Bændablaðið - 25.03.2021, Qupperneq 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202154
Einn mest seldi fólksbíll landsins
síðustu 15 ár er Skoda Octavia.
Fyrir stuttu síðan prófaði ég nýj-
ustu „Octaviuna“. Hægt er að fá
sex mismunandi bíla á verði frá
5.190.000 upp í 6.190.000, en bíll-
inn sem ég prófaði var ódýrasti
bíllinn, en með aðeins af auka-
búnaði (tæplega 500.000 króna
aukabúnaður í bílnum sem próf-
aður var).
Kraftmikil bensínvél
með rafmagnshjálp
Vélin er 1,5 lítra bensínvél sem
á að skila 150 hestöflum plús
rafmagnshjálparmótor sem hleðst
inn á í akstri og þegar bíllinn keyrir
létta keyrslu drepst á vélinni og
rafmagnsmótorinn heldur hraðanum.
Svolítið skrítið að keyra og allt í einu
drepst á mótornum en bíllinn keyrir
samt áfram með dautt á mótor.
Fyrst byrjaði ég að taka um 40
km í innanbæjarakstri og var eyðsla
mín þá 8,2 lítrar á hundraðið. Næst
var það langkeyrsla og eftir rúmlega
100 km sagði aksturstölvan að ég
hefði verið að eyða 5,6 lítrum á
hundraðið, en uppgefin eyðsla
samkvæmt bæklingi er 5,3 miðað
við blandaðan akstur. (Mjög sáttur,
miðað við að mitt aksturslag var alls
ekki neinn sparakstur).
Mjög ánægður með hraðastillinn
(Cruse Control)
Að keyra bílinn er mjög gott,
sætin góð og þægileg. Eitt það besta
fannst mér vera brekkuaðstoðin
(hill holder), en þegar maður
stoppar og stígur á bremsuna þá
fer brekkuaðstoðin á og fer ekki af
fyrr en maður gefur í aftur, þá fara
bremsurnar af (frábær hönnun á
búnaði að mínu mati). Hraðastillirinn
er það góður að hann nær að fylgja
bílnum fyrir framan í mjög krappar
beygjur og hringtorg, en sem dæmi
þá stillti ég hraðastillinn á 90 eftir
hringtorgið í Hveragerði og fylgdi
bílnum fyrir framan alla leið að
matsölustaðnum og bensínstöð AO
við Sprengisand í Fossvogi.
Á þessari leið kom ég aldrei við
bremsupedalann því hraðastillirinn
sá algjörlega um aksturinn. Það
var ekki fyrr en að ég beygði inn
á Bústaðaveg að enginn bíll var
fyrir framan til að fylgja að ég tók
hraðastillinn af með því að stíga á
bremsuna.
Bíllinn fullur af alls
konar aukabúnaði
Miðað við verð á bílnum þá hefði
maður haldið að ekki væri mikið af
auka- og tæknibúnaði í bílnum, en
það er ekki svo, Skoda Octavia Limo
e-Tec (mild hybrid) bíllinn sem var
prófaður er hlaðinn öryggis- og
aukabúnaði.
Akreinalesari, ABS og EBD
hemlunardreifing, fjarlægðar-
skynjarar framan og aftan, stöð-
ugleikastýring, árekstrar vörn með
neyðarhemlun, veg farendaskynjari
að framan (skynjar gangandi og
hjólandi) og er með innbyggða
neyðarhemlun. Þá er eitt sem ég hef
ekki séð í nýjum fólksbíl, en það er
slökkvitæki sem staðsett er undir
farþegasæti frammi í bílnum.
Af þægindabúnaði er m.a. 230
V. tengi í farþegarými. Þráðlaus
farsímahleðsla, hiti í stýri (3 mis-
munandi stillingar) og lyklalaust
aðgengi. Bíllinn læsir sér ef lykill
fer langt frá bíl og opnar bíl þegar
lykillinn nálgast. Mikið stillanleg
sæti eru í bílnum og góð loftræsting
ásamt fleiru.
Einn stór neikvæður og
leiðinlegur takki í bílnum
Fyrir mér er þessi bíll frábærlega
hannaður, verðið gott og lítil elds-
neytiseyðsla. Fullbúið varadekk í
skottinu og farangursrýmið mjög
stórt.
Að sitja í aftursætunum er gott,
sæti þægileg og rými fyrir fætur
mikið.
Miðað við hvað allt er gott við
bílinn og gott að keyra bæði á mal-
biki og malarvegum þá var bara
eitt atriði sem ég var mjög ósáttur
við. Ljósatakkinn fyrir ökuljósin
er takki sem þarf að ýta á, en ekki
snúa eins og í flestum bílum. Þetta
fannst mér og finnst gjörsamlega
vonlaus útbúnaður. Maður gat ekki
með nokkru móti vitað hvaða ljós
voru á bílnum nema að fara út til
að gá, eða vera þannig staðsettur að
maður sæi í speglun af rúðu til að
sjá hvort afturljós væru á bílnum.
Nánari upplýsingar um bílinn má
nálgast á vefslóðinni www.skoda.is.
VÉLABÁSINN
Hjörtur L. Jónsson
liklegur@internet.is
Lengd 4.689 mm
Hæð 1.468 mm
Breidd 1.994 mm
Helstu mál og upplýsingar
Nýr vel útbúinn Skoda Octavia
Skoda Octavia Limo e-Tec. Myndir HLJ
Svolítill sóði á afturendann.
Slökkvitæki undir farþegasætinu vinstra megin frammi í er stór öryggisplús.
Stórt farangursrými og fullbúið varadekk er stór plús.
Veit vel að maður á ekki að taka mynd á ferð, en hér er ég með hraðastillinn
stilltan á 90 og bíllinn fylgir bílnum fyrir framan á hans ferð.
Þessi ljósatakki finnst mér gjörsamlega glórulaus.
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
ALTERNATORAR
gerðir dráttarvéla