Bændablaðið - 25.03.2021, Qupperneq 7

Bændablaðið - 25.03.2021, Qupperneq 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 2021 7 Mikið líf og fjör hefur verið í Mývatnssveit en þar stóð yfir Vetrarhátíð tvær fyrstu helgar marsmánaðar og var heilmikið um að vera. Það má segja að ferðaþjónustan í sveitinni hafi farið af stað með látum eftir vetrardvala. Á hátíðinni eru stundaðar bæði hefðbundnar sem og óhefðbundnar vetraríþróttir í einstakri náttúrufegurð Mývatnssveitar. Hátíðin nú sló heldur betur í gegn og fjöldi fólks sótti Mývetninga heim og átti þar góða daga, naut alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. Uppbókað var á gistiheimilum og allir við- burðir voru vel sóttir. Hestamótið Mývatn Open – hestar á ís fór fram í brakandi blíðviðri. Veiðifélag Mývatns bauð gestum upp á að prófa dorgveiði og mættu um 150 manns á þann viðburð, en dorgveiði er órjúfanleg- ur hluti af sögu og tilveru Mývetninga. Vart mátti á milli sjá hvort skemmtu sér betur börn eða fullorðnir úti á ísnum í glampandi sól með kakó – eða kaffibolla. Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands fór fram hjá Snow dogs í Vallholti í Þingeyjarsveit og var mikið fjör í tengsl- um við það, keppnin spennandi og alltaf vinsælt að fá að klappa hundunum aðeins. Pappakassinn sló í gegn Nýr dagskrárliður, Pappakassinn, var haldinn í fyrsta sinn nú í ár og sló rækilega í gegn. Gengur sú keppni út á að hanna og byggja sleða úr bylgjupappa, límbandi og lími og renna sér niður brekku á skíðasvæðinu við Kröflu. Keppt var í ýmsum flokkum, m.a. um flottasta sleðann og þann hraðasta sem og skemmtilegustu liðsstemninguna. Lögðu keppendur mikinn metnað í sleðana og varð úr hin besta skemmtun þannig að þessi liður Vetrarhátíðar verður örugglega fastur liður Vetrarhátíðar. Rúsínan í pylsuendanum var þegar fyrsta umferð í Íslandsmótinu í snjókrossi var haldin og sýndu keppendur virkilega góða takta á sleðum sínum. Gestir voru hvattir til að taka með sér gönguskó og skíði og njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða á sínum forsend- um og sjá mátti fólk á ferðinni á skíðum sínum að njóta náttúrunnar og upplagt eftir vel heppn- aða skíðaferð að skella sér í jóga og slaka síðan á í Jarðböðunum. /MÞÞ LÍF&STARF Þó að freistandi sé að halda áfram með vísur úr safni Braga Björnssonar frá Surtsstöðum, þá getur líka verið skynsamlegt, að klára ekki jólamatinn allan í einu. Góð er sú tilfinning, að geta gripið til vísna hans þegar lífga þarf upp á brageyrun. Samt er sérstaklega viðeigandi að birta eina vísu úr gullkistu Braga á Surtsstöðum: Eyddir snjó að óskum vildar okkur frá á veg. Þakkir Góa þú átt skildar -þú varst dásamleg. Ormur Ólafsson var ágætur hagyrðingur sinnar tíðar,( 1918-2012). Um sjálfan sig orti hann: Ekki normalt er að sjá áhrif hormónanna, því vill Ormur hafa hjá háttinn Mormónanna. Um árabil starfaði Ormur hjá vöru- flutningadeild Flugfélags Íslands. Meðal samstarfsmanna hans, og yfirmaður, var Ulrich Richter, ágætlega hagorður. Með þeim félögum voru stöðugar glettur og oftlega engu hlíft. Næstu tvær vísur orti Ulrich til Orms: Orms er vakin ástin heit, aldrei slík var reisa gerð. Hundarnir í hverri sveit héldu ‘ann væri í kennsluferð. Hvað Ormur gerði, enginn veit, úti í móum lá hann, hundana í hverri sveit hryllti við að sjá hann. Ormur orti svo um Ulrich: Ulrich Richter elliglöpin beygja, orðinn nokkuð sljór og þreytugjarn. Tápið dvínar, tilhneigingar deyja, tvisvar verður gamall maður barn. Ulrich svaraði að bragði: Oft er til baga ef aldurinn lífsfjörið heftir og áleitnar minningar draga menn stundum á tálar. En hitt er þó verra að eiga nær fimmtugur eftir að úttaka þroska sinn, bæði til líkama og sálar. Ormur var allt til enda síyrkjandi og ötull liðsmaður í Kvæðamannafélaginu Iðunni, sem og fastagestur á samkomum hagyrðinga. Í minningargrein eftir Orm látinn, tilfærir góðvinur hans, Sigurður Sigurðarson dýralæknir, nokkrar af úrvalsvísum Orms: Hagmælskan er hugarmáttur, heillar þjóðar náðargjöf, einkennandi eðlisþáttur Íslendings frá vöggu að gröf. Veganesti til æðri heima: Er legg í mína lokaför, lengur má ei þreyja, brosandi með vísu á vör vildi ég fá að deyja. Losna ég þá við lífsins ok, lýkur hinsta vetri. Ferskeytlu við ferðalok færi ég Sankti-Pétri. Með listastöku lengra kemst lýðir munu fregna. Inn um hliðið fyrst og fremst fer ég hennar vegna. Sannast ykkur segi frá, sálinni tekst að bjarga. Í himnaríki hitti ég þá hagyrðinga marga. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 270MÆLT AF MUNNI FRAM Rúsínan í pylsuendanum var þegar fyrsta umferð í Íslandsmótinu í snjókrossi var haldin. Keppendur sýndu þar góða takta. Myndir / Marcin Kozaczek Líf og fjör á Vetrarhátíð í Mývatnssveit Keppni í hundasleðaakstri. Sigurvegarar í Pappakassanum. Gengur sú keppni út á að hanna og byggja sleða úr bylgju- pappa, límbandi og lími og renna sér niður brekku á skíðasvæðinu við Kröflu. Þeir eru fallegir hundarnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.