Bændablaðið - 25.03.2021, Qupperneq 6

Bændablaðið - 25.03.2021, Qupperneq 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 20216 Á nýafloknu Búnaðarþingi, þar sem nýtt félagskerfi Bændasamtakanna var meginstefið, voru lagðar fram tillögur um sameiningu búgreina undir Bændasamtök Íslands. Miklar og málefnalegar umræður urðu um tillögurnar og í stuttu máli sagt voru þær samþykktar af öllum fulltrúum á þinginu án mótatkvæða. Ég vil þakka þeim sem komu að þessari vinnu með einum eða öðrum hætti svo sem stjórnum búgreinafélaganna og stjórnum búnaðarsambanda sem voru með gagnrýnar athugasemdir á fyrri stigum og vegna þeirrar vinnu tókst svo vel til í afgreiðslu málsins á þinginu sjálfu. Ekki síst vil ég óska bændum til hamingju með að hafa náð þessum áfanga eftir margra ára umræður meðal bænda um að einfalda félagskerfið. Nú er verk að vinna að móta framtíðarstarfið á grunni samþykkta sem verða staðfestar á aukabúnaðarþingi þann 10. júní næstkomandi, þar sem áætlað er að nýtt fyrirkomulag taki gildi þann 1. júlí 2021. Mjög mikil vinna hefur farið í þessar breytingar af hálfu stjórnar og starfsmanna, eins og ég hef komið inn á í skrifum mínum á þessum vettvangi. En þessu er ekki lokið, nú hefjumst við handa með að skilgreina skipuritið á skrifstofunni og starfslýsingar þar sem verkefnum verður deilt niður á einstaka starfsmenn, hver er tengiliður hverrar deildar og svo framvegis. Enn og aftur, þessi breyting verður vonandi landbúnaði til heilla og að bændur komi fram sem einn hópur. Þakkir til starfsfólks og gesta Við setningu Búnaðarþings þurfti mikið skipulag og ekki síður á þinginu sjálfu. Á grundvelli sóttvarna urðum við að skipta salnum í tvö hólf og svo varð að takmarka gestafjölda á setninguna. Nefndarstörf urðu að fara fram á grundvelli hólfaskiptinga. Starfsmenn þingsins unnu frábært starf í skipulagi og utanumhaldi á framkvæmd þingsins og fyrir það ber að þakka. Ekki má gleyma starfsmönnum Hótels Sögu sem gerðu okkur kleift að halda þetta svo sómi varð af. Við buðum einungis formönnum stjórnmálaflokkanna og svo auðvitað ræðumönnum dagsins, þeim Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Ég vil þakka þeim öllum fyrir góð orð á setningunni í garð íslensks landbúnaðar og ef allir hefðu þessa sýn sem fram kom í þeirra ræðum þá kvíði ég ekki framtíð íslensks landbúnaðar. Rannsóknir, afleysingaþjónusta, nýliðun og sýklalyfjaónæmi Óvenjufá mál lágu fyrir Búnaðarþingi að þessu sinni og helgast það sjálfsagt af því stóra máli sem breytingar á félagskerfi bænda fela í sér. Þó voru sex mál til viðbótar sem borin voru upp og samþykkt samhljóða af þingfulltrúum, sem hafa hvert og eitt mikla þýðingu í starfi bænda. Eitt þeirra snýr að rannsóknum á kolefnisspori í íslenskum landbúnaði þar sem Búnaðarþing beinir því til Alþingis að auka fjármagn á þessu sviði ásamt því að LbhÍ taki forystu í rannsóknum á þessu sviði. Einnig var lögð áhersla á að samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar verði styrkt með öflugra vísinda-, mennta- og rannsóknarstarfi í greininni. Þá var samþykkt að gerður verði samningur við Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga til að koma á afleysingaþjónustu fyrir bændur vegna veikinda og slysa. Mál um betri stuðning við nýliðun í landbúnaði var einnig samþykkt á þinginu ásamt því að kallað er eftir endurskoðun á tryggingamálum bænda, þar með talið á lögum um Bjargráðasjóð. Fulltrúar á Búnaðarþingi hvetja einnig stjórnvöld til að gæta hagsmuna landsmanna til að verjast sýklalyfjaónæmi eins og kostur er. Það er ljóst að verkefnin í íslenskum landbúnaði eru brýn og hvergi má slá slöku við. Mín bjargfasta trú er sú að við sameiningu búgreinafélaga og Bændasamtakanna stöndum við sterkari saman og förum bjartsýn með baráttuþreki Áfram veginn til framtíðar. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Náttúruöflin minna okkur á það þessa dagana hversu fallvalt gengi okkar mannanna getur verið á Íslandi. Þó eldgos í Geldingadal á Reykjanesi, sem hófst að kvöldi 19. mars, þyki frekar meinlaust, alla vega sem stendur, þá getur hæglega komið upp skaðlegra gos annars staðar á og við Reykjanesskagann. Mikil skjálftavirkni við Reykjanestá fyrir skömmu minnti á að sprengigos kom þar upp í sjó á miðöldum sem olli því að búsmali féll í Borgarfirði og fjöldi fólks er einnig talinn hafa látið lífið. Sprengigos á þeim stað í dag gæti einnig stöðvað allt millilandaflug um Keflavíkurflugvöll og jafnvel um Reykjavíkurflugvöll líka. Stærsti hlutinn af innfluttu grænmeti og ávöxtum kemur með flugvélum. Í öllu tali um fæðuöryggi þjóðarinnar er mikilvægt að menn hafi þetta í huga. Það hlýtur því að vera afar mikilvægt að haldið sé áfram að byggja upp íslenskan landbúnað með fæðuöryggi þjóðarinnar í huga, það er sannarlega þjóðaröryggismál. Það er samt alls ekki sama hvernig það er gert. Því skilvirkara og sjálfbærara sem slíkt framleiðslukerfi er, því betra fyrir alla þjóðina. Bændur eru örugglega tilbúnir í þann slag og sást það mjög vel í mikilli samstöðu þeirra á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Þeir hafa nú samþykkt að stokka upp sitt félagskerfi, einmitt til að ná fram meiri skilvirkni. Þetta mun örugglega smita út frá sér út í framleiðslugreinarnar sjálfar. Hjá svona lítilli þjóð eins og okkar, þá er auðvitað ekki hægt að byggja upp skilvirkar og hagkvæmar framleiðslueiningar nema með mikilli samstöðu og þá líka þvert á greinar. Kannski það stangist í einhverjum tilfellum á við samkeppnissjónarmið sem byggð eru á skilgreiningum sem teknar eru upp frá milljónaþjóðfélögum, en þá verður bara að hafa það. Þar verðum við að láta skynsemina ráða og sníða þarf regluverkið að okkar þörfum. Leikreglur samfélagsins eru nefnilega mannanna verk og ætlaðar til að þjóna almenningi, en ekki öfugt. Fólk á aldrei að vera þrælar regluverksins eins og vaxandi tilhneiging virðist vera til að innleiða hér á landi. Þó eldgos séu ekki daglegt brauð á Íslandi, þá þarf þjóðin alltaf að vera í stakk búin til að geta tekist á við náttúruöflin. Þar er við ýmislegt að glíma, skriður, snjóflóð og vatnsflóð af völdum veðurs auk jarðskjálfta og eldgosa. Frá því um 920 hafa eldgos á Reykjanesi og í sjó skammt undan landi valdið margvíslegu tjóni. Á árunum 1160–1180 gaus tvisvar í sjó undan Reykjanesi. Á árunum 1210–1211 myndaðist Eldey. Árið 1223 var gos undan Reykjanesi og sömu leiðis að talið er á árunum 1231, 1238, 1240, 1422, 1733 og 1783. Síðan virðist lítil eldvirkni hafa verið á þessum slóðum ef undan er skilið mögulegt gos á Eldeyjarboða 1830 og við Geirfuglasker 1879. Jarðskjálftahrina við Reykanestá á síðustu vikum sýnir að ekki er hægt að útiloka þar eldgos í sjó. Þó fólki finnist eldgosið krúttlegt sem nú er í gangi á Reykjanesi, þá mega menn aldrei gleyma því að gas sem streymir frá eldgosum er stórhættulegt. Koltvísýringur er eitt, en brennisteinsvetni, sem fólk þekkir sem bláa móðu, getur verið mun hættulegra. Það getur hæglega valdið alvarlegum lungnaskaða. Við skulum ekki gleyma afleiðingunum af Lakagígagosinu 1783–1784. Það breytti loftslagi um tíma á norðurhveli jarðar og þá fórst um fimmtungur íslensku þjóðarinnar, eða um 10.000 manns. Áætlað hefur verið að tugir eða hundruð þúsunda manna í Evrópu og allt suður til Afríku og austur til Asíu hafi látið lífið af völdum þess. – Berum virðingu fyrir náttúrunni og verum viðbúin til að takast á við óblíð náttúruöflin. /HKr. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Reykjanesskaginn hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu vegna jarðskjálftavirkni og eldgoss í Geldingadal. Þessi mynd er tekin úr Eldvörpum í átt að Svartsengi með fjallið Þorbjörn til hægri. Eldvarpahraun runnu í Reykjaneseldum á tímabilinu 1211–1240. Mynd / Hörður Kristjánsson Öfl náttúrunnar Miklar og málefnalegar umræður á Búnaðarþingi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.