Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 48
Náttúrufræðingurinn
48
Daninn Ove Paulsen safnaði
sjávarsvifi á Thor og tók sýni af
blóðsjónum til nánari rannsóknar.
Um þetta ritar hann í skýrslu sinni
(þýðing höfundar):
Þann 18. júlí [1904] var sjórinn
blóðrauður í Seyðisfirði, en að
sögn íbúanna kemur það
nokkuð oft fyrir. Liturinn stafar
af frumdýri, sem er líklega það
sama og Lohmann (1908) lýsir
og teiknar undir nafninu Halteria
rubra Lohm. Ég tel samt að nota
ætti gamla nafnið Mesodinium
pulex (Clap & Lachm., Stein). Séð
frá hlið líkist þessi lífvera mest
hatti. Hún er um 0,04 mm á
lengd. Neðri hlutinn (hattbarð-
ið) er oftast meira eða minna
flatvaxinn að neðan, en sjaldan
hálfkúlulaga eins og á teikningum
af M. pulex (Clapardie et Lachmann,
van Reis, Gourret et Roeser,
Rütscheli, Lohmann). [Vísað með
tölum í þessar heimildir neðanmáls].
Fremri hluti dýrsins (hattkúfur-
inn) er hérumbil hálfkúlulaga og
nokkuð skýrt afmarkaður frá aftur-
hlutanum, sem er um helmingi
stærri að þvermáli. Séð að ofan er
dýrið hringlaga. Bifárakransinn er
líkt og borði (ribbon) umhverfis
hattinn. Dýrið hreyfir sig hratt, með
kúfinn fram á við, en það getur líka
snúist um hann, sem það gerir áður
en það deyr. Við dauðann brestur
dýrið í þúsund parta, og sama
gerist ef við reynum að setja það
í geymsluvökva.15
Bjarni Sæmundsson ritar í næstu
skýrslu (1905): „Síðustu dagana
er eg dvaldist á Seyðisfirði kom
‚blóðsjór’ í fjörðinn, alveg inn að
bryggjum; hann var af sama tægi
og eg gat um í fyrra: af völdum
örsmárra frumdýra, sem síldin getur
ekki veitt, enda varð ekki síldar vart
í þetta sinn.“16
Gunnar Steinn Jónsson (1986)
segir að þetta frumdýr sé nú kallað
Mesodinium rubrum (5. mynd) og
hafi „þörungalitbera (Cryptophyceae)
í sambýli“. Þörungaflokkurinn
Cryptophyceae kallast dulþörungar
á íslensku. Þeir eru yfirleitt örsmáir
og margir þeirra innihalda rautt
litarefni (phycoerythrin) sem yfir-
skyggir blaðgrænuna. Líklega er
það einhver Cryptomonas-tegund,
sem hefur gert sig heimakomna
í umræddu frumdýri og gefur
því rauða litinn. Gunnar segir að
vart hafi orðið við rauðan sjó við
Keflavík árið 1966, og hafi Þórunn
Þórðardóttir (Hafrannsóknast.) talið
að um væri að ræða skoruþörunginn
Gonyaulax spinifera (6. mynd).17
Guðrún G. Þórarinsdóttir og
Þórunn Þórðardóttir (1997) geta um
rauðlitun sjávar af svifþörungnum
Heterosigma akasiwo (Prasinophyta
eða Prymnesophyta?) í Hvalfirði
í lok maí 1987. Tegundin olli
fiskdauða í eldisstöð í firðinum.
Merkilegt er að hún hafði ekki
verið skráð hér við land áður.
Sjórinn litaðist rauðbrúnn af
völdum þörungsins og var
fjöldinn á nálægu svæði 570
þúsund frumur í lítra af sjó.
Umhverfisskilyrði í Hvalfirði á
þessum tíma voru greinilega
hentug fyrir fjölgun þörungsins,
þar sem sjóinn var lagskiptur
vegna upphitunar og bjart í
veðri (Guðrún G. Þórarinsdóttir
1987).18
Einar Jónsson (1981) ritar:
„Sérstaklega væri fróðlegt að
heyra eitthvað frá Austfirð-
ingum um blóðsjó, því hér á
Hafrannsóknastofnun hafa
menn ekkert handa á milli
(utan frásögn Olaviusar) til að
renna stoðum undir sannleiks-
gildi nær 80 ára gamalla orða
Ove Paulsens.“19
Samkvæmt bréfi Einars 25. apríl
2007 hafa engir orðið við þeim
tilmælum að upplýsa hann eða
stofnunina frekar um blóðsjó á
Austfjörðum eða annars staðar við
landið á þeim 25 árum sem síðan eru
liðin. Af því má draga þá ályktun
að annaðhvort sé þetta fyrirbæri
orðið sárasjaldgæft eða eftirtekt
sjómanna sé næsta lítil orðin, nema
hvort tveggja sé. Hins vegar minnist
Einar á dökkan sjó, sem hann varð
vitni að í Ísafirði, innsta firðinum
í Ísafjarðardjúpi, ásamt öðrum
skipverjum á rækjubátnum Dröfn 8.
júní 1980:
Þarna innfrá urðum við varir
við að sjórinn var eilítið dekkri
en annarsstaðar á stórum
svæðum, svo stórum að varla
var hægt að tala um flekki
heldur fremur um stóra kafla í
firðinum. Við athuguðum þetta;
tókum sýni í glas og skoðuðum
undir víðsjá. Ég man að þetta
voru svifþörungar, nokkuð
stórir og mjög dökkir, nánast
svartir á að líta.20
Sýnið var geymt til frekari
rannsóknar, en niðurstaðan hefur
ekki komið í leitirnar, segir Einar.
Þetta hefur líklega verið skoru-
þörungur með þykka og dökka
brynju. Hér skulu tilmæli Einars til
sjómanna ítrekuð, að senda Hafró
eða öðrum stofnunum sem fást
við sjórannsóknir upplýsingar um
6. mynd. Gonyaulax spinifera, dæmigerður
skoruþörungur (Dinophyta) og algengur við
strendur Íslands.
5. mynd. a) Frumdýrið Mesodinium rubrum
séð í gegnum rafeindasmásjá. Ljósm.:
Yuuji Tsukii b) Teikn.: Ove Paulsen af M.
rubrum.15
a)
b)