Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 39
39 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Heim ild ir Holtz, T.R. Jr. & Osti. R. 2005. All in the family. – A cladogram shows how 1. dinosaurs are related to each other – and how the birds fit in. Natural History 114 (4). 40–41. McGowan, C. 1994. Diatoms to dinosaurs. The size and scale of living 2. things. Island Press/Shearwater Books. 288 bls. Hecht, J. 2006. Europe’s largest dinosaur unearthed in Spain. http://3. www.newscientist.com/article/dn10843-europes-largest-dinosaur- unearthed-in-spain.html (skoðað 28.03.08). The children’s museum of Indianapolis 1999. http://www.childrensmu-4. seum.org/special_exhibits/kinetosaur/dinoapat.htm (skoðað 03.09.08) The big zoo 2008. http://www.thebigzoo.com/shopping/shopexd.5. asp?id=8398 (skoðað 03.09.08) http://www.simnet.is/xpert/brachiosaurus.jpg (skoðað 28.03.08)6. Animal Pictures Archive. http://animalpicturesarchive.com/view.7. php?tid=3&did=24772 (skoðað 03.09.08) American museum of natural history. http://www.amnh.org/exhibi-8. tions/expeditions/treasure_fossil/Treasures/Tyrannosaurus/tyrannos. html?dinos (skoðað 03.09.08) Weishampel, D.B., Dodson, P. & Osmólska, H. 2004. The dinosauria. 9. University of California Press, London. 861 bls. Norell, M.A. & Xing, X. 2005. The varieties of Tyrannosaurs. Natural 10. History 114 (4). 35–39. Jungle Walk 2002–2006. http://www.junglewalk.com/shop/ (skoðað 11. 03.09.08) Goodwin, M.B. 2005. What good was all the headgear? For decoration. 12. Natural History 114 (4). 48–49. Forster, C.A. & Farke, A.A. 2005. What good was all the headgear? For 13. defence. Natural History 114 (4). 48–49. Hadrosaurs 2002–2007. Giannotti Studios. http://giannottistudios.com/14. hadro.html (skoðað 03.09.08) Varricchio, D.J. 2005. Bringing up baby. Natural History 114/4. 30–32 + 67.15. Pough, F.H., Janis, C.M. & Heiser, J.B. 1996. Vertebrate life. Pearson 16. Prentice Hall, New Jersey. 684 bls. Chatterjee, S. & Templin, R.J. 2005. How did dinosaurs begin to fly? From 17. the trees down. Natural History 114 (4). 54–55. Chiappe, L.M. 2005. How did dinosaurs begin to fly? From the ground up. 18. Natural History 114 (4). 54–55. Carrano, M.T. & O’Connor, P.M. 2005. Bird’s-eye View. Natural History 19. 114 (4). 42–47. Prum, R.O. & Brush, A.H. 2003. Which came first, the feather or the bird? 20. Scientific American 288 (3). 60–69. Australian Museum 2007. http://www.amonline.net.au/chinese_dino-21. saurs/feathered_dinosaurs/photo_gallery.htm. Teikn. James Reece. (skoðað 03.09.08) Um höfundinn Örnólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í líf- fræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1958. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1960–1967, Menntaskólann við Hamrahlíð 1967–1980 og rektor þess skóla 1980–1995. Samhliða kennslustörfum hefur Örnólfur samið kennslubækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúru- fræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið rit- stjóri Náttúrufræðingsins. Póst- og netfang höfundar/Author’s address Örnólfur Thorlacius Hringbraut 50 107 Reykjavík oth@internet.is garði þeirra Crichtons og Spielbergs. Bambaeðlan (Bambiraptor), sem líka er nafngreind á töflunni á 4. mynd, var nauðalík snareðlu og af sumum talin til sömu tegundar. Frægastur eiginlegra fornfugla frá Kína er sjálfsagt konfúsíusarfuglinn, „hinn heilagi fugl Konfúsíusar“ (Confuciusornis sanctus, efst á 4. mynd og 28. mynd), sem lifði snemma í krítartímabili, fyrir um 140–120 milljón árum. Þetta er elsti þekkti fuglinn með tannlausan fuglsgogg, aðeins minni en öglir og með stél en ekki skriðdýrshala. Af honum hafa fundist fleiri en hundrað heilleg eintök og tvö af minni tegund, náskyldri, C. dui. Confuciusornis er sennilega líka elsti fuglinn sem fundist hefur, þar sem áberandi útlitsmunur er á kynjunum. Karlarnir voru með tvær heillangar stélfjaðrir, líkt og á paradísarfuglum, en kerlur þeirra með venjulegt stél. Öglirinn virðist hafa verið á hliðargrein á þróunartrénu. Af honum munu engir núlifandi fuglar komnir. Það vekur líka athygli hversu gamall hann er, miðað við hina nýfundnu kínversku fiðruðu frændur hans. Solnhofenleirsteinninn, þar sem öglirinn fannst, hefur greinst nærri 150 milljón ára, frá lokaskeiði júratímabils, en Yixianlögin, með kínverskum dínósárum og fleiri merkisskepnum, eru um tíu til tuttugu milljón árum yngri, frá því snemma á krítartímabili. þar má þó sjá dínósára með mun einfaldari og frumstæðari fjaðrir en áður voru komnar fram á öglinum. Þróun fugla af dínósárum hefur tekið langan tíma og farið fram víða um heim, einkum eftir að dýrin urðu fleyg og gátu lagt undir sig ný lönd. Líkja má jarðlögunum í Solnhofen og Yixian við tvo glugga er varpa ljósi inn í myrkt völundarhús, sem annars er okkur að mestu hulið. 28. mynd. „Hinn heilagi fugl Konfúsíusar“, Confuciusornis sanctus, er elsti forn- fuglinn sem fundist hefur með tannlausan gogg. Hann er samt ekki talinn forfaðir nútímafugla, því yngri tenntir fuglar hafa fundist meðal þeirra.21

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.