Bændablaðið - 25.03.2021, Síða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202110
FRÉTTIR
Sendiráð Indlands á Íslandi:
Athugasemdir vegna umfjöllunar
um uppreisn bænda á Indlandi
Í framhaldi af grein í 5. tölublaði
Bændablaðsins um uppreisn
bænda á Indlandi hafði indverska
sendi ráðið á Íslandi samband við
höfund greinarinnar og vildi koma
að nokkrum athugasemdum við
umfjöllun blaðsins.
Bændablaðinu er bæði ljúft og
skylt að birta athugasemdirnar og
tekur fram að ekki var á nokkurn
hátt ætlunin að halla réttu máli í
umfjölluninni. Í pósti frá sendiráðinu
segir:
„Varðandi frétt þína um mótmæli
bænda á Indlandi sem var birt í
Bændablaðinu í gær, langaði okkur
að benda þér á nokkrar staðreyndir til
að upplýsa þig um málið, sem hefði
líka mátt koma fram í greininni. Ég
vitna í viðhengið FAQs on Farm Bills,
sem við deildum meðal fjölmiðla í
desember í fyrra, ég skal benda á
ákveðnar greinar.“
Tekið skal fram að umrætt við
hengi barst ekki Bændablaðinu á
sínum tíma.
Athugasemdir
Þegar þú skrifar: „Lögin voru sam
þykkt án samráðs við bændur eða
forsvarsmenn þeirra í landinu og í
framhaldinu hefur lögunum verið
mótmælt kröftuglega.“ Rétt er að
umbætur vegna laganna hafa verið
í vinnslu í meira en 20 ára skeið og
hefur verið verkefni meðal margra
ríkisstjórna á Indlandi.
Þú nefnir að: „Rök stjórnarinnar
fyrir því að afnema lágmarksverð
er að kaupendum muni fjölga og
samkeppni aukast og verð til bænda
hækka í kjölfarið.“ – Rétt er að hvergi
hefur verið sagt að lágmarksverð
MSP verði afnumið og kemur það
einnig fram í Q5 á blaðsíðu 5.
Í greininni segir: „Lögreglan brást
við óeirðunum með valdi og beitti
meðal annars táragasi og bareflum
og svöruðu mótmælendur lögreglunni
með grjótkasti og bar eflum.” – Á
netinu er hægt að sjá myndbönd sem
sýna ógurlegt ofbeldi gegn lögreglu
mönnum af ofbeldissamtökum sem
tengja sig við bændamótmælin.
Myndböndin sýna menn vopnaða
sverðum ráðast á lögregluna þar sem
lögreglan þarf að hlaupa í burtu og
stökkva niður veggi Rauða virkisins
í Delí. /VH
Bændur mótmæla á Indlandi.
Orkuskipti fram undan í Grímsey:
Vindmyllur og sólarorkuver
leysa olíu af hólmi
Stór skref verða á næstu mánuðum
stigin varðand orkuskipti í
Grímsey en fyrirhugað er að
setja þar upp vindmyllur og
sólarorkuver. Fallorka annast
verk efnið í samstarfi við Vistorku
og Orkusetur með stuðningi úr
Evrópuverkefninu SMARTrenew
og Orkusjóði.
Andri Teitsson, framkvæmdastjóri
Fallorku, segir Grímsey ekki
tengda við raforkukerfi landsins
og þar sé heldur ekki heitt vatn frá
náttúrunnar hendi. Því hafi húshitun
og raforkuframleiðsla í eynni að
mestu byggst á því að brenna olíu.
Nú sjái menn tækifæri til að breyta
því, „og þá getur Grímsey vonandi
í náinni framtíð orðið að fyrirmynd
að vistrænu samfélagi við krefjandi
aðstæður á norðurslóðum,“ segir
hann og bætir við að mikill áhugi
sé fyrir þeirri hugmyndafræði, m.a.
í Bandaríkjunum.
Orkuframleiðsla og notkun
í Grímsey byggist á ósjálfbæru
jarðefnaeldsneyti og er heildarnotkun
um 400 þúsund lítrar á ári, enda olían
bæði notuð til raforkuframleiðslu
og húshitunar. Ætla má að losun
vegna orkunotkunar í Grímsey
nemi um1.000 CO₂ á ári. Þar við
bætist eldsneytisnotkun fyrirtækja
og fiskibáta.
Bæði íslenska ríkið og Akur
eyrarbær hafa sett sér metnaðarfull
áform um að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda og í nýrri
orkustefnu landsins er stefnt að því að
Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti
fyrir árið 2050. Orkuskipti í Grímsey
eru hluti af nauðsynlegum aðgerðum
til að ná þessum markmiðum, segir
í tilkynningu frá Akureyrarbæ.
LED-væðing og nýorkuver
Ýmislegt hefur nú þegar verið gert í
Grímsey til að draga úr orkunotkun og
þar með brennslu jarðefnaeldsneytis.
Má nefna stuðning við heimili til að
bæta einangrun í þaki og gluggum
sem dregur úr upphitunarþörf. Auk
þess hefur lýsingu í ljósastaurum
verið skipt út fyrir LED sem skilar
bæði betri lýsingu og miklum
orkusparnaði. Einn liður í þeirri
aðgerðaáætlun sem nú liggur fyrir
er áframhaldandi LEDvæðing og
mun Orkusetur bjóða heimilum upp
á slíkar perur til uppsetningar.
Samið við skorska framleiðendur
Stefnt er að uppsetningu á tveimur
vindmyllum sem samtals framleiða
um 30.000 kWst á ári. Samið hefur
verið við skoska framleiðendur sem
framleiða smáar en mjög sterkar
vindmyllur, enda skiptir veðurþol
miklu máli. Einnig eru áform um
að setja upp sólarorkuver við Múla
sem gæti framleitt allt að 10.000
kWst á ári. Stefnan er að nýta
reynsluna til að þróa lausnir fyrir
íbúa sem gæfist þá kostur á að setja
upp sólarsellur á og við hús sín án
kostnaðar.
Þessar fyrstu aðgerðir eiga
að minnka olíunotkun um 20
þúsund lítra og draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda um 50 tonn
á ári. Ef reynslan af þessum nýju
kerfum verður góð er markmiðið
að auka hlut grænna orkugjafa
enn frekar í náinni framtíð. Unnið
er að undirbúningi og ef allt
gengur samkvæmt áætlun gætu
framkvæmdir í Grímsey hafist í
byrjun sumars.
Stofnkostnaður um 20 milljónir
Stofnkostnaður við verkefnið nemur
um 20 milljónum króna að sögn
Andra. Þegar tekið er tillit til þess að
styrkir fáist upp í hluta verkefnisins
verði það fjárhagslega sjálfbært. „Þær
tekjur sem vindorkan og sólarorkan
skapa eru nægilegar til að standa
undir stofn og rekstrarkostnaði
búnaðarins,“ segir hann. „Þessi
orka er þá jafnframt kostnaðarlega
samkeppnishæf við það að brenna
olíu í Grímsey til raforkuframleiðslu,
sem er vissulega áhugavert.“
Andri kveðst vona að fyrsti áfangi
verkefnisins komist í gagnið fyrir
haustið og ef vel tekst til þá er hægt
að bæta við framleiðslueiningum og
minnka olíunotkun enn frekar, segir
hann.
Félögin sem standa að verk
efninu eru Fallorka, Vistorka og
Orkusetur. Fallorka starfrækir fjórar
vatnsaflsvirkjanir við Eyjafjörð og
selur raforku um allt land. Félagið
er í eigu Norðurorku sem aftur er
í eigu Akureyrarbæjar og fimm
nágrannasveitarfélaga. Vistorka er
verkefnastofa á sviði umhverfis og
loftslagsmála og er í eigu Norðurorku.
Orkusetur er stofnað af Orkustofnun
í samstarfi við iðnaðar og viðskipta
ráðuneytið. Verkefnið er styrkt af
Evrópusambandinu. Orkusetur er
sjálfstætt starfandi eining. /MÞÞ
Grímsey. Mynd / Auðunn Níelssson
Fjöreggið sem sett verður upp á Súgandisey er hugsað sem kennileiti fyrir
Stykkishólm og sem glettinn, gamansamur og óvæntur áningarstaður til að
njóta Súgandiseyjar og útsýnisins yfir Breiðafjörð og eyjarnar.
Fjöregg, sett upp í Súgandisey,
verður nýtt kennileiti í Stykkishólmi
Fjöregg, nýtt kennileiti fyrir
Stykkishólm, verður sett upp á
Súgandisey, en Stykkishólmsbær
fékk tæpar 25 milljónir króna úr
Framkvæmdasjóði ferðamanna til
að gera deiliskipulag og við gerð
útsýnissvæðis á Súgandisey.
Efnt var til samkeppni á liðnu ári
og varð tillagan Fjöregg hlut skörpust
í þeirri keppni. Útsýnissvæði á
Súgandisey er sérstakt áherslu og for
gangsverkefni Áfangastaðaáætlunar
Vesturlands.
Fyrst og fremst er Fjöregg hugs
að sem kennileiti fyrir Stykkishólm
og sem glettinn, gamansamur og
óvæntur áningarstaður til að njóta
Súgandiseyjar og útsýnisins yfir
Breiðafjörð og eyjarnar.
Staðsetningin Fjöreggsins, sem
er útsýnisskúlptúr, og í senn útsýnis
pallur, upplifunar og áfanga staður,
verður á klettasnösinni austan megin
á eyjunni.
Fjöreggið sækir form sitt og tilurð
í margbrotið fuglalíf Breiðafjarðar
þar sem nytjar eggs og fugls voru
fjöregg Breiðfirðinga þannig að
aldrei skorti mat, segir í greinargerð
með verkinu. Í þjóðsögum geymir
fjöreggið lífið og gæfuna. Fjöreggið
í Súgandisey mun vega salt á egginni
til að árétta að ekki sé fýsilegt að
leika sér að fjöreggi náttúrunnar.
Vinsælasti viðkomustaðurinn
á Stykkishólmi
Undanfarin ár hefur staðið yfir
uppbygging á Súgandisey þar sem
unnið hefur verið að skipulagi og
úrbótum ýmiss konar svo sem með
lagningu stíga og tröppugerðar. Eyjan
er einn vinsælasti viðkomustaðurinn
á Stykkishólmi en brýn þörf hefur
skapast á endurskoðun á skipulagi
eyjarinnar, ekki síst út frá þeirri
staðreynd að eyjan hefur orðið
fyrir óæskilegum ágangi, sér í lagi
villustígum sem víða liggja, segir
í frétt á vefsíðu Stykkishólms.
Áhersla í endurskipulagningu
er lögð á að útivist í eyjunni fari
saman við náttúruupplifun, ánægju
ferðamanna og nauðsynlega vernd
náttúrunnar. Því til viðbótar er lögð
áhersla á að umgengni taki mið af
sjálfbærni, þolmörkum svæðisins og
að umferð um eyjuna verði í takt við
náttúruna. /MÞÞ
Mótmælum hefur rignt yfir Arion
banka vegna lokunar útibús bank-
ans á Blönduósi. Nú hefur sveit-
arstjórn Húnavatnshrepps bæst
í hóp mótmælenda.
Lokunin var rædd á sveitarstjórn
arfundi og segir í bókun sem þar var
samþykkt að ljóst sé að á meðan
Arion banki loki afgreiðslu sinni á
Blönduósi í nafni hagræðingar sé
verið að skerða þjónustu og lífs
gæði íbúanna á staðnum, sem margir
hverjir eru háðir því að þjónustan sé
fyrir hendi. Þá séu það í meira lagi
undarleg rök að lokunin sé gerð í
hagræðingarskyni á sama tíma og
bankinn skili methagnaði ár eftir ár
og greiðir milljarða í arð til eigenda
sinna. „Bankinn hefur ekki fært nein
rök fyrir því að kostnaður við rekstur
útibús á Blönduósi sé umfram veltu
tekjur og þjónustugjöld viðskiptavina
sinna á staðnum,“ segir í bókun sveit
arstjórnar Húnavatnshrepps. /MÞÞ
Mikil óánægja með lokun
Arion banka á Blönduósi