Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 10
Náttúrufræðingurinn 10 í Ameríku frá Michigan í Banda- ríkjunum og norður til norð- an-verðs Quebec og Manitoba í Kanada.21,23,24,37 Ekki mjög algeng í Englandi, Mið-Evrópu og Asíu.46 Á Íslandi er tegundin fremur algeng nema á hálendinu (2. mynd g). Litningatala: Ferlitna (2n = 4x = 32) á Íslandi,7,8 Svalbarða, Noregi,30 Svíþjóð6 og Kanada.24 8. Vorperla (Draba verna L.) Samnefni: Erophila verna (L.) DC,23 E. verna (L.) Chev. og E. vulgaris DC.5 Lýsing: Einær. Hæð 3–15 cm. Blóm hvít, krónublöð klofin allt að miðju. Blöð í stofnhvirfingu, með kvíslhárum, nær heilrend. Stönglar blaðlausir, hárlausir. Blómleggir langir. Skálpar hárlausir, oddbaug- óttir, nokkuð kúptir. Fræ brún. Nýjar plöntur spretta af fræi á haustin, blómstra snemma á vorin (apríl– maí) og sölna snemma. (8. mynd). Kjörlendi: Melar, áreyrar og sandar. Láglendistegund, hefur hæst fundist í 350 m y.s. Útbreiðsla: Finnst um alla Evrópu nema á norðurskautinu, er upprunnin í Evrasíu en var orðin nokkuð útbreidd í Norður- Ameríku strax á 18. öld, finnst nú mjög víða um álfuna.5,37,47 Hérlendis finnst hún allvíða á Norður- og Austurlandi en er sjaldséðari í öðrum landshlutum (2. mynd h). Litningatala: Íslensk eintök, sem Löve-hjónin greindu sem Erophila verna (L.) F. Chev. ssp. duplex (Winge) Winge, voru greind sem ferlitna (2n = 4x = 32).8 Þekktar eru margar aðrar litningatölur fyrir vorperlur: 2n = 14, 16, 24, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 52, 54, 58, 60 og 64.5,27 Umfjöllun um íslensku tegundirnar Draba oxycarpa Sommerf. og Draba alpina L. Tegundirnar Draba alpina L. og D. oxycarpa Sommerf. eru afskaplega líkar útlits og voru báðar flokkaðar sem D. alpina áður. Þær verða tæp- ast aðgreindar nema á aldinstigi eða með litningatalningu þar sem D. oxycarpa er áttlitna (2n = 64) en D. alpina tílitna (2n = 80). Það var ekki fyrr en nú á síðustu áratugum sem D. oxycarpa var almennt aðgreind frá D. alpina sem sérstök tegund,30 en fram að því höfðu komið fram misvísandi litningatölur fyrir plöntur sem allar voru taldar til D. alpina, stundum 2n = 64 en stundum bæði 2n = 64 og 2n = 80.6,8,45,48–50 Telja má líklegt að í einhverjum tilvikum hafi verið um að ræða D. oxycarpa. Tilraunir hafa bent til að D. oxycarpa og D. alpina séu vel að- greindar tegundir þrátt fyrir líkt útlit. Blendingar þeirra hafa reynst með öllu ófrjóir og þær eiga að líkindum engan tvílitna forföður sameiginlegan, heldur eru fulltrúar tveggja sjálfstæðra þróunarlína.30,51 Sýnt þykir út frá útlitseinkennum að íslensk fjallavorblóm tilheyri D. ox- ycarpa. Það kom fyrst fram í Atlas Florae Europaeae frá árinu 19969 en allar aðrar heimildir telja þau til D. alpina.8,10–14,18–20,52 Hins vegar er ekki útilokað að D. alpina finnist einnig hér á landi og því til stuðn- ings má nefna að Löve-hjónin gáfu upp 2n = 80 fyrir íslensk eintök sem þau greindu sem D. alpina. Ekki er þó rétt að nota niðurstöð- ur talningar þeirra til að draga afdráttarlausa ályktun um að D. alpina finnist hér þar eð upplýsing- 7. mynd. Grávorblóm (Draba incana). Ljósm./Photo: Hörður Kristinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.