Börn og menning - 2018, Side 11
11Saman í blíðu og stríðu
Þórarinn er fæddur 22. ágúst 1949 í Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR árið 1969 og lagði síðan
stund á nám í bókmenntum, heimspeki og íslensku við
Háskólann í Lundi og Háskóla Íslands. Hann lauk fil.
cand.-prófi í Lundi 1975, flutti þá til Stokkhólms en
síðan til Reykjavíkur árið 1980.
Þórarinn hefur starfað sem rithöfundur og þýðandi
frá árinu 1974, þegar fyrsta ljóðabók hans, Kvæði, kom
út. Hann hefur fengist við flestar tegundir skáldskapar
og hefur sent frá sér ljóðabækur fyrir fullorðna og börn,
smásagnasöfn, skáldsögur, söguleg og ævisöguleg verk,
auk ljóðskreytinga fyrir ýmsa myndlistarmenn, m.a.
Tryggva Ólafsson og Eddu Heiðrúnu Backman. Þórar-
inn flutti Margréti Danadrottningu frumsamda drápu,
Margrétarlof, í Amalienborg þegar 40 Íslendingasögur
og 49 þættir komu út í danskri þýðingu en hann hefur
einnig þýtt skáldskap af ýmsu tagi og átt aðild að mörg-
um sviðsverkum, m.a. leikritum og söngleikjum eftir
Strindberg, Ibsen, Astrid Lindgren, Brecht, Dario Fo,
Shakespeare o.fl. Þórarinn var valinn borgarlistamaður
Reykjavíkur árið 2008.
Þórarinn hefur fengið fjölmargar viðurkenningar og
verðlaun fyrir ritstörf sín, m.a. viðurkenningu Sænsku
akademíunnar fyrir kynningu á sænskri menningu er-
lendis, Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana,
ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar, Vorvinda-
viðurkenningu Íslandsdeildar IBBY, Barnabókaverð-
laun Fræðsluráðs Reykjavíkur, Verðlaun Jónasar Hall-
grímssonar, viðurkenningu úr Minningarsjóði Lárusar
Ottesen og Sögustein – barnabókaverðlaun IBBY á
Íslandi. Þórarinn hefur auk þess verið tilnefndur til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna, írsku IMPAC-verð-
launanna, Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og
Aristeion, evrópsku bókmenntaverðlaunanna. Þýðing
hans á Lé konungi eftir William Shakespeare var enn
fremur tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna.
Helstu frumsamin verk Þórarins (að undanskildum
barnaljóðabókum þeirra Sigrúnar):
Kvæði (1974; 4. pr. 1979), Disneyrímur (1978; 2. pr.
1980), Erindi (1979), Ofsögum sagt (1981), Kyrr kjör
(1983), Ydd (1984; 2. útg. 1999), Margsaga (1985),
Skuggabox (1988), Hin háfleyga moldvarpa (1991),
Ort (1991), Ó fyrir framan (1992), Ég man (1994),
Völuspá (endursögn; 1994), Brotahöfuð (1996), Sérðu
það sem ég sé (1998), Eins og vax (2002), Snorra saga
(Námsgagnastofnun 2003; endurútgefin 2008), Barón-
inn (2004), Völuspá (handa börnum og fullorðnum;
2005), Hættir og mörk (2005), Fjöllin verða að duga
(2007), Alltaf sama sagan (2009), Vísnafýsn (2010),
Karnival dýranna (2010), Hávamál (handa börnum
og fullorðnum; 2011), Hér liggur skáld (2012), Tautar
og raular (2014), Þættir af séra Þórarinum og fleirum
(2016), Vammfirring (2018)
Ritsöfn og sýnisbækur:
Stórbók ÞE (1988; endurútgáfa aukin 1993), Sögur og
kvæði (1992), Gullregn (1996), Sagnabelgur (1999),
Síðasta rannsóknaræfingin og fleiri sögur (2001),
Kvæðasafn (2008)
Með Brian Pilkington:
Jólasveinaheimilið (1982), Á dýrabaki (ljóðskreyting;
2006).
Ljóðskreytt fyrir Tryggva Ólafsson:
Litarím (1992).
Ljóðskreytt fyrir Eddu Heiðrúnu Backman:
Vaknaðu Sölvi (2012), Ása og Erla (2012).
Leikrit:
Ó muna tíð (Nemendaleikhúsið 1986), Völuspá
(Möguleikhúsið 2000), Hávamál (Möguleikhúsið
2014).
Þórarinn Eldjárn