Börn og menning - 2018, Side 22

Börn og menning - 2018, Side 22
Lesendurnir sem munu bjarga heiminum Siri Pettersen Ég elska fantasíur. Hef alltaf elskað þær. Ég er stoltur lesandi fantasía og stoltur höfundur þeirra. Þess vegna brá mér heldur betur í brún þegar ég uppgötvaði að það eru ekki allir sammála mér. Ég var orðin fullorðin áður en ég áttaði mig á að til eru tvenns konar einstaklingar: Þeir sem kunna að meta fantasíur og þeir sem eru dánir inni í sér. Í alvöru talað, það er til fólk sem hatar fantasíur. Þetta hef ég eft- ir áreiðanlegum heimildum. Bóksalar hafa sagt mér frá foreldrum sem koma í bókabúð til að kaupa bók handa unglingnum sínum og segja: „Hún á að lesa eitthvað almennilegt. Ekki svona fantasíu.“ (Í alvöru!) Fantasía er sem sagt ekki almennileg lesning? Hún er óraunsær veruleikaflótti. Forheimskandi, fyrirsjáanleg, yfirdrifin og unglingaleg og í svoleiðis eiga börnin þeirra ekki að sóa tíma sínum. Svona yfirlýsingar eru svo gamaldags að þær gætu allt eins verið á latínu. Að gagnrýna fantasíur fyrir að vera óraunsæjar er eins og að gagnrýna Himalajafjöllin fyrir að vera brött. Þetta segir sig sjálft, er alveg satt og óþarfi að benda á það, en sýnir að fólk skilur hvorki tilganginn með fantasíum né af hverju þessi bókmenntagrein vex eins og súrdeig á sterum. En kæri lesandi, þú verður að fyrirgefa þeim, af því að þegar þau uxu úr grasi var heimurinn hægur, öruggur og óbreytanlegur. Eymdin var fjarri. Kvikmyndirnar sem þau horfðu á voru glansandi og yfirborðskenndar. Meira að segja þær kvikmyndir sem áttu að vera ofbeldisfullar teljast sætar á nútímamælikvarða. Í dag dembast yfir okkur kolsvartar leikgerðir. Blóðug alvara. Munurinn er mik- ill og greinilegt kynslóðabil í frá- sagnarstílnum. Ungt fólk í dag fær hráa mynd af veruleikanum. Oft er hann harðneskju- legur, myrkur, spilltur og mengaður. Heimur sem þarf að bjarga. Og þau elska það! Þetta ætti ekki að valda okkur neinum áhyggjum. Og af hverju ekki? Jú, af því að þær áskoranir sem mæta ungu fólki í dag eru stærri en nokkru sinni áður: Sýklalyfjaónæmi, eftirlit, hlýnun jarðar, vatnsskortur – það er af nógu að taka. Áskoranirnar eru svo gríðarlegar að minni kynslóð hefur ekki tekist að ná tökum á þeim. Hver á að hreinsa upp sóðaskapinn? Þeir sem hugsa smátt? Nei. Við þurf- um á fólki að halda sem er vant stórum vandamálum. Fantasíur eru stórar. Þær eru epískar. Og oft snúast þær um að bjarga heiminum. En vitið þið hvað? Skyndilega er þetta viðfangsefni ekkert svo óraunverulegt. Sögur hafa kennt okkur að lifa af. Þess vegna elsk- um við þær. Þess vegna höfum við skipst á sögum allt frá því við sátum rymjandi í kringum varðeldinn. Við höfum þróast en það hafa sögurnar líka gert. Þær hafa breyst með okkur. Ég held að sumar sögur verði vin- sælar vegna sameiginlegs skilnings sem við erum ekki Í alvöru talað, það er til fólk sem hatar fantasíur. Þetta hef ég eftir áreiðanlegum heimildum.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.