Börn og menning - 2018, Side 38

Börn og menning - 2018, Side 38
Börn og menning38 góðs af. Með samstarfi okkar í verkefninu Sögur, sem er einnig unnið á landsvísu, vonumst við til þess að geta áfram styrkt þessi dýrmætu bönd við landsbyggðina. Úti í mýri Barnabókmenntahátíðin Mýrin var haldin dagana 11.-14. október. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin og er IBBY samstarfsaðili hennar. Á hátíðina koma framúrskarandi innlendir og erlendir barnabóka- höfundar og -teiknarar og er hún mikil lyftistöng fyrir barnabókmenntir á Íslandi.   Lestrarvinir Nýjasta samstarfsverkefni IBBY er verkefnið Lestrarvin- ir. Lestrarvinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja börn með lítinn lesskilning vikulega á 20 vikna tímabili, lesa fyrir barnið og spjalla við það í þeim tilgangi að kveikja lestraráhuga og efla íslenskukunnáttu. IBBY styður við verkefnið með prentun á verkefnabókum og framleiðslu á öðru efni sem fylgir verkefninu. Það var Marloes Robijn, sem er annar verkefnastjóra Mýrarinnar í ár, sem kom með verkefnið frá heimalandi sínu, Hollandi, en þar gengur það undir nafninu VoorlessExpress. Verk- efnið byrjaði árið 2006 í Hollandi og er þar núna á 40 mismunandi stöðum og hefur tengt 15.000 sjálfboða- liða við 30.000 börn. Á Íslandi hófst verkefnið í fyrra í Reykjavík á vegum Borgarbókasafns og Miðju máls og læsis. Í vetur byrjaði Amtsbókasafnið á Akureyri einnig með Lestrarvini og IBBY kom formlega inn í samstarf- ið. Vonumst við til að verkefnið nái flugi um allt land líkt og í Hollandi. IBBY er sérstaklega stolt af þessu nýja samstarfsverkefni þar sem það stuðlar beint að megin- markmiðum IBBY, að miðla skilningi milli þjóða heims með barnabókmenntum og að gefa börnum tækifæri til að njóta góðra bóka. Börnin sem taka þátt í verkefninu eru flest af erlendum uppruna eða koma frá heimilum þar sem lítið sem ekkert er lesið. Sjálfboðaliðinn, barnið og fjölskylda þess læra að skilja ólíka menningarheima í gegnum lestrarstundina og börn sem annars fengju ekki tækifæri til að kynnast gildi góðra lestrarstunda á heim- ilinu fá tækifæri til þess í gegnum verkefnið. Hugleiðing að lokum Barnabækur eru alls staðar í kringum okkur eins og svo margir aðrir hlutir. Við sjáum þær í búðum innan um Legókassa og leggingsbuxur og í barnaherbergjum hjá Batman-búningnum og brúðum. Þær geta svo auð- veldlega orðið hversdagslegar í huga okkar. Barnabækur eru þó langt frá því að vera hversdagslegar því þær eru undraverðar! Þær gefa börnunum nýjar sögur, heima, tilfinningar og upplifanir sem gera líf þeirra stærra en hversdagsleikann. Þær gefa börnunum tungumál og orðaforða til að hugsa og tjá sig stærra og meira en þau mundu ella gera. Barnabækur auka skilning, byggja brýr á milli okkar og búa til betra samfélag. Höfum þetta í huga núna þegar við veljum það sem ratar í jóla- pakkana til barnanna í ár. Lestrarvinir. Ljósmynd: Esther Ýr Þorvaldsdóttir.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.