Bændablaðið - 25.03.2021, Qupperneq 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 2021 7
Mikið líf og fjör hefur verið í Mývatnssveit
en þar stóð yfir Vetrarhátíð tvær fyrstu
helgar marsmánaðar og var heilmikið um
að vera. Það má segja að ferðaþjónustan í
sveitinni hafi farið af stað með látum eftir
vetrardvala.
Á hátíðinni eru stundaðar bæði hefðbundnar
sem og óhefðbundnar vetraríþróttir í einstakri
náttúrufegurð Mývatnssveitar. Hátíðin nú
sló heldur betur í gegn og fjöldi fólks sótti
Mývetninga heim og átti þar góða daga, naut
alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Uppbókað var á gistiheimilum og allir við-
burðir voru vel sóttir.
Hestamótið Mývatn
Open – hestar á ís fór
fram í brakandi blíðviðri.
Veiðifélag Mývatns bauð
gestum upp á að prófa
dorgveiði og mættu um
150 manns á þann viðburð,
en dorgveiði er órjúfanleg-
ur hluti af sögu og tilveru
Mývetninga. Vart mátti á
milli sjá hvort skemmtu sér
betur börn eða fullorðnir
úti á ísnum í glampandi sól
með kakó – eða kaffibolla.
Íslandsmeistaramót
Sleðahundaklúbbs Íslands
fór fram hjá Snow dogs í
Vallholti í Þingeyjarsveit
og var mikið fjör í tengsl-
um við það, keppnin
spennandi og alltaf vinsælt að fá að klappa
hundunum aðeins.
Pappakassinn sló í gegn
Nýr dagskrárliður, Pappakassinn, var haldinn
í fyrsta sinn nú í ár og sló rækilega í gegn.
Gengur sú keppni út á að hanna og byggja
sleða úr bylgjupappa, límbandi og lími og
renna sér niður brekku á skíðasvæðinu við
Kröflu. Keppt var í ýmsum flokkum, m.a.
um flottasta sleðann og þann hraðasta sem
og skemmtilegustu liðsstemninguna. Lögðu
keppendur mikinn metnað í sleðana og varð
úr hin besta skemmtun þannig að þessi liður
Vetrarhátíðar verður örugglega fastur liður
Vetrarhátíðar.
Rúsínan í pylsuendanum var þegar fyrsta
umferð í Íslandsmótinu í snjókrossi var haldin
og sýndu keppendur virkilega góða takta á
sleðum sínum. Gestir voru hvattir til að taka
með sér gönguskó og skíði og njóta þess sem
svæðið hefur upp á að bjóða á sínum forsend-
um og sjá mátti fólk á ferðinni á skíðum sínum
að njóta náttúrunnar og upplagt eftir vel heppn-
aða skíðaferð að skella sér í jóga og slaka síðan
á í Jarðböðunum. /MÞÞ
LÍF&STARF
Þó að freistandi sé að halda áfram með vísur úr safni Braga Björnssonar frá Surtsstöðum, þá getur líka verið
skynsamlegt, að klára ekki jólamatinn
allan í einu. Góð er sú tilfinning, að geta
gripið til vísna hans þegar lífga þarf upp á
brageyrun. Samt er sérstaklega viðeigandi
að birta eina vísu úr gullkistu Braga á
Surtsstöðum:
Eyddir snjó að óskum vildar
okkur frá á veg.
Þakkir Góa þú átt skildar
-þú varst dásamleg.
Ormur Ólafsson var ágætur hagyrðingur
sinnar tíðar,( 1918-2012). Um sjálfan sig
orti hann:
Ekki normalt er að sjá
áhrif hormónanna,
því vill Ormur hafa hjá
háttinn Mormónanna.
Um árabil starfaði Ormur hjá vöru-
flutningadeild Flugfélags Íslands. Meðal
samstarfsmanna hans, og yfirmaður, var
Ulrich Richter, ágætlega hagorður. Með
þeim félögum voru stöðugar glettur og
oftlega engu hlíft. Næstu tvær vísur orti
Ulrich til Orms:
Orms er vakin ástin heit,
aldrei slík var reisa gerð.
Hundarnir í hverri sveit
héldu ‘ann væri í kennsluferð.
Hvað Ormur gerði, enginn veit,
úti í móum lá hann,
hundana í hverri sveit
hryllti við að sjá hann.
Ormur orti svo um Ulrich:
Ulrich Richter elliglöpin beygja,
orðinn nokkuð sljór og þreytugjarn.
Tápið dvínar, tilhneigingar deyja,
tvisvar verður gamall maður barn.
Ulrich svaraði að bragði:
Oft er til baga ef aldurinn lífsfjörið heftir
og áleitnar minningar draga menn stundum á tálar.
En hitt er þó verra að eiga nær fimmtugur eftir
að úttaka þroska sinn, bæði til líkama og sálar.
Ormur var allt til enda síyrkjandi og
ötull liðsmaður í Kvæðamannafélaginu
Iðunni, sem og fastagestur á samkomum
hagyrðinga. Í minningargrein eftir Orm
látinn, tilfærir góðvinur hans, Sigurður
Sigurðarson dýralæknir, nokkrar af
úrvalsvísum Orms:
Hagmælskan er hugarmáttur,
heillar þjóðar náðargjöf,
einkennandi eðlisþáttur
Íslendings frá vöggu að gröf.
Veganesti til æðri heima:
Er legg í mína lokaför,
lengur má ei þreyja,
brosandi með vísu á vör
vildi ég fá að deyja.
Losna ég þá við lífsins ok,
lýkur hinsta vetri.
Ferskeytlu við ferðalok
færi ég Sankti-Pétri.
Með listastöku lengra kemst
lýðir munu fregna.
Inn um hliðið fyrst og fremst
fer ég hennar vegna.
Sannast ykkur segi frá,
sálinni tekst að bjarga.
Í himnaríki hitti ég þá
hagyrðinga marga.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
270MÆLT AF
MUNNI FRAM
Rúsínan í pylsuendanum var þegar fyrsta umferð í Íslandsmótinu í snjókrossi var haldin. Keppendur sýndu þar góða takta.
Myndir / Marcin Kozaczek
Líf og fjör á Vetrarhátíð í Mývatnssveit
Keppni í hundasleðaakstri.
Sigurvegarar í Pappakassanum. Gengur sú
keppni út á að hanna og byggja sleða úr bylgju-
pappa, límbandi og lími og renna sér niður
brekku á skíðasvæðinu við Kröflu.
Þeir eru fallegir hundarnir.