Börn og menning - 2018, Side 12
Eftirminnilegir ævintýrapiltar
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Mark Twain (1835-1910) er af
mörgum talinn einn helsti rit-
snillingur Bandaríkjanna. Oft
er hann nefndur rithöfundur
og háðfugl í sömu andrá vegna
þess að hann lagði áherslu á
skemmtanagildi frásagna sinna
og hafði óhemju ríka kímni-
gáfu.
Fjölhæfur höfundur
Mark Twain átti sér margar hliðar. Hann byrjaði ungur
að vinna fyrir sér sem prentari, varð svo stýrimaður á
fljótabáti, gekk í herinn, stundaði námugröft um tíma,
gerðist blaðamaður og skrifaði nýstárlegar og vinsælar
ferðalýsingar. Hann var gríðarlega vinsæll fyrirlesari,
enda gæddur einstakri frásagnargáfu og síðast en ekki
síst skrifaði hann fjölda bóka af ýmsu tagi. Að auki var
hann frumkvöðull á ýmsum sviðum er varða ritlist og
bókaútgáfu, t.d. er talið að hann hafi fyrstur rithöfunda
fest kaup á ritvél til að nota við skriftirnar. Verk hans
seldust í stóru upplagi og voru þýdd og gefin út um
heim allan. Í mínum huga er hann fyrst og fremst höf-
undur ævintýrasagnanna um félagana Tuma Sawyer og
Stikilsberja-Finn sem ég las í æsku og hafa fylgt mér
allar götur síðan.
Fyrst var það Sagan af Tuma litla (e. The Adventures
of Tom Sawyer – 1876), sem ég las um miðjan sjö-
unda áratug liðinnar aldar, og síðan Stikilberja-Finnur
(e. Adventures of Huckleberry
Finn – 1884). Þessar ágætu
bækur komu út á íslensku
1944 og 1945 og voru þá
sannarlega löngu orðnar sígild
verk. Í þeim er lýst bandarísku
samfélagi á fyrri hluta nítjándu
aldar, en þær voru samt bæði
fróðlegar og hörkuspennandi
fyrir ungan lesanda á Íslandi á
sjötta áratug tuttugustu aldar.
„Tumi!“
Ekkert svar.
„Tumi!“
Ekkert svar.
Þannig hefst Sagan af Tuma litla, en höfundurinn hafði
reyndar gert tilraun til að nota efni hennar í leikrit og
upphafið ber þess merki. Söguhetjan Tumi býr ásamt
Sid bróður sínum hjá Pollý frænku. Tumi er uppátækja-
samur og ráðsnjall. Þegar hann kemst í kynni við Finn,
sem kemur úr allt öðru umhverfi, færist heldur betur
fjör í leikinn. Þeir félagar ákveða að fara á flakk vegna
þess að þeim leiðist í skólanum og komast þá á slóð
ræningja, verða vitni að grafarráni í kirkjugarði og líka
morði, sem þeir þora ekki að segja frá af ótta við að
glæpamaðurinn Indíána-Jói muni hreinlega drepa þá.
Og svo komast þeir á snoðir um fjársjóð, sem þeir ein-
Tumi er uppátækjasamur
og ráðsnjall. Þegar hann
kemst í kynni við Finn,
sem kemur úr allt öðru
umhverfi, færist heldur
betur fjör í leikinn.