Börn og menning - 2018, Síða 14
Börn og menning14
Þetta las maður rétt um fermingaraldur og fannst
ekkert athugavert við það, enda þótt söguhetjurnar
væru á svipuðum aldri og maður sjálfur. Strákarnir
höguðu sér oft og tíðum eins og fullorðnir menn og
einmitt það setur sterkan svip á sögurnar. Ekki er gerður
stór greinarmunur á söguhetjunum ungu og þeim sem
eldri eru. Þess ber að geta að Mark Twain hélt því statt
og stöðugt fram að bækurnar hefðu hreint ekki verið
ætlaðar börnum. Upphaflega hafði hann hugsað sér að
skrifa eins konar þroskasögu og fylgja Tuma eftir fram
á fullorðinsár, en eftir miklar vangaveltur og tilraunir
hvarf hann frá þeirri hugmynd og í bréfi sem hann lét
fylgja með handriti til útgefandans komst hann svo að
orði: „Hún er alls ekki drengjabók. Það verða aðeins
fullorðnir sem lesa hana. Hún er aðeins skrifuð fyrir
fullorðna.“
Hann átti reyndar í mesta basli með að skrifa fram-
haldið af Sögunni um Tuma litla, sem hafði slegið ræki-
lega í gegn. Og þótt höfundurinn efaðist um að efnið
væri við hæfi ungra lesenda, þá kom fljótt á daginn að
strákar og stelpur og karlar og konur kunnu að meta
ævintýrin og áttu auðvelt með að lifa sig inn í þann
heim sem Mark Twain þekkti svo vel og lýsti á einstak-
an hátt. Í bókarlok fannst honum hann samt verða að
útskýra stuttlega hvað fyrir honum vakti:
„Nú er sögu þessari lokið. Sökum þess að eg ætl-
aði mér einungis að segja sögu af ungum dreng, er
eg neyddur til að láta hér staðar numið. Eg gæti ekki
haldið henni áfram öllu lengra án þess að hún yrði saga
af fullorðnum manni. En þegar sögur eru skráðar um
fulltíða folk, veit höfundurinn upp á hár hvar nema skal
staðar, nefnilega á hjónabandinu. En þegar sagan er af
börnum þá er allt öðru máli að gegna og þá verður hver
og einn að hætta er honum þykir bezt henta.
Flest börnin er hér koma við sögu lifa ennþá og líð-
ur ágætlega. Það gæti kanske launað fyrirhöfnina að
taka einhverntíma seinna upp söguþráðinn, og skýra
frá uppvexti barnanna, unz þau voru orðin að nýtum
mönnum í þjóðfélaginu. Því er skynsamlegast að láta
hér staðar numið og segja ekki frekar af æfi þeirra í þetta
sinn.“ (Úr fyrstu þýðingunni á íslensku sem birtist í
Nýjum kvöldvökum á árunum 1914-15).
Eitthvað fyrir alla
Sögurnar af Tuma og Finni höfða svo sannarlega
Æskuheimili höfundarins er nú safn.
Þess ber að geta að
Mark Twain hélt því
statt og stöðugt fram að
bækurnar hefðu hreint
ekki verið ætlaðar
börnum.