Bændablaðið - 25.03.2021, Síða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202146
Á FAGLEGUM NÓTUM
Vindskemmdir á korni sumarið 2020
Í þessari grein verður fjallað um
vind skemmdir á korni (þ.e. byggi)
sem urðu í korntilraun á tilrauna
stöðinni á Möðruvöllum í Hörgár
dal sumarið 2020.
Tilraunir með korn, þ.e.
aðallega bygg, hafa verið samfellt
á Möðruvöllum frá árinu 2004
og þar á undan í Miðgerði í
Eyjafirði frá 1996-2003 á vegum
Rannsóknastofnunar landbúðaðarins
(Rala) og síðan Landbúnaðarháskóla
Íslands (LbhÍ). Fyrir þann tíma var
búið að gera nokkrar athuganir með
kornrækt á Möðruvöllum.
Undirritaður hefur komið að
þessum tilraunum allan tímann á
einn eða annan hátt þ.e. t.d. sán-
ingu og við uppskeru og eftir 2004
er korntilraunirnar hófust á ný á
Möðruvöllum sá ég um alla jarð-
vinnslu varðandi ræktunina þar til
Landbúnaðarháskólinn seldi þau
tæki á Möðruvöllum, sem til þurfti
eins og dráttarvélar og pinnatætara
eftir að búrekstri á vegum LbhÍ var
hætt á jörðinni. Eftir það hafa verk-
takar og þá þeir bændur sem leigja
túnin komið að jarðvinnslunni og ég
þá reynt að koma að ráðgjöf um hana
eins og tök eru á eins og á meðan við
höfðum tæki hér á staðnum.
Þetta gekk þannig fyrir sig að
þegar byrjaði að vora þá hafði Jónatan
Hermannsson (áður tilraunastjóri á
Rala), kornræktarsérfræðingurinn
okkar, samband við mig til að
grenslast fyrir um hvenær hægt væri
að sá korninu. Ég fylgdist yfirleitt vel
með ástandi kornræktarlandsins, þ.e.
dýpt niður á klakann ef um klaka var
að ræða og svo rakastigi jarðvegsins,
en það er algert grundvallaratriði
að rakastig jarðvegs sé rétt þegar
jarðvinnsla á sér stað og réð ég því
hvenær sáð var, sem gat verið frá
því í lok apríl eða fram til jafnvel
um miðjan maí sem fór eftir árferði.
Á árunum 2004-2016 var tilraun-
in hér á móa-/ mela-/valllendistún-
um sem verið var að endurrækta á
þessum árum og hentar landið vel
til kornræktar varðandi frjósemi,
frekar magurt land þar sem hægt er
að hafa betur stjórn á aðgengi korns-
ins að köfnunarefni, heldur en eins
og t.d. í frjósömu mýrlendi þar sem
losnað getur mismikið köfnunarefni
yfir vaxtartímann. Á þessu svæði
er veðurstöð í sömu hæð og þessi
tún, sem er mjög mikilvægt til að
geta skoðað áhrif veðurs á vöxt og
viðgang kornsins yfir sumarið eins
og gert verður í þessari grein.
Tilraunin 2020 var í svokallaðri
Tjarnarspildu sem var mikið kalin sl.
vor og því fórnað smá spildu af henni
fyrir kornið, en annars var ísáð í hana
vallarrýgresi vegna kalsins. Þessari
spildu var lokað með grasfræi 2017,
en þar á undan var ræktað korn í 3 ár
og þar var korntilraunin á sama tíma.
Reiturinn var plægður 6. maí
í 15-18 sm dýpt og síðan tætt ein
ferð með pinnatætara í ca 7-10 sm
dýpt á um 4 km hraða pr. klst. og
á svona litlum hraða með pinna-
tætara (ath. snúningshraða) má ná
hæfilegri vinnslu á plógstrengi með
einni yfirferð sem er kostur og þurfa
ekki að keyra yfir akurinn eftir að
hann hefur verið tættur, sem veldur
auka þjöppun og bætir lítið vinnsl-
una þegar búið er að losa yfirborðið
með fyrstu vinnslu.
Sáð var í tilraunina 18 byggyrkjum
7. maí í þremur endurtekningum
með nýrri tilraunasáðvél Land-
búnaðarháskólans, sem var fyrst
tekin í notkun þar árið 2019 og má
segja að með henni hafi orðið alger
bylting við sáningu í tilraunir, hvort
heldur að um korn eða grasfræ sé
að ræða.
Tæknin byggir á sömu útfærslu
og sú ísáningarvél sem ég lýsti í
grein í Bændablaðinu um ísáningu
á grasfræi þ.e. diskum sem mynda
spíss að framan, með sáðrörið á
milli og svo meiðum sitt hvoru
megin við diskana, þar sem hægt
er að stilla dýptina á þeim miðað
við meiðana sem dragast eftir yfir-
borðinu.
Hæfileg sáðdýpt fyrir kornið er
um 2-(3) sm og varð sáðdýptin í
tilrauninni um 3 sm, sem var svona
í dýpri kantinum, (notuð sama still-
ing og notuð var á Hvanneyri), því
ef sáð er of djúpt er kornið lengur
að koma upp þannig að vaxartími
þess gæti styttst sem því nemur.
Jöfn sáning og dýpt er eitt af
þeim grundvallaratriðum sem þarf
að viðhafa til að ná góðum árangri
í kornrækt hér á landi miðað við
okkar stutta sumar. (sjá myndir nr.
1 og 2 sem sýnir jafna sáningu og
vöxt kornsins).
Þar sem undirritaður er búsettur
á staðnum er reglulega fylgst vel
með vexti og viðgangi kornsins
t.d. þéttleika, sveppasmiti, illgresi,
skortseinkennum, legu og svo frv.
yfir sumarið og teknar myndir ef
ástæða þykir til. Sumarið 2020 leit
út fyrir að uppskera yrði mjög góð
og kornið mikið til skriðið um miðj-
an júlí, nema seinþroskuðustu yrkin,
sjá mynd nr. 3.
En það varð síðan ekki raun-
in því dagana 12.-14. ágúst gerði
mikinn suðvestan vind sem varaði
samfellt í tvo sólahringa sem er
mjög óvenjulegt að gerist á þess-
um árstíma hér um slóðir. Á mynd
nr. 4 má sjá vindstyrkinn klukku-
tíma fyrir klukkutíma í m/sek frá
kvöldinu 12. ágúst til kvölds þann
14. ágúst mældum í sjávirku veð-
urstöðinni á Möðruvöllum. Þessi
mikli vindur lamdi m.a. af lauf og
nýja sprota af öspum í görðum hér
á Möðruvöllum.
Á þeim áratugum sem ég hef
komið að tilraunum í kornrækt hér
um slóðir hef ég aldrei séð álíka
skemmdir á korninu af völdum vinds
á þessum árstíma eins og þarna virð-
ist hafa gerst, en aftur á móti höfum
við séð miklar skemmdir af völd-
um næturfrosta hér í seinni hluta
ágústmánaðar eins og gerðist t.d.
árið 2015 þegar frostið fór niður í
rúmlega -4° C bæði á Möðruvöllum
og Torfum í Eyjafirði og eyðilagði
nánast allt korn á Norðausturlandi
og það ár var því korntilraunin á
Möðruvöllum ekki uppskorin af
þeim sökum.
Á mynd nr. 5 sem tekin er 19.
ágúst má sjá hvernig öxin á korn-
inu hafa líst upp eftir barninginn í
vindinum eins og það væri komið
á lokastig í kornþroskanum sem gat
nú varla átt sér stað og aðeins komin
19. ágúst og engar frostnætur höfðu
komið á þessum tíma.
Við nánari skoðun á kornöxun-
um kom í ljós að hluti smáaxanna í
axinu voru mikið skemmd sérstak-
lega vindmegin, títan brotin af og
jafnframt hafði orðið hrun úr axinu
einkum úr hávaxnari 6 raða yrkjun-
um, sjá mynd nr. 6 frá 24. ágúst.
Á mynd nr. 7 er nærmynd af
öxunum þar sem sést vel hvað
smáöxin eru mikið skemmd eftir
vindbarninginn.
Við nánari skoðun á öxunum
kom í ljós að hlémegin vindsins
voru minni skemmdir eins og t.d
á yrki eins og Judit sem hallar
(nikkar) axinu undan vindinum
sem má sjá á mynd nr. 8, þar sem
röð smáaxa eftir nánast endilöngu
axinu eru óskemmd með títunni á
og ennþá fagurgrænni.
Við lauslegt mat á skemmdunum
28. ágúst á einni endurtekningunni í
tilrauninni virtist 2-raða seinþroska
Mynd nr. 1 tekin 9. júní, sem sýnir jafna sáningu með nýju
tilraunasáðvél LbhÍ.
Mynd nr. 2 tekin 5. júlí, kornið búið að þétta sig hæfilega
mikið, þ.e. myndað 2-3 nýja sprota til viðbótar við
upphaflega sprotann og komið að því að skríða.
Mynd nr. 3 tekin 14. júlí þar sem sést vel hvað skrið er
komið vel á veg.
Mynd nr. 5 tekin 19. ágúst sem sýnir hvað öxin hafa lýst
mikið eftir vindbarninginn 12.–14. ágúst.
Mynd nr. 4 sem sýnir vindstyrk samfellt í tvo sólahringa á Möðruvöllum 12.-14. ágúst 2020.
Mynd nr. 6 tekin 24. ágúst þar sem
greinilega má sjá hrun úr öxunum
og skemmdir á smáöxum
Mynd nr. 7 tekin 24. ágúst sem sýnir
vel vindskemmdirnar á smáöxunum
og títan hefur einnig brotnað af.