Bændablaðið - 25.03.2021, Side 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202150
Búnaðarfélag Íslands og
Stéttarsamband bænda eru
eigendur Bændahallarinnar.
Báðir aðilar hafa veitt stjórn
Bændahallarinnar heimild til
að undirbúa og hefja stækkun
hússins, en stjórnin telur aðstæður
ekki heppilegar og bíður átekta,
ráðgjafarfyrirtækið Hagvangur
er til aðstoðar. Árið 1976
rennur út leigusamningur við
Flugfélag Íslands um fjórðu hæð
Bændahallarinnar og er ákveðið
að innrétta þar hótelherbergi.
Hótel Saga tapar stundum, en
oftar er hagnaður.
Heimild eigenda Bænda
hallarinnar til að reisa viðbyggingu
við Bændahöllina var bundin
nokkrum skilyrðum. Þar á
meðal var að innlent fjármagn
fengist vegna framkvæmdanna,
og að ekki mætti veðsetja eldri
bygginguna. Árið 1977 átti stjórn
Bændahallarinnar viðræður við
lánastofnanir og stjórnvöld um
fjármögnun viðbyggingar. Í kjölfar
þeirra viðræðna óskaði stjórn
Bændahallarinnar eftir því að
eigendur féllu frá þessum skilyrðum.
Búnaðarþing samþykkti þetta með
15 atkvæðum gegn 8, og aðalfundur
Stéttarsambands bænda samþykkti
með 33 atkvæðum gegn 13.
Árið 1981 fer að komast skriður
á undirbúning viðbyggingar.
Framkvæmdaár 1982 til 1986
Árið 1982 er látið til skarar skríða
með viðbyggingu við Hótel Sögu.
Segja má að framkvæmdum hafi
lokið 1986. Mikil framkvæmd og
glæsileg, nær tvöföldun á húsrými
en kostaði sitt.
Kyrrt að kalla 1987 til 1992.
Stækkað hótel festir sig í sessi, og
skrifstofurými á þriðju hæðinni er
þokkalega nýtt. Sum árin er afkoman
mjög erfið, önnur ár er hún skárri.
Hlutafélagið Gildi hf. hafði verið
með veitingareksturinn á leigu frá
1982, en varð gjaldþrota 1988, urðu
af því nokkur leiðindi. Hótelið tók
sjálft við veitingunum á nýjan leik.
Ýmislegt í gangi 1993 til 2005
Árið 1993 var gerð sú grundvallar
breyting að stofnað var Hlutafélagið
Hótel Saga hf. um eignarhaldið á
Bændahöllinni, að undanskildum
þeim sérskráðu 12,08% sem BÍ
og SB áttu áfram, sem var skrif
stofuhúsnæði, þörf og löngu tíma
bær breyting. En nú ríkti bjartsýni
og árið 1994 keypti Hótel Saga hf.
eitt stykki Hótel Íslandi hf.
Þá bar og til tíðinda að árið 1999
var gerður samningur við Radisson
SAS hótelkeðjuna um samstarf.
Þessi ár var nokkur umræða um
að selja hótel Bændasamtakanna,
eignirnar voru skráðar á sölu og
menn ræddu málin.
Alvara lífsins,
eiga eða selja 2006?
Það bar til um þessar mundir að
kauptilboð kom í Bændahöllina alla
og Hótel Ísland ehf.
Búnaðarþing var kallað saman
til aukafundar í janúar 2006.
Niðurstaðan var sú að tilboðinu var
hafnað, 36 sögðu nei, 13 sögðu já.
Umfjöllun skrásetjara
Bændahöllin var tekin í notkun
1962. Bygging hennar var að
stórum hluta fjármögnuð með fé
sem innheimt var sem skattur á
söluvörur landbúnaðarins í gegnum
búnaðarmálasjóð, (gjarnan nefnt
Bændahallarskattur), og með
fjármagni úr byggingasjóðum
Búnaðarfélags Íslands og
Stéttarsambands bænda.
Í ljósi þessa var það eðlilegt og
nauðsynlegt skilyrði Búnaðarþings
og aðalfundar Stéttarsambands bænda
að Bændahöllin yrði ekki veðsett
vegna hótelbyggingar. Vissulega
var ein hæð viðbyggingarinnar
tekin undir skrifstofuhúsnæði, en
það var ekki aðaltilgangurinn með
þessari framkvæmd, þó svo nokkur
not yrðu fyrir skrifstofurnar. Þörf
fyrir aukið skrifstofurými er ekki
nefnd við afgreiðslu málsins 1972,
og þetta kemur einnig skýrt fram
í viðtölum frá þessum tíma við
Gunnar Guðbjartsson og Konráð
Guðmundsson. Það má merkilegt
heita hversu hljótt var um þá
grundvallarbreytingu að fella þennan
mikilvæga fyrirvara brott, en það
var gert árið 1977, raunar gengið
svo langt að ekki var sett þak á
hugsanlega veðsetningu. Þarna
gerðu samtök bænda alvarleg mistök,
og líklega var viðbyggingin við
Bændahöllina misráðin framkvæmd,
skuldir vegna hennar hafa æ síðan
fylgt eins og skugginn.
Einhverjar efasemdir voru
um réttmæti aukinna umsvifa
Bændasamtakanna í hótelrekstri eins
og gerðist með kaupunum á Hótel
Íslandi hf. árið 1994. Fljótt á litið
verður ekki séð að tap hafi verið á
þessum kaupum.
Næstum því frá byggingu
Bændahallarinnar voru uppi raddir
um að selja hluta hennar, eða fá fleiri
að rekstrinum. Árum saman voru
Bændasamtök Íslands hálfvolg í
afstöðu sinni til þess hvort ætti
að selja eða eiga. Eignirnar voru
skráðar til sölu, en kannski ekki
mikil alvara að baki eða áhersla á
að viðskipti næðust.
Einn sjáanlegur árangur varð þó
af þessari umræðu. Það gátu spunnist
líflegar deilur um skiptingu líklegs
hagnaðar af hugsanlegri sölu.
Síðan kemur fyrsta alvöru tilboðið
árið 2006, en því var hafnað. Þeir
sem töluðu og unnu gegn tilboðinu
færðu fram nokkur rök fyrir sinni
afstöðu. Skrásetjari er sannfærður
um að stoltið var það einstaka atriði
sem mestu réð um að tilboðinu var
hafnað. Bændahöllin er glæsilegt
hús á góðum stað, nafn hússins er
tengt bændastéttinni, þetta var hús
sem fulltrúarnir vildu að bændurnir
ættu áfram, Höll bændanna.
En nú var stutt í mikil tíðindi,
efnahagshrunið beið handan við
hornið og það breytti öllu um fjárhag
Bændahallarinnar og Hótel Sögu.
Í mars 2021
Þórólfur Sveinsson
Garðyrkjunámið á Reykjum
felst í bæði bóklegum og
verklegum tímum, til að auka
færni nemenda. Í síðustu
viku var ein af þremur
verknámslotum vorannar.
Þá er lögð sérstök áhersla
á verklega þáttinn þar sem
nemendur fást við ólík
viðfangsefni sem tengjast
öllum námsbrautum.
Bæði staðnemar og
fjarnemar hittast í verknáms
lotunum og þá er alltaf mikið líf
og fjör. Kennarar skipuleggja
verkefni sem nemendur
sinna, farið er í heimsóknir
til garðyrkjubænda sem taka
alltaf vel á móti nemendahópum.
Önnur fyrirtæki sem tengjast
garðyrkjufögum á einn eða
annan hátt eru líka heimsótt.
Vettvangsferðir af því tagi eru
mikilvægur þáttur skólastarfsins
því þær auka þekkingu nemenda
á daglegum störfum í ólíkum
greinum garðyrkjunnar.
Verknámsaðstaðan
notuð til hins ítrasta
Þessa annasömu daga höfðu
nemendur á Blómaskreytinga
brautinni tekið anddyri skólans
í gegn. Þar var hægt að sjá
heima verkefni nemenda og
sameiginlega vinnu. Efniviðurinn
var framleiðsla íslenskra blóma
bænda, íslenskur villigróður og
blóm og greinar úr gróðurhúsum
á Reykjum, meðal annars úr hinu
merkilega Bananahúsi. Blóma
skreytinganemar hafa náð ótrúlegri
færni nú á miðjum námstímanum.
Aðrir nemendur unnu sín
verkefni. Skrúðgarðyrkjunemar
unnu hörðum höndum í
verknámshúsinu að æfingum
við mælingar og undirbúning
fyrir hleðslur og hellulagnir.
Lögðu þeir til dæmis fyrstu
hellulögnina í nýendurbyggðum
gróðurskála sem er nokkurs konar
Miðgarður skólahússins og hefur
verið notaður við alls konar
samkomur í gegnum tíðina, þar
er efst í huga afmælishátíð skólans
Sumardaginn fyrsta, sem ekki
verður unnt að halda með sama
myndarbrag nú í vor og venjan
er. Við skólann er starfrækt öflugt
nemendafélag sem mun örugglega
minna vel á sig um það leyti.
Ylrækt og braut
um lífræna ræktun
Ylræktarnemar höfðu í nógu
að snúast, þeir sinntu umhirðu
matjurta og lögðu út sniglagildrur,
hirtu illgresi, vökvuðu og sáðu
miklu magni af matjurtafræi í beð
sem þeir höfðu útbúið og munu
uppskera í næsta mánuði. Nemar
á lífrænu brautinni huguðu að
jarðgerðaraðferðum. Þeir hafa
sett upp nokkrar mismunandi
leiðir til að jarðgera úrgang úr
gróðurhúsum og mötuneyti ásamt
trjákurli og hálmi. Koltvísýringur
er notaður í ylrækt sem loftkenndur
áburður og komust nemendur að
því með nákvæmum mælingum
að með því að stunda jarðgerðina
inni í gróðurhúsinu jókst styrkur
hans þar verulega, án nokkurs
kostnaðarauka en plöntunum til
gagns.
Útivera og gestafyrirlestrar
Nemendur garð og skógar
plöntubrautar fóru í skoðunarferðir
um land Reykja, mældu hæðar
vöxt elstu grenitrjánna sem voru
gróður sett á Reykjum um 1950,
reyndu sig við greiningu trjá
og runnategunda og tóku þátt í
skemmtilegu ágræðslunámskeiði
í gróðrarstöð skólans. Nem
endur í skógtækni fóru í
rannsóknar ferðir í valda trjáreiti
á Reykjatorfunni og í sunnlenska
skóga, t.d. í Haukadalsskóg og
Hellisskóg. Gestkvæmt var á
Reykjum þessa daga. Starfs fólk
gróðrarstöðvarinnar snerist í
kringum nemendur og aðstoð aði
og leiðbeindi eftir þörfum. Gesta
kennarar heimsóttu nemendur og
fræddu þá um sín sérsvið. Margir
sóttu skólann heim til að kynna
sér hjarta íslenskrar garðyrkju
og velta vöngum yfir framtíð
Garðyrkjuskólans á Reykjum.
Endurmenntunarnámskeið
fyrir almenning og
garðyrkjubændur
Endurmenntunardeild LbhÍ
skipuleggur námskeið fyrir
almenning síðla vetrar og á
vorin og þá eru helgarnar á
Reykjum vel nýttar. Dæmi um
garðyrkjutengd námskeið eru
jarðgerð og umhirða safnhauga,
trjá og runnaklippingar, berja
ræktun, ræktun grænmetis í
óupphituðum garðgróðurhúsum,
pottaplönturæktun og fjölbreytt
fræðsla í blómaskreytingum.
Skólinn iðaði af lífi þessa
viku og í öllum hornum voru
nemendur að störfum. Samvera er
mikilvægur hluti af lotuvikunum
þar sem nemendur stinga saman
nefjum, að svo miklu leyti sem
grímu notkun gefur kost á. Dýr
indis síðdegiskökuveisla að
hætti Gurrýjar var haldin einn
daginn þar sem sóttvarna var
þó gætt til hins ítrasta og fleiri
samverustundir tengdu nemendur
og starfsfólk saman.
Ingólfur Guðnason
námsbrautarstjóri
garðyrkjuframleiðslu.
Verknámsstörf á Reykjum
Blómlegt anddyri Garðyrkjuskólans. Myndir / Guðríður Helgadóttir
GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM
Bændahöll breytist og stækkar Stiklað á stóru 1972 til 2006:
Áratugur umhugsunar, 1972 til 1982
MENNING&SAGA
Leiðrétting:
Skrásetjara varð það á að eigna Skildi Eirikssyni fyrstum manna þá hugmynd
að selja Bændahöllina, að hluta eða öllu leyti. Það er ekki rétt, því að á
Búnaðarþingi 1966 lagði Ingimundur Ásgeirsson fram á Búnaðarþingi þá
tillögu að selja skyldi hluta Bændahallarinnar. Tillagan fór til nefndar og
átti ekki afturkvæmt þaðan.
Bændahöllin í byggingu í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar.
Hótel Saga eins og hún lítur út í dag. Mynd / HKr.
Nemar í skrúðgarðyrkju.