tengir risaeðlurnar nánar fuglum en núlifandi skriðdýrum og spendýrum, enda virðist ljóst að fuglarnir séu afkomendur ákveðinna greina á ættartré risaeðlnanna, eins og hér verður rakið. 1. mynd. Þórseðla, Apatosaurus.4 2. mynd. Freyseðla, Diplodocus.5 3. mynd. Finngálkn, Brachiosaurus.6 a Höfuð upprétts gíraffa er 2–3 metrum ofar en hjartað og blóðþrýstingurinn er víst sá hæsti í nokkru núlifandi dýri, eða eins og tvöfaldur þrýstingur í æðum manns, og nálgast kannski mörk þess sem eðlilegar háræðar þola.2 Náttúrufræðingurinn 77 (1–2), bls. 29–39, 2008

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.