Börn og menning - 2018, Qupperneq 37

Börn og menning - 2018, Qupperneq 37
37„Okkar Astrid Lindgren og Tove Jansson“ Bókaráð Hagaskóla sem kom fram á sjónarsviðið í byrj- un árs með eftirminnilegu málþingi sínu, Barnið vex en bókin ekki; verkefnið Lestrarvinir sem snýr að því að leiða saman sjálfboðaliða og börn sem þurfa á aðstoð að halda við lestur; Sævar Helgi Bragason fyrir að miðla og skrifa og hvetja fróðleiksfúsa þannig til lestrar; og Ævar Þór Benediktsson fyrir lestrarátak Ævars vísindamanns sem hefur fengið börnin til að lesa samanlagt 230 þús- und bækur! Nesti og nýjum skóm dreift í þriðja sinn Ákveðið var að dreifa í þriðja sinn bókinni Nesti og nýir skór til allra barna í fyrsta bekk á landinu nú á haustmánuðum. Bókin er úrvalsrit íslenskra barna- bókmennta og er hugsuð sem veganesti til barnanna þegar þau hefja skólagöngu. Í ár aðstoðuðu Lionsmenn okkur við dreifinguna líkt og árin á undan með því að félagsmenn alls staðar af landinu tóku að sér að keyra með bókakassa í sína heimasveit eftir landsfund þeirra í Reykjavík. Við dreifingu bókarinnar hefur IBBY ver- ið í sambandi við nær alla skóla á landinu og fjölmörg bókasöfn. Það hefur verið einstaklega ánægjulegt og gott að finna þakklætið sem IBBY hefur fengið fyrir verkefnið. Það skiptir okkur miklu máli að geta stuðlað að verkefni líkt og þessu sem börn um allt land njóta Verðlaunahátíðin Sögur var stórglæsileg. Ljósmynd: KrakkaRÚV. Guðrún og Guðni á góðri stund. Ljósmynd: KrakkaRÚV.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.