Bændablaðið - 25.03.2021, Side 27

Bændablaðið - 25.03.2021, Side 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 2021 27 Hafðu samband: bondi@byko.is ERU LÉTTAR STÁL- KLÆDDAR SAMLOKU- EININGAR SEM FÁST MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS- EÐA STEINULLARKJARNA. Einingarnar eru sterkar og burðar- miklar og fást með mismunandi yfirborði og litum að eigin vali. Helstu kostir þess að nota samlokueiningar er auðveld og fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir. Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem skipta þarf út þak- og eða veggjaklæðningum. BALEX yleiningar eru framleiddar undir ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum evrópskum stöðlum. YLEININGAR Hýsi-Verkheimar ehf. | Smiðjuvegi 44-46, Kópavogi | Sími 497 2700 | hysi@hysi.is | www.hysi.is Einfaldar & Hagkvæmar Byggingar Z-Strúktúr Stálgrindarhús Z-Strúktúr stálgrindarhúsin eru í boði ýmist stöðluð eða sérhönnuð og eru klædd með yleiningum. Bogahúsin eru framleidd eftir pöntunum í fimm mismunandi breiddum 8-16m í þeirri lengd sem kaupandi óskar. Val er um glugga og hurðir ásamt því hvort húsin verði einangruð eða óeinangruð. Þessar byggingar eru hagkvæmar, fljótar í reisingu og eru þaulreyndar við íslenskar veðuraðstæður. Öll sérhönnuð hús frá Hýsi-Verkheimum ehf. eru seld með aðal- og burðarvirkisteikningum. Bogahýsi Færanleg Bogahús Varanleg Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR gerðir dráttarvéla Bænda 15. APRÍL Langanesbyggð og Svalbarðshreppur: Viðræðuhópur vegna mögu- legrar sameiningar Samþykkt hefur verið í sveitar- stjórn Langanesbyggðar að skipa þrjá kjörna sveitarstjórnarfulltrúa í sameiginlega nefnd með fulltrúum sveitarstjórnar Svalbarðshrepps. Nefndinni er ætlað að hefja óformlegar viðræður um mögu- lega sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Sveitarstjóri og skrifstofu- stjóri í Langanesbyggð munu starfa með viðræðunefndinni. Fulltrúar Langanesbyggðar verða þau Þorsteinn Ægir Egilsson, Mirjam Blekkenhorst og Siggeir Stefánsson. Þá var samþykkt að minnihluta verði boðið að tilnefna áheyrnarfulltrúa í nefndina. Einnig var samþykkt á fund- inum að efna til íbúafundar í Langanesbyggð áður en ákvörðun er tekin í sveitarstjórn um formlegar sameiningarviðræður sveitarfélag- anna. Sveitarstjórn Langanesbyggðar fjallað einnig um tillögu samráðs- hóps minni sveitarfélaga um eflingu og stækkun sveitarfélaga og var lagt fram á fundinum minnisblað sveitar- stjóra vegna þess. Vilji íbúa og nauðsyn ekki valdboð Fram kemur í umsögn sveitarstjórnar Langanesbyggðar um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórn- arlögum að hún leggist gegn því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði settur í lög og sveitarfélög þannig þvinguð til sameiningar óháð öðrum aðstæðum. Sameining sveitarfélaga eigi að mati sveitar- stjórnar að gerast á grundvelli vilja íbúa og nauðsynjar, ekki með vald- boði. Slík ákvæði í lögum skerða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og íbúa þeirra. Mikilvægara að sameina samfélög en skrifstofur Enn fremur minnir sveitarstjórn Langanesbyggðar á mikilvægi þess að sátt sé meðal íbúa um samein- ingar eigi þær að takast vel og mik- ilvægara sé að sameina samfélög en skrifstofur sveitarfélaga. Fagnar sveitarstjórn Langanesbyggðar hins vegar nauðsynlegri umræðu um hlutverk sveitarfélaga og eflingu styrkja til þeirra sveitarfélaga sem hyggja á sameiningu. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.