Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 45

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 45
45 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Árið 1652 í Seyluannál: „Í julio rak blóðröst af sjó á Þingeyrasand, meira en tveggja bæjarleiða, en eins með sama móti á Skagaströnd.“ (Annálar I, bls. 297.) Árið 1694 í Fitjaannál: „Blóð- flekkir og sem blóðlifrar sáust á sjó af sjófarendum, er til fiski sátu af Álptanesi.“ (Annálar II, bls. 312.) Árið 1712 í Hestsannál: „Fyrir Reykjaströnd við Skagafjörð sást blóðslitur á sjónum alt frá landi og svo langt fram á sjóinn, að menn héldu viku sjávar, og eins líka í tveimur fjörðum á Vestfjörðum, sem var Álptafjörður og Seyðisfjörður, og blóðlifrar sáust við landsfjöruna; árar sem við var róið sýndust roðnaðar. Seyðisfjörður sýndist í öðru sinni um nótt með eldslit; það var litlu fyrr en blóðsliturinn sást á sjónum.“ (Annálar II, bls. 564.) Hins sama er getið í Fitjaannál sama ár, en ekki eins ítarlega (Annálar II, bls. 383.) og í Annál Eggerts Ólafssonar: „Blóðlitur víða hér á sjó.“ (Annálar VI, 495.) Í Mælifellsannál er getið um ýmsar furður þetta ár, m.a. „skyldi blóðlitur hafa verið á sjónum, en þar mættust þessi blóðrauði litur og sá rétti sjávarins farfi, var sem vellandi iðustraumur …,“. (Annálar I, bls. 612.) (Sjá einnig tilvitnun í Ferðabók Eggerts og Bjarna (1975) hér á eftir.) Árið 1732 í Hítardalsannál: „Norður á Skaga, nálægt Hvammi í Laxárdal, sagður blóðslitur á sjónum, þó ekki ofan á honum, heldur 6 eða 7 föðmum neðar; sást á færum fiskimanna, þá upp voru dregin.“ (Annálar II, bls. 651.) Í Sauðlauksdalsannál sama ár: „Blóð- slitur sást á færum á Skaga og í Fljótum sama dag.“ (Annálar VI, bls. 412.) Árið 1734 í Hvammsannál: „Um sumarið sást blóðslitur á Skagafirði, sem 3 skip í senn eður á sama degi þar að gættu.“ (Annálar II, bls. 716.) Árið 1749 í Ölfusvatnsannál: „Á sjónum sást roði, líkur regnboga- lit, bæði sunnan- og norðanlands.“ (Annálar IV, bls. 360.) Árið 1765 í Höskuldsstaðaannál: „Blóðslikjur sáust á sjónum við Hrísey á Eyjafirði.“ (Annálar IV, bls. föðmum neðar og sást á færum fiski- manna þegar upp voru dregin. Árið 1712 er getið um ‚eldslit‘ í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp „litlu fyrr en blóðsliturinn sást“, og 1749 er minnst á roða líkan regnbogalit sunnan og norðan lands. Þar er hugsanlega átt við maurildi. Á miðöldum var gjarnan litið á óvenjuleg fyrirbæri eins og blóðsjó sem tákn frá æðri máttarvöldum um að búast mætti við illum atburðum. Í annálum er þetta þó bara einu sinni tengt saman, þ.e. árið 1633 við Vestmannaeyjar „sem fyr skeði, áður Tyrkir komu“, en þeir rændu eyjarnar 1627. Minnst er á það í kvæðinu Harmavotti, sem séra Jón Jónsson orti eftir föður sinn, Jón Þorsteinsson, sem Tyrkir drápu: „Blóðugur sjór með bitur hljóð / og býsna eldur fjalla“ eru meðal forboða ránsins sem þar er getið.3 Oftar má þó finna samband milli blóðsjávar og stóratburða í mannlífi og náttúru, en það var ekki skoðað sérstaklega. Tilraunir til skýringar á 18. öld Aðeins á einum stað í Annálunum er reynt að útskýra blóðsjóinn náttúru- fræðilega, en það er árið 1765 í Annál Sveins Sölvasonar lögmanns á Munkaþverá, en þar segir: Í Eyjafirði sögðu menn að blóðlitur hefði verið á sjónum nokkra daga um haustið, eftir því sem þeir meintu, so bæði árar og fiskilínur lituðust þar af, og hvað skyldu einfaldir fiski- menn annað ætla en það mundi blóð vera? En einn náttúru- kennari mundi segja, að sá rauði litur á sjónum hafi soleiðis orsakazt, að sjávargrunnið af jarðeldi eður annars þess slags náttúrunnar ofraun hafi sprungið í sundur og opnazt, hvar við út brotizt hefur ein rauð jarðarart eður berg, og sjórinn þar af litazt, væntanlega við sama tæki- færi sem jarðeldurinn kom í fjallið Heklu, þó hann brytist ei út fyrr en vorið eftir. Þá fylltist 519). Ítarlegar er um það fjallað í Annál Sveins Sölvasonar lögmanns á Munkaþverá, Íslands árbók (Annálar V, bls. 53.), sjá síðar. Árið 1767 í Höskuldsstaðaannál: „Sáu menn svo sem blóð eða blóðslikjur koma upp úr sjónum. Héldu nokkrir það vera úr blá- pungum. Sást víða fyrir norðan land.“ (Annálar IV, bls. 527.) Í Djáknaannálum segir um sama ár: „Sáu menn víða fyrir norðan land blóð eður blóðrauðar slikjur á sjónum, héldu nokkrir það vera úr blápungum.“ (Annálar VI, bls. 150.) Árið 1768 í Sauðlauksdalsannál: „Blóðslitur sást á færum á Skaga og í Fljótum sama dag.“ (Annálar VI, bls. 412.) Samkvæmt ofanskráðum heimild- um er getið um blóðsjó við Ísland á 17 árum á tímabilinu 1611–1768. Oftast við Norðurland, eða níu sinnum (1652, 1712, 1732, 1768, 1620, 1622, 1765, 1749, 1767), tvisvar við Vestfirði (1649, 1650), tvisvar við Austfirði (1611, 1638), einu sinni á Faxaflóa (1694), Breiðafirði (1646) og við Vestmannaeyjar (1633). Þessi mismunur eftir landshlutum skýrist m.a. af búsetu annálahöfunda; þeir voru flestir á Vestur- og Norður- landi, en mjög fáir austan lands. Níu sinnum er þess getið á hvaða árstíma blóðsjórinn sást. Það er tvisvar að vorlagi (1611, 1646), þrisvar að sumarlagi (1638, 1652, 1734), þrisvar að haustlagi (1620, 1649, 1765) og einu sinni að vetrar- lagi (1622). Af orðalagi og samhengi efnis má þó ráða að þetta hafi yfir- leitt verið að sumarlagi. Í nokkur skipti kom blóðsjórinn af hafi, eða náði langt á haf út. Alloft er getið um ‚blóðlifrar‘, blóðflekki, -lengjur, -rastir, -slikjur og -strik í sjónum, og 1620 í Eyjafirði er sagt að blóðið „rann saman í lifrar“. Sérstakt er að 1638 voru ‚blóðstrik‘ á miðjum Mjóafirði og Reyðarfirði eystra. Í nokkur skipti er þess getið að árar og færalínur hafi orðið rauðar. Árið 1732 í Skaga- firði brá svo við að blóðliturinn var ekki ofan á sjónum heldur 6–7

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.