Börn og menning - 2018, Qupperneq 7
7Saman í blíðu og stríðu
Í Ljóðpundara er að minnsta kosti ort um „absúrt
slátur“:
Við áttum absúrt slátur
oní stórri tunnu,
þaðan heyrðist hlátur
hljóma frá unnu
kjötvörunum kunnu.
Sígildar sögur og svelt bókasöfn
Ég hef líklega lesið svipaðar bækur og þið þegar ég var
að alast upp og margar þeirra voru hreinlega súrreal-
ískar, að minnsta kosti í íslensku samhengi, enda
margar þýddar og af mismikilli snilld. Hvað lásuð þið
helst þegar þið voruð krakkar?
„Ég las alveg helling sem barn, eiginlega bara hvað sem
var,“ svarar Sigrún. „Bókasafnið var ekki langt undan og
var maður tíður gestur þar og alltaf fengum við bækur í
jólagjöf. Ég var mjög hrifin af Óla Alexander fíli bomm
bomm bomm og bókum Enidar Blyton, Ævintýrabók-
unum, Fimm-bókunum og Dularfullu bókunum. Ég
las líka úr hillum systkina minna og ekki má gleyma
Andrésblöðunum sem ég las á dönsku frá átta ára aldri
og höfðu mikil áhrif á mig. Vandamálabækurnar voru
svo í tísku þegar börnin mín voru lítil og þær hafa mér
aldrei þótt skemmtilegar. Ég var alltaf alveg viss um að
svoleiðis bækur myndi ég aldrei gera,“ segir hún og hef-
ur svo sannarlega staðið við það.
„Ég las auðvitað á sínum tíma mikið af Tom Swift og
Bob Moran, en svo voru líka klassíkerar eins og Mark
Twain,“ segir Þórarinn um lestrarvenjur æskunnar.
„Iðunn gaf út bókaflokk með klassík sem ég las mik-
ið, Skytturnar þrjár og fleira. Kannski hafa þær útgáfur
sumar verið nokkuð styttar, en það kom ekki að sök.
Árni í Hraunkoti kom sterkur inn á tímabili og svo auð-
vitað Sígildar sögur, myndasögurnar með öllu því helsta,
Macbeth, Moby Dick, Hamlet o.s.frv.“
„Það er alveg ótrúlega mikilvægt að börn lesi bækur
sem skrifaðar eru á íslensku þótt þýddar, góðar bækur
séu auðvitað líka mjög mikilvægar. Fjölbreytnin skiptir
„Ég las alveg helling sem
barn, eiginlega bara hvað
sem var,“ svarar Sigrún.
„Bókasafnið var ekki langt
undan og var maður tíður
gestur þar og alltaf fengum
við bækur í jólagjöf.“
Úr Ljóðpundara.