Bændablaðið - 25.03.2021, Qupperneq 57

Bændablaðið - 25.03.2021, Qupperneq 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 2021 57 Prjónað púðaver úr DROPS Paris. Prjónað í röndum, með garða- prjóni og snúningum. DROPS Design: Mynstur w-059-bn Stærð: Þvermál af púðaverinu: ca 35 cm. Passar fyrir hringlaga kodda ca 40 cm að þvermáli. Garn: DROPS PARIS (fæst í Handverkskúnst) - Ljósblár nr 101: 50 g - Fífill nr 14: 50 g - Rjómahvítur nr 17: 50 g - Apríkósa nr 01: 50 g - Rauður nr 12: 50 g Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm nr 3 eða sú stærð sem þarf til að fá 20 lykkjur x 40 umferðir = 10x10 cm. Hringlaga púði ca 40 cm að þvermáli. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. Litaröð-1: Mynstureining 1 og 8: ljósblár Mynstureining 2 og 6: fífill Mynstureining 3 og 10: rjómahvítur Mynstureining 4 og 7: apríkósa Mynstureining 5 og 9: rauður Litaröð-2: Mynstureining 1 og 8: rjómahvítur Mynstureining 2 og 6: rauður Mynstureining 3 og 10: ljósblár Mynstureining 4 og 7: apríkósa Mynstureining 5 og 9: fífill PÚÐI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í 2 stykkjum sem síðan eru prjónuð saman í lokin. Prjónað er garðaprjón og styttar umferðir í mynstu- reiningum og gatamynstur er prjónað á milli hverra mynstureininga. PÚÐAVER: Fitjið upp 35 lykkjur á hringprjón nr 3 með ljósbláum. Prjónið garðaprjón og litaröð-1 – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT eru prjónaðar styttar umferðir (1. umferð = rétta): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman (passið að prjóna þær ekki laust), snúið við og prjónið slétt til baka. Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, snúið við og prjónið til baka. Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, snúið við og prjónið til baka. Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, snúið við og prjónið til baka. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 34 umferðir garðaprjón og prjónað hefur verið einni lykkju færri í hvert skipti sem snúið er við. Nú er 1 lykkja á prjóni. Næsta umferð er prjónuð yfir allar lykkjur þannig: 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn, *1 lykkja slétt (lykkja sem áður var prjónuð 2 slétt saman), sláið uppá prjóninn*, prjónið frá *-* endið á 1 lykkja slétt = 35 lykkjur á prjóninum. Snúið við og prjónið til baka. ATH! uppáslátturinn er prjónaður slétt í þessari umferð, það eiga að myndast göt. Fyrsta mynstureiningin af púðaverinu hefur nú verið prjónuð. Prjónið næstu mynstureiningu eins og kemur fram að ofan, þar til prjónaðar hafa verið 10 mynstureiningar. Fellið laust af. Prjónið annað stykki alveg eins, nema nú eru prjónað eftir litaröð-2. FRÁGANGUR: Saumið með þræði í gegnum allar kantlykkjurnar í miðju og dragið saman, festið þráðinn vel. Saumið saman uppfitjunarkantinn og affellingarkantinn. Endurtakið á hinu stykkinu. Saumið bæði stykkin saman í ystu lykkjubogana/ umferð – passið uppá að gengið sé frá púðaverinu þannig rendur í sama lit séu á móti hverri annarri. Skiljið eftir ca 3 mynstureiningar til að setja koddann í áður en opið er saumað saman. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Litríkt púðaver HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 2 1 6 1 8 5 9 6 5 6 7 8 1 7 6 8 1 3 5 3 2 8 4 Þyngst 3 2 8 9 8 6 5 9 5 2 8 6 7 1 9 1 5 3 6 6 7 3 2 4 9 4 9 6 9 4 8 1 7 9 7 2 4 3 8 7 6 4 2 5 9 3 5 5 3 1 7 1 5 8 4 3 7 8 2 3 1 3 6 4 9 4 8 9 4 6 1 6 8 2 1 Borða páskaegg, fara á skíði og í sund FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Jónas er stundvís og glaður stærð- fræðisnillingur sem á heima í Kópavogi, með pabba, mömmu, stóru systur og veiðihundinum Gauju. Hann æfir fótlbolta með Breiðablik og þykir gaman að spila tölvuleiki. Jónas elskar ís og góðan mat. Nafn: Jónas Guðjónsson. Aldur: 9 ára. Stjörnumerki: Steingeit. Búseta: Í vesturbæ Kópavogs. Skóli: Kársnesskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Stærðfræði og íþróttir eru skemmtilegastar. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Ljón. Uppáhaldsmatur: Píta. Uppáhaldshljómsveit: Daði og gagnamagnið. Uppáhaldskvikmynd: Avengers, Infinity War. Fyrsta minning þín? Þegar ég fékk lest í jólagjöf. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta með Breiðabliki, ég hef líka prófað frjálsar íþróttir og það var mjög gaman, en mig langar til að prófa handbolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Húsasmiður eins og pabbi minn. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Hoppa niður af bílskúrs- þaki, ég ætla ekki að gera það aftur. Hvað ætlarðu að gera skemmti- legt um páskana? Ég ætla að borða páskaegg, fara á skíði og í sund. Næst » Ég skora á vinkonu mína, Heiðrúnu Önnu Kristinsdóttur, að svara næst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.