Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 8
Náttúrufræðingurinn 8 4. Hagavorblóm (Draba norvegica Gunn.) Samnefni: Draba rupestris R.Br.21,24 og D. rupestris Ait.f.23 Lýsing: Fjölær. Hæð 5–15 cm. Blóm hvít, krónublöð 2–4 mm á lengd. Blöð ýmist í þéttum eða gisnum stofnhvirfingum, oftast með bæði greinótt og einföld hár, stundum nær hárlaus. Stöngull með stuttar greinar, með einföld hár eða hárlaus. Stöngulblöð oft- ast 1–3. Skálpar á svo gott sem uppréttum leggjum, hárlausir eða með stuttum, einföldum hárum. Fræ brún. Kjörlendi: Breytileg tegund sem finnst á ólíkum búsvæðum, lyngmóum, grasbölum, brekkum, rindum og melum, allt frá láglendi og upp í 1.520 m y.s. Útbreiðsla: Finnst á norður- skautssvæðinu og norðlægum slóðum beggja vegna Atlantshafs- ins. Í Evrópu suður til Skotlands og norðaustanverðra Alpanna, í Ameríku frá Minnesota í Banda- ríkjunum og norður eftir til South- hamptoneyju norðan í Hudson- flóa og til Norðvestursvæðanna í Kanada.21,24,37 Hérlendis er tegund- ina að finna um nær allt land (2. mynd d). Litningatala: Sexlitna (2n = 6x = 48) í Kanada,24 Íslandi,8 Noregi, Svalbarða,38,39 Finnmörku28 og Grænlandi.39 5. Heiðavorblóm (Draba arctogena (E. Ekman) E. Ekman) Samnefni: Draba groenlandica var. arctogena E. Ekman.40 Lýsing: Fjölær. Hæð 3–10 cm. Blóm hvít, krónublöð 2–4 mm á lengd. Blöð í stofnhvirfingu, heil- rend; blaðjaðrar með einföldum og greindum hárum og jafnvel stjör- nuhárum; neðra og stundum efra borð með nokkuð af greindum og stjörnulaga hárum auk einfaldra hára sem eru í minnihluta. Blóm- leggir og stöngull hærðir, mest áberandi eru kvíslgreind hár og stjörnuhár. Stöngulblöð 0–1. Skálpar oftast breiðastir um miðjuna, til- tölulega þétt saman á blómskipun- inni, hærðir, hárin flest kvíslgreind en einnig einföld og jafnvel stjörnu- laga. Fræ brún. (5. mynd). Líkist: Verður helst ruglað saman við D. norvegica, einkum ef um hávaxin eintök af D. arctogena er að ræða. Fjöldi stöngulblaða, heilrend stofnblöð og skálpar með kvíslgreindum hárum og jafnvel stjörnuhárum eru góð einkenni til aðgreiningar. Kjörlendi: Melar, skriður og klettar. Helst að finna á hálendinu allt upp í 1.400 m y.s. en finnst einnig á láglendi. Útbreiðsla: Grænland,34 Jan Mayen, Bjarnarey, Svalbarði23 og nokkuð víða á hálendi Íslands (2. mynd e). Litningatala: Sexlitna (2n = 6x = 48) í Rússlandi.36,41 6. Túnvorblóm (Draba glabella Pursh) Samnefni: Draba daurica DC., D. hirta auct. non L., D. hirta L. nom ambig.21,23,42 og D. magellanica auct. non Lam.21 Lýsing: Fjölær. Hæð 15–20 cm. Blóm hvít, krónublöð 3–5 mm á lengd. Blöð í gisinni stofnhvirfingu, stundum áberandi græn, stöngul- blöð 1–4. Blöð og stönglar með stjörnuhár, oft einnig með einföld hár, þó ekki gráloðin. Fræ brún. (6. mynd). 4. mynd. Snoðvorblóm (Draba lactea). Ljósm./Photo: Hörður Kristinsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.