Börn og menning - 2018, Síða 35
35Gagnsemi lyginnar
riði þar sem Gosi er beinlínis hvattur til að ljúga svo
nefið lengist sem mest og nýtist til að bjarga Ósk úr
turninum. Fólk gæti því haldið að boðskapurinn skolist
eitthvað til en ég leyfi mér að stórefast um að klárir
krakkar sem horfa á sýninguna þekki ekki muninn á
beinni lygi og augljósum ósannindum í göfugum til-
gangi. Mér finnst a.m.k. hressandi þegar krökkum er
leyft að velta aðeins flóknari spurningum en „er rangt að
ljúga?“ fyrir sér. Eins og til dæmis undir hvaða kringum-
stæðum væri lygi réttlætanleg og hefði ekki verið rangt
af Gosa að beita ekki sínum „galla“ í þágu hins góða til
að bjarga systur sinni? Heimspekilegar vangaveltur sem
hefðu gert Nietzsche stoltan. Í hvert skipti sem Gosi
lýgur og nefið lengist þarf hann að viðurkenna lygina og
fá knús til að allt gangi til baka. Hann gerir það fúslega
og þá erfir enginn lygina við hann. Það eru skilaboð
sem ég þori að veðja að krökkum finnist gott að heyra
og að þau séu mun gagnlegri í hinu daglega lífi heldur
en svarthvít boð og bönn við lygum.
Önnur mikilvæg skilaboð koma í lokin þegar Gosi
afþakkar að láta breyta sér í alvöru strák því hann lærði
að vera ánægður eins og hann er. Afskaplega sterk af-
staða sem hefði jafnvel mátt gera meira úr. Foreldrarnir
fallast heldur ekki í faðma í lokin því Edda er komin
með nýjan mann og þannig er lífið.
Rós í hnappagatið
Sýningin sem við sáum var ein af þeim síðustu sem
leikhópurinn sýndi um sumarið 2018 og fór fram í
Hlégarði í Mosfellsbæ. Það svæði er einstaklega hent-
ugt fyrir útileikhús, trjágróður fyrir aftan leikmyndina
sem fær hlutverk sem nokkurs konar leiktjöld og brekka
fyrir framan sem veitir þeim sem sitja aftast betri sýn.
Veðrið var með besta móti og kosturinn við útileikhús
er að sýningin byrjar ekki fyrr en allir eru komnir. Þau
allra minnstu þurftu að standa upp annað slagið og
hlaupa í hringi og þá var það bara allt í lagi. Þar sem
sýningin var, eins og áður sagði, með þeim síðustu var
leikhópurinn orðinn mjög þjálfaður í öllum skipting-
um og allt virkaði þétt og rann smurt. Sérstaklega þótti
undirritaðri mikið til nefaskiptinganna koma því það
þurfti jú að láta nefið á Gosa stækka og minnka og var
Stefán Benedikt orðinn mjög flinkur að skipta mismun-
andi stærðum út án þess að áhorfendur yrðu þess varir.
Ég reyndi að fylgjast með en fimin var slík að það var
ekki nokkur leið að sjá hvenær eitt nef tók við af öðru.
Leikstjórinn, Anna Bergljót, á þarna líka hrós skilið fyr-
ir sniðugar lausnir sem og Elín Sigríður Gísladóttir og
Móeiður Helgadóttir fyrir hinar ýmsu útfærslur á gosa-
nefjum. Sjálft gervi Gosa var hannað af Andreu Ösp
Karlsdóttur og Kristínu R. Berman. Þá er ótalin frábær
og hagkvæm leikmynd Sigsteins Sigurbergssonar.
Niðurstaðan er sú að enn eitt sumarið í röð bætti
Lotta rós í hnappagat sitt og geta allir aðstandendur
verið stoltir af. Til stendur að frumsýna nýja uppfærslu
af Rauðhettu í Tjarnarbíói 6. janúar 2019 en sú sýning
var fyrst sýnd sem útisýning árið 2009. Leikhópurinn
mun svo ferðast með sýninguna á milli leikhúsa á lands-
byggðinni.
Ósk er frelsinu fegin en Gosi þarf að losna við
stærðarinnar nef. Ljósmynd: Ásta Gísladóttir.
Leiksýningar Lottu:
Galdrakarlinn í Oz (2008)
Rauðhetta (2009)
Hans klaufi (2010)
Mjallhvít (2011)
Stígvélaði kötturinn (2012)
Gilitrutt (2013)
Hrói höttur (2014)
Litla gula hænan (2015)
Litaland (2016)
Ljóti andarunginn (2017)
Galdrakarlinn í Oz, sýnt í
Tjarnarbíói (2018)
Gosi (2018)
Höfundur er bókmenntafræðingur.