Bændablaðið - 25.03.2021, Síða 12

Bændablaðið - 25.03.2021, Síða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202112 FRÉTTIR Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslanska ferðaklasans. Mynd / smh Ný klasastefna stjórnvalda á að bæta samkeppnishæfni Íslands: Fyrirtækin og stjórnvöld taka saman höndum – Þegar eru allnokkrir klasar starfandi með virka skipulagsheild Klasastefna fyrir Ísland hefur verið mótuð og gefin út. Hún var unnin á grundvelli þingsálykt- unar þar sem ríkisstjórninni var falið að skipta starfshóp sem fengi það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Stefnan skyldi fela í sér fyrirkomulag um hvernig stjórnvöld efli stoðkerfi atvinnu- lífsins á landsvísu í samvinnu við atvinnulífið, rannsóknar- og menntastofnanir, sveitarfélögin og aðra hagsmuna aðila sem málið snertir. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir leiddi vinnuna við mótun stefnunnar, sem er unnin í víðtæku samstarfi og sam- ráði við grasrót atvinnulífsins sem og fjölda aðila innan stjórnkerfisins. „Klasasamstarf í sinni einföld- ustu mynd gengur út á að vera vettvangur ólíkra aðila sem saman vilja ná auknum árangri innan sinn- ar atvinnugreinar eða í kringum ákveðið málefni. Með ólíkum aðil- um er átt við atvinnulífið, stjórnvöld, háskóla og rannsóknarsamfélagið, fjárfesta og frumkvöðla,“ segir Ásta Kristín spurð um hvað þetta fyrirbæri „klasasamstarf“ sé. „Klasavettvangurinn stuðlar að því að efla aðildarfélagana og gera þá samkeppnishæfari með því að vinna að sameiginlegum verkefn- um sem miða t.d að því að miðla upplýsingum og þekkingu, bjóða upp á viðburði og fundi, byggja upp og styrkja tengslanetið, auðvelda klasa- aðilum aðgengi að fjármagni, veita ráðgjöf og efla nýsköpun, stuðla að aukinni sérstöðu og sérhæfingu aðildarfélaga, aðstoða og hvetja til stofnunar nýrra fyrirtækja ásamt því að ýta undir samstarf tengdra klasa í öðrum geirum. Þá eru alþjóðlegar tengingar mikilvægar í allri kortlagn- ingu og samstarfi innan klasa,“ bætir Ásta Kristín við. Fyrirtækjadrifinn starfsvettvangur „Fyrirtækin eru alltaf drifkraftur klasasamstarfs og mikilvægt að hafa í huga að ekki er hægt að búa til klasa í sjálfu sér en það er hægt að kortleggja það umhverfi sem klasinn er í, sem einnig er kallað vistkerfi nýsköpunar eða vistkerfi atvinnu- lífsins. Þannig er vísað til þess að klasi sé náttúrulegt fyrirbæri sem sé alltaf til hvort sem um markvissa samvinnu milli aðila sé að ræða eða ekki. Þetta er mjög auðvelt að máta á allar atvinnugreinar og hægt að taka dæmi um ferða- þjónustu, sjáv- arútveg, skap- andi greinar, t ö l v u l e i k j a - iðnað, land- búnað eða stafræna þróun. Það er ekki fyrr en með skipulögðum hætti að við kortleggjum tækifæri til sam- vinnu sem til verður hið eiginlega klasasamstarf. Í þeirri kortlagningu er ákveðið að búa til félag, leggja til verkefni, setja okkur markmið um árangur, safna fjármagni til reksturs og ráða stafsmenn sem halda utan um skipulagsheildina og reka starf- semina. Hugmyndafræðin á bak við klasa- samstarf hefur verið til í langan tíma og tók fyrst flug í kringum 1980 og þá mest í kringum iðnsækin fyrirtæki sem sóttu í að vinna nálægt hvert öðru, oftar en ekki með samstarfi í samkeppni. Á Íslandi komu fyrstu skipu- lögðu klasarnir fram fyrir um tíu árum þegar Íslenski sjávar- klasinn var stofnaður, þar á eftir Jarðvarmaklasi, Ferðaklasi, Álklasi og Landbúnaðarklasi, svo einhver dæmi séu tekin. Það hversu öflugir þeir eru eða hversu sýnilegt starf þeirra er fer að mestu eftir áhuga aðildarfélaganna, viðskiptamódeli klasanna, verkefnum hverju sinni og skipulagi starfseminnar, til dæmis hvor sé til staðar framkvæmdastjóri og starfsfólk,“ segir Ásta Kristín þegar hún er beðin um að útskýra hvers vegna áhrif og virkni klasa á Íslandi sé mismikil í samfélaginu. „Flest allt það klasasamstarf sem við þekkjum í dag hefur verið drifið áfram af fyrirtækjunum sjálfum án veru- legrar aðkomu stjórnvalda, það eitt hefur að vissu leyti tafið fyrir mikilvægri þróun og tækifærum sem markvisst klasa- samstarf þessara ólíku aðila getur skilað og sér í lagi þegar við berum okkur saman við það sem önnur lönd í kringum okkur eru að gera,“ bætir hún við. Stefnt að því að vera meðal fremstu þjóða Með mótun klasastefnu fyrir Ísland, segir Ásta Kristín að áform stjórnvalda séu skýr með að auka samkeppnishæfnina. „Með skýrri stefnu stjórnvalda um stuðning við klasasamstarf og aukna áherslu á að hraða breytingum og takast á við nýjar áskoranir hefur Ísland sett sér þá framtíðarsýn að vera meðal fremstu þjóða í öllum sam- anburði þegar kemur að því að mæla samkeppnishæfni þjóða. Stefnan er ákveðið leiðarljós að þessu marki, hún er hvorki aðgerðaráætlun né framkvæmdaplagg heldur rammi utan um þau verkfæri sem stjórn- völd geta nýtt til að stýra fjármunum til atvinnuþróunar og stuðnings til nýsköpunar í íslensku atvinnu- lífi, á forsendum aðilanna sjálfra. Hlutverk stjórnvalda er þannig að styðja við það klasastarf sem nú þegar er fyrir hendi með óbeinum hætti í gegnum sjóða- og styrkja- kerfi ásamt því að brúa ákveðinn markaðsbrest í greinum eða inni á svæðum þar sem stuðningur er mikilvægur á fyrstu stigum. Samstarf á klasavettvangi er ein leið til að brjóta niður múra og hlaupa hraðar í átt að meiri árangri sem skilar samfélaginu öllu aukinni hagsæld og okkur íbúunum bættum lífskjörum til lengri tíma.“ /smh Grænn dregill og Grænir iðngarðar: Sækja á sjálfbær fjárfestinga- verkefni til Íslands Í byrjun mars undirritaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og ný sköp- unarráðherra sam starfs samning um tvö verkefni, Græna dreg- ilinn og Græna iðngarða, sem bæði hafa það að markmiði að efla „græna nýfjárfestingu“ í atvinnulífinu. Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að Græni dregillinn sé sam- starfsverkefni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) og Íslandsstofu, sem sé mótað í sam- ráði við atvinnuþróunarfélög allra landshluta. Markmiðið með honum er að bæta þjónustu og umhverfi nýfjárfestingaverkefna og gera ferla samfelldari, einfaldari og skilvirk- ari – frá hugmynd að rekstri. Með verkefninu er stefnumótun stjórn- valda fylgt eftir á sviði útflutnings, nýsköpunar og orkumála; til aukinn- ar verðmætasköpunar og fjölgunar starfa með sjálfbærum hætti. Sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands „Einn af hvötum verkefnisins er samkeppnisstaða Íslands gagn- vart nágrannaríkjum sem lagt hafa mikla áherslu á að laða til sín eftir- sóknarverð fjárfestingaverkefni með áherslu á sjálfbærni, oft með góðum árangri. Að verkefninu koma, auk ANR, Íslandsstofu og atvinnuþró- unarfélaganna, Samband íslenskra sveitarfélaga og fulltrúar ráðuneyta og lykilstofnana sem koma að ferli fjárfestingaverkefna. Stýrihópur verkefnisins hefur það hlutverk að skila stjórnvöldum tillögum að umbótum og halda sam- eiginlega utan um samræmda upp- lýsingagjöf og þjónustu við verkefni sem falla undir Græna dregillinn. Græni dregillinn leggur áherslu á að undirbúa atvinnusvæði svo þar sé hægt að fullnýta auðlindastrauma og efla hringrásarhagkerfið. Þar er vísað til þess að ýmislegt fellur til í rekstri eins fyrirtækis, sem getur nýst sem hráefni annars fyrirtækis. Um leið er stefnt að því að einfalda fjárfestingarferla og markaðssetja tækifæri víða um land á markvissan hátt,“ segir í tilkynningu ráðuneyt- isins. Grænir iðngarðar á Bakka við Húsavík Í undirbúningi er að reisa græna iðngarða á Bakka við Húsavík, sem er samstarfsverkefni Norðurþings, ANR, Íslandsstofu og Lands- virkjunar og tengist hugmyndafræði- lega verkefninu um Græna dregilinn. Gert er ráð fyrir að greining á samkeppnisstöðu Íslands og almenn- um skilyrðum til uppbyggingar grænna iðngarða nýtist öllum áhugasömum aðilum. Samkvæmt verkáætlun fyrir grænu iðngarð- ana á almenn skýrsla um tækifæri á sviði grænna iðngarða, meðal annars með hliðsjón af þróuninni í öðrum löndum, að vera tilbúin fyrir lok júní. Einnig yfirlit yfir rekstrar- umhverfi, fjármögnunarmöguleika, ferla og lagaramma um græna iðn- garða og tillögur til stjórnvalda um umbótaverkefni – auk forkönnunar á aðstæðum og tækifærum á Bakka við Húsavík fyrir grænan iðngarð. /smh Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Ríkarð Ríkarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun. Mynd / ANR Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki: Tvö endurhæfingarrými opnuð Tvö endurhæfingarrými á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, HSN, voru opnuð í byrjun þessa mánaðar og er áætlað að fjölga þeim í fjögur næsta vetur. Um er að ræða rými fyrir eldri einstaklinga þar sem slitgigt er aðalvandamálið og ekki er þörf á sérhæfðri endurhæfingu. Þessi hópur hefur ekki komist á forgangslista hjá Kristsnesspítala og því áformað að nýta góða endurhæfingaraðstöðu á Sauðárkróki til að koma til móts við hann. Gert er ráð fyrir að taka við tilvísunum frá öllum starfsstöðvum HSN og að þær verði eins og áður sendar Kristsnesspítala þar sem þær verða metnar. Áætlað er að tveir en síðan fjórir einstaklingar verði í endurhæfingu þrjár vikur í senn fimm daga vikunnar en fari að öllu jöfnu heim um helgar. Starfsemin verður átta mánuði á ári, september til desember og janúar til maí, að því er fram kemur á vefsíðu HSN. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.