Bændablaðið - 25.03.2021, Page 21

Bændablaðið - 25.03.2021, Page 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 2021 21 Tveir Lely A3 mjaltaþjónar - árgerð 2008 Báðir vinstri þjónar. Lely mjaltaþjónunum fylgir: Nýr Lely forkælir • Ný Atlas Copco loftpressa. 60 nýir Lely ISO-ID hálskubbar ásamt hálsböndum og lesara. Nýr tölvupakki sem samanstendur af tölvu, skjá, prentara og ufsa. Nýtt Lely Horizon hugbúnaðarleyfi. Búið að skipta um þau gúmmí sem þarf þegar mjaltaþjónn fer milli landshluta. Tilbúnir til uppsetningar í október/nóvember 2021. Allan líftímann á þjónustusamningi. Þjónustusamningur í boði á báða. 6 mánaða ábyrgð frá gangsetningu. Verð 8.500.000 og 8.300.000 auk vsk. uppsettir og byrjaðir að mjólka. Staðfestingargjald er 1 milljón til að festa sér kaupin. Nánari upplýsingar gefa Jóhannes í síma 822-8636 eða Jón Stefán 822-8616 www.lely.com/is/centers/reykjavik/ “Þeir sem einu sinni fá Lely Juno í sína þjónustu skila honum ekki aftur. Svo miklu munar að hafa einn slíkan í fjósinu.” Lely Center Ísland Reykjavík Krókháls 5f Sími 414 0000 Akureyri Óðinsnes 2 Sími 464 8600 lci.is Vatnsverksmiðja Jóns Ólafssonar í Ölfusi: Selur vatnið út um allan heim Icelandic Glacial, vatnið í vatnsverksmiðju Jóns Ólafssonar í Ölfusi, er einstakt náttúrulegt lindarvatn. Það er tekið úr uppsprettu lindarvatns í Ölfusi sem á uppruna sinn fyrir meira en 5.000 árum og er varið fyrir mengun með hraunbreiðum, sem er náttúrulegur varnarveggur náttúrunnar. Lindin framleiðir vatn sem er svo hreint að engu er bætt út í vatnið eða tekið úr því. Vatnið frá Icelandic Glacial er þess vegna einstakt því það inniheldur lítið af steinefnum og sýrustigið er 8,4pH af náttúrunnar hendi. Í mestu mögulegu framleiðslu fyrirtækisins er tekið sem samsvar- ar 1% af heildarvatnsstraumi Ölfus bergvatnslindarinnar, sem annars rynni til sjávar. Icelandic Water Holdings, eigandi vörumerkisins Icelandic Glacial, og Coca-Cola European Partners á Íslandi (Coca- Cola á Íslandi) skrifuðu nýlega undir áframhaldandi samstarfssamning um dreifingu vara „Icelandic Glacial“ hér á landi og nær samningurinn nú einnig yfir nýjar vörur „Icelandic Glacial“, sem verður dreift samhliða vörutegundum Coca-Cola á Íslandi. „Icelandic Glacial er í miklum vexti á alþjóðavettvangi en heimamarkaðurinn er okkur ekki síður mikilvægur og erum við ánægð með áframhaldandi samstarf okkar við Coca-Cola á Íslandi. Það eru spennandi tímar fram undan en von er á nýjum vörum frá okkur á næstu mánuðum sem við hlökkum til að kynna,“ sagði Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Glacial. /MHH Einar Magnússon frá Coca Cola og Jón Ólafsson þegar skrifað var undir nýja samninginn. LÍF&STARF

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.