Börn og menning - 2018, Qupperneq 15
15Eftirminnilegir ævintýrapiltar
bæði til stálpaðra barna og
fullorðinna. Þær eru full-
ar af húmor og galsa með
grafalvarlegum undirtóni
sem lýtur m.a. að samfélags-
gerð og kynþáttamismunun.
Textinn er bragðmikill og
hvergi slegið af. Í Stikils-
berja-Finni segir Finnur frá í
fyrstu persónu. Eftir að hann
stofnar ræningjafélag með fé-
lögum sínum Tuma og Jóa, gerist það að faðir Finns
nemur hann á brott og hefur hann nauðugan í haldi.
Lýsingar á illri meðferð föður á syni eru allsvakalegar,
en svo sleppur Finnur undan ofbeldismanninum föður
sínum og lendir í slagtogi við þræl sem er á flótta. Þar
er komin ein af eftirminnilegum persónum bókarinnar,
Jim eða Jimmi, svertingi sem flýr úr ánauð og verður
vinur og bjargvættur Finns.
Það reyndist þýðandanum Kristmundi Bjarnasyni
örugglega erfitt á sínum tíma að reyna að koma til skila
málfarinu sem Mark Twain notaði. Strokuþrællinn
svarti hefur talsvert annað tungutak en aðrir í bókinni
til að undirstrika stéttamun. Stundum var það hálf an-
kannalegt á íslensku, því aðeins er um að ræða rangar
fallbeygingar og einföldun á setningamyndun. Samt
virkaði það að einhverju eða öllu leyti. Í seinni þýð-
ingu er ekki gerð tilraun til að koma þessum mun á
málfari til skila og ekki laust við að maður sakni þess.
Jimmi verður meira eintóna fyrir vikið, en ekki minnist
ég þess að viðhorf mitt til hans við fyrstu kynni mín af
sögunni hafi markast svo mjög af því hvernig hann tjáði
sig. Hann var söguhetja þrátt fyrir það og félagi Finns.
Stikilsberja-Finnur varð strax á ofanverðri 19. öld
deiluefni, því mörgum þótti
frásögnin ansi óhefluð og
tæpast fyrirmyndarefni fyr-
ir unga lesendur. Kannski
engin furða, því Finnur
laug og bölvaði, stal og vildi
ekki taka þátt í hefðbundnu
daglegu lífi. En hann átti
líka í innri baráttu lungann
úr sögunni og tók þá mik-
ilvægu ákvörðun að svíkja
ekki strokuþrælinn Jimma. Og þar sem sagan gerist
fyrir þrælastríðið var það auðvitað bæði óvenjulegt og
áhrifaríkt vinarbragð. Mark Twain lét gamminn geisa
og þurfti oft að svara fyrir það síðar á ævinni hversu
glannalegt orðfærið í bókunum væri, ekki síst þar sem
um barnabækur (drengjasögur í þá daga) var að ræða.
Eins og áður er sagt, þrætti hann fyrir það og hélt því
statt og stöðugt fram að sögurnar hefðu aldrei verið
hugsaðar fyrir aðra lesendur en fullorðna. Það er auðvit-
að álitamál og verðugt rannsóknarefni hvort og hvernig
þessar sögur kallast á við nútímabókmenntir fyrir börn
og fullorðna.
Mark Twain skrifaði tvær sögur til viðbótar um þá
félaga og voru þær gefnar út á íslensku í kjölfar fyrri
sagnanna, en allmörg ár liðu á milli bóka og þær komu
ekki í sömu röð og á frummálinu. Eflaust missti fyrsta
kynslóð lesenda hérlendis af þeim, en sú næsta ætti að
hafa náð þeim. Að minnsta kosti gerði undirritaður það.
Tumi gerist leynilögregla kom út 1951 (e. Tom Sawyer,
detective – 1896) og Tumi á ferð og flugi 1957 (e. Tom
Sawyer Abroad – 1894). Í þeim bókum er Finnur áfram
sögumaður, en sögusviðið er fjarri heimahögum þeirra
félaga, m.a. í Afríku og Evrópu og frásögnin er meira í
Stikilsberja-Finnur varð
strax á ofanverðri 19. öld
deiluefni, því mörgum þótti
frásögnin ansi óhefluð og
tæpast fyrirmyndarefni fyrir
unga lesendur.