Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 25
25
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Látraströnd heitir strönd Eyja-fjarðar utan við Grenivík allt út að Gjögurtá, en þar er
lítið undirlendi með bröttum fjalla-
hlíðum ofar (2. og 3. mynd). Á Látra-
strönd voru allmargar bújarðir fyrr á
tíð sem nú eru komnar í eyði, en
höfuðbólið var Látrar. Við Látra er til
dæmis Látra-Björg kennd. Næstu
bæir, sem eru um 6 km innan við
Látra, eru Sænes og Grímsnes. Sjó-
sókn var stunduð frá flestum bæjum
á Látraströnd auk hefðbundins land-
búnaðar. Um 36 km eru á milli
Látra á Látraströnd og Knarrarness
á Svalbarðsströnd.
Árið 1935 bjuggu félagsbúi á
Látrum feðgarnir Steingrímur Halls-
son og sonur hans Hallur Stein-
grímsson ásamt Axel Jóhannessyni
sem var giftur dóttur Steingríms.3
Alls voru í heimili á Látrum 11
manns. Þeir feðgar stunduðu sjóinn
á opnum báti (4. mynd) en Axel
sá mest um landverkin. Þann 13.
desember sótti Hallur Axel á báti
inn á Grenivík, en Axel hafði verið
að erindast á Akureyri. Þeir ætluðu
að koma við á Grímsnesi og taka þar
kind frá Látrum sem þar hafði verið
í nokkra daga, en þeir gleymdu
að taka kindina með. Því varð það
úr að þeir feðgar, Steingrímur og
Hallur, fóru inn að Grímsnesi að
sækja ána daginn eftir, 14. desember.
Lögðu þeir af stað milli klukkan 9 og
10, skömmu áður en veðurfregnir
komu í útvarpi, en annars var
Hallur vanur að fylgjast með þeim.
Veður var þannig að logn var og
kvikulaust með öllu en svolítil
hríðarmugga. Þeir feðgar bjuggu
sig ekki undir hrakninga, höfðu
stutta viðdvöl í Grímsnesi og tóku
kindina. Ferðin á milli bæjanna ætti
vart að taka nema 20–30 mínútur.
Á tólfta tímanum sást til þeirra
feðga frá Látrum og áttu þeir þá
örskamman spöl eftir að lending-
unni. Fóru heimamenn niður í fjöru
til að aðstoða við landtökuna. Var þá
skollinn á blindbylur af norðaustri
með miklu brimi. Skyndilega varð
hríðarmökkurinn svo dökkur að
ekki sást meira til bátsins enda þótt
hann hafi bara verið kippkorn frá
landi. Heimamenn biðu milli vonar
og ótta og töldu líklegt að báturinn
hefði farist þarna í lendingunni.
Næst varð þeim fyrir að bjarga fé
í hús og æði dapurleg hefur nóttin
verið þeim í veðurofsanum sem
virtist geta feykt húsi af grunni.
4. mynd. Steingrímur EA 644, nú í eigu Safnahússins á Húsavík. Ljósm.: Sigurjón B. Hafsteinsson.
3. mynd. Eyjafjörður, en bátinn rak frá
Látrum að Knarrarnesi. Kort: Guðmundur
Helgi Gunnarsson.
2. mynd. Horft til norðurs út Eyjafjörð af Svalbarðsströnd að vetri. Knarrarnes teygir sig
lengst út til sjávar hægra megin. Kaldbakur er í bakgrunni en Látraströnd er við hann
vestanverðan. Ljósm.: Bjarni E. Guðleifsson.