Bændablaðið - 25.03.2021, Page 58

Bændablaðið - 25.03.2021, Page 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 25. mars 202158 Vöxtur plantna er í grófum dráttum í tvær áttir. Í átt að ljósi til að nýta ljósið til tillífunar og í átt að miðju jarðar eða niður á við. Hópur grasafræðinga við Háskólann í München ásamt fleiri vísindamönnum hafa undanfarið unnið að rannsóknum á þessum vexti og hvað stjórnar honum. Allir sem hafa fylgst með vexti plantna, hvort sem það er í náttúrunni eða í eldhúsglugganum, vita að blöðin leita í áttina að birtu hvort sem hún kemur frá sólinni eða rafmagnsperu. Ástæða þessa er að í blöðunum eru grænukorn sem nýta birtuna til að planta geti vaxið og dafnað. Á svipaðan hátt leita rætur plantna niður á við og sækja vatn og nauðsynleg næringarefni í jarðveginn. Vextinum er stjórnað af hormón sem kallast auxin. Hormónin stjórna efnabreytingum í plöntum og það eru þær sem stjórna því að blöðin vaxa í áttina að birtu en ræturnar leita niður á við. Fyrrgreindir vísindamenn hafa undanfarið verið að skoða þessi auxin og hvernig þau fara að því að beina vextinum í ákveðna átt. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að því að kanna áhrif efnisins Naptalan, Napthylphphthalic acid, á getu auxin til að stjórna vextinum. NPA hefur verið notað sem illgresiseitur bæði í löndum Evrópusambandsins og í Bandaríkjum Norður-Ameríku fyrir tvíkímblöðunga. Dr. Ulrich Hammes, sem er í forsvari fyrir rannsóknarinnar, segir að NPA geti verulega dregið úr vexti plantna með því að hamla virkni auxina og að þannig megi nota það til að draga úr vexti illgresis sé það rétt notað. Hammes segir að rannsóknir af þessu tagi séu rétt skref í áttina að betri notkun á varnarefnum og aukinni landnýtingu í landbúnaði og öruggari matvælaframleiðslu. /VH Rannsóknir í grasafræði: Hvernig vita plöntur hvað snýr upp og niður? Vexti plantna er stjórnað af hormón sem kallast auxin. Hormónin stjórna efnabreytingum í plöntum og það eru þær sem stjórna því að blöðin vaxa í áttina að birtu en ræturnar leita niður á við. Ljóðasafn Hjálmars Freysteinssonar: Þar sem Frelsarinn ber út Moggann! Í maí næstkomandi verður gefið út úrval ljóða og lausavísna eftir Hjálmar Freysteinsson. Hann fæddist 18. maí 1943 á Vagnbrekku í Mývatnssveit og lést 6. febrúar 2020 og starfaði sem heimilislækn- ir, lengst af á Akureyri. Hjálmar var landsþekktur fyrir snjallar vísur. Hann var allra manna fundvísastur á þær hliðar á málum sem vöktu kátínu, gat alltaf séð það spaugilega, aldrei rætinn eða klúr, bara skemmtilegur. Það er Bókaútgáfan Hólar sem gefa mun bókina út, en Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Höskuldur Þráinsson munu búa hana til prentun- ar. Í bókinni, sem áætlað er að verði um 200 blaðsíður, verður Tabula Memorialis og þar verða nöfn þeirra sem vilja votta lækninum og hag- yrðingnum, Hjálmari Freysteinssyni, virðingu sína, skráð (nema viðkom- andi kjósi ekki nafnbirtingu), en for- kaupsverð hennar verður kr. 6.980- (innifalið er bæði sendingargjald og virðisaukaskattur). Áhugasamir kaupendur eru beðnir að senda nafn sitt, heimilisfang og kennitölu á netfangið holar@holabok.is (eða hringja í síma 692-8508 eftir klukk- an 16 á daginn). Hér á eftir eru nokkrar af vísum Hjálmars: Jarðrask Hótel gera okkur harla rík háum skila arði, en ekki vildi ég vera lík í Víkurkirkjugarði. Harður vetur Ofan gefur snjó á snjó snasir allar frjósa. Eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara að kjósa. Nú er í tísku að segja „á Mývatni“ í staðinn fyrir í Mývatnssveit. Það fór örlítið í taugarnar á Hjálmari og þegar Morgunblaðið auglýsti starf blaðbera „á Mývatni“sá hann strax að aðeins einn kæmi til greina. Um það orti hann: Mývatn löngum mesti merkisstaður var Jesú bróðir besti ber út Moggann þar! Hjálmar Freysteinsson. Heysjúkdómar virðast hafa fylgt landbúnaði á Íslandi allt frá landnámi. Í öðru og þriðja tölublaði Læknablaðsins á þessu ári má finna afar fróðlegar greinar um þessa sjúkdóma og heyöflun í gegnum tíðina. Fyrri greinin heitir „Um heysjúkdóma á Íslandi“. Undirtitill er „Heyöflun og eldri heimildir um heysjúkdóma“. Höfundar eru Davíð Gíslason, Tryggvi Ásmundsson og Einar Gunnar Pétursson. Davíð er sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum og yfirlæknir á Landspítalanum í Fossvogi. Hann starfar einnig sem klínískur dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Einar er rannsóknarprófessor emeritus við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Tryggva Ásmundsson, læknir emeritus. Seinni greinin heitir „Heysjúkdómar á Íslandi“. Undirtitill er II. Sjúkdómavaldar í heyi og rannsóknir á Íslandi. Höfundar eru Davíð Gíslason, Tryggvi Ásmundsson og Þórarinn Gíslason. Benda höfundar á að aðstæður til heyöflunar hafi verið betri á fyrstu öldum eftir landnám en seinna varð, þegar veðurfar kólnaði og landgæði versnuðu. Langur aðdragandi Davíð segir í erindi til Bændablaðsins að aðdragandi að samningu þessara greina sé orðinn langur. „Það var haustið 1978 að Örn Elíasson lungnalæknir var aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum og ræddum við þá um það hversu heysjúkdómar væru algengir á Íslandi. Ég benti honum á að Jón Steingrímsson eldklerkur hefði verið illa haldinn af astma meðan hann bjó á Felli í Mýrdal og að Þórbergur Þórðarson hefði haft slæman áreynsluastma í æsku austur í Suðursveit. Það væri fróðlegt að vita hvort ekki fyndust einhverjar gamlar heimildir um heysjúkdóma. Örn brást skjótt við og með aðstoð kunnáttumanna á Landsbókasafninu og Orðabók háskólans fann hann mjög áhugaverðar heimildir, sem hann birti í Læknablaðinu og einnig á erlendum vettvangi. Ég hef oftar en einu sinni heyrt erindi á erlendum læknaráðstefnum þar sem þess var getið að Sveinn Pálsson hafi löngu fyrir daga Campells (skrifaði um heysjúkdóma 1932) skrifað um heysjúkdóma, og var þar vitnað í skrif Arnar. Í fyrri grein okkar um heysjúkdóma drögum við fram miklu eldri heimildir um heysjúkdóma en í greinum Arnar, og nýtum þar þekkingu Einars Gunnars Péturssonar, sem er doktor og prófessor í miðaldafræðum. Einnig leituðum við í Heilbrigðisskýrslur, sem geyma margskonar fróðleik um heilsufar og ástand þjóðarinnar.“ Fyrri hluti fyrri greinarinnar fjallar um heyöflun og geymslu á heyi yfir vetrartímann, en seinni hlutinn um eldri heimildir um heysjúkdóma. Í greininni segir að líklega hafi heyöflun á Íslandi farið fram með svipuðum hætti alveg frá landnámsöld og fram á 20. öldina. Tíðarfari til heyskapar hefur alla tíð getað brugðið til beggja vona og bændur hafa verið misjafnlega atorkusamir við heyskapinn. Strax fyrir landnám er þess getið að Flóki Vilgerðarson gleymdi að afla heyja vestur í Vatnsfirði og fékk svo á sig harðan vetur svo allur kvikfénaður hans drapst. Fyrstu heimildir um heysjúkdóma eru frá því snemma á 17. öld Fyrstu heimildir sem greinahöfundar fundu og vísa til heysjúkdóma er í óprentaðri lækningabók séra Odds Oddssonar á Reynivöllum í Kjós, sem talin er skrifuð snemma á 17. öld og varðveitt er í handriti. Þar kemur fyrir orðið heysótt næst á eftir orðinu lungnasótt. Í lækningabók sem Hannes Gunnlaugsson skrifaði um 1670 stendur: „Við hriðjum, heysótt, berl(ings) hósta, brjósterf(iði), voghræki og stuttum andadrætti, tak brennisteinsblómstur, anis, sykur, gjör þar af smákringlur og iðka kvölds og morgna.“ Næsta víst er að fleiri dæmi um orðið finnist í lækningabókum í handritum frá síðari öldum. Á síðasta hluta 17. aldar, eða frá 1681 til dauðadags 1695, vann maður að nafni Guðmundur Ólafsson að orðabók fyrir Svía sem varðveitt er í handriti. Þar er dæmi um orðið heysótt og þýtt sem „morbus“. Orðið heysótt kemur einnig fyrir í kvæðinu Einbúavísur eftir Benedikt Jónsson í Bjarnanesi (um 1664-1744) og er 21. erindi svohljóðandi: Kýrnar bind á klafann eg, klára fjós og brynni, læt í meisa, mjólka, géf, mæddur af heysóttinni. Setningin „mæddur af heysóttinni“ kemur auk þess fyrir í orðabókum frá svipuðum tíma. Þannig var eftirfarandi skrifað í orðabók um 1730-40: „Heysótt kallast einnig slæmska með lystarleysi, sem þeir fá stundum, sem á vetrum leysa saman þjappað hey í heygarði með heynál eða heykrók.“ Í lok 18. aldar skrifar Jón Pétursson furðu greinargóða lýsingu á heysjúkdómum og segir þar: „Því verður ekki neitað að heysótt illa um hirt, eða lengi forsómuð, verður margra manna bani hér á landi.“ Jón Finsen getur þess í doktorsritgerð sinni 1874 að einkenni heysjúkdóma séu annars eðlis en frjónæmi (hay fever), sem þá hafði nýlega verið skilgreint. Árið 1870 skrifar landlæknir leiðbeiningar fyrir bændur um það hvernig draga megi úr hættu af heysjúkdómum með því að binda þunnan klút fyrir andlitið þegar hey er leyst úr stæðum. Í skýrslum héraðslækna, sem ná frá árinu 1891, er varla minnst á heysjúkdóma fyrr en 1935 en eftir það er þeirra alloft getið og einstaka læknar gefa þeim töluvert pláss í skýrslum sínum og hvetja til þess að þeir séu rannsakaðir. Í skrifum sem sagt er frá í þessari grein er ekki minnst á einkenni IgE- miðlaðs ofnæmis í nefi og augum, sem þó voru algengustu einkennin tengd vinnu í heyryki þegar þessir sjúkdómar voru rannsakaðir á árunum eftir 1980. Rannsóknir á heyi og heysjúkdómum Seinni greinin fjallar um rann- sóknir á heyi og heysjúkdómum frá því landlæknir, Ólafur Ólafsson, myndaði rannsóknarhóp í þessu augnamiði árið 1980 að beiðni Stéttarsambands bænda. Allmargar greinar hafa birst um þessar rann- sóknir og skyldar rannsóknir, og hafa þær birst í ýmsum tímaritum, íslenskum og erlendum, og því eru það afar fáir sem hafa nokkra heildaryfirsýn yfir það sem gert var á vegum hópsins. Davíð segir að greinin sé skrifuð til að draga saman á einn stað helstu niðurstöður þessara rannsókna, og má líta á hana sem beint framhald af fyrri greininni. Með því er lokið því verki sem hófst að frumkvæði Ólafs Ólafssonar fyrir 40 árum, eða kannski enn frekar með skrifum Sveins Pálssonar fyrir 230 árum. Þá segir Davíð: „Nú hafa orðið gagngerar breytingar á búskaparháttum varð- andi heyöflun og geymslu á heyi og vafalítið eru þeir sjúkdómar sem við fjöllum um orðnir miklu sjaldgæfari en áður var. Þannig voru þessar rannsóknir framkvæmdar á síðustu stundu og báðar greinarnar orðn- ar að sagfræði. Eigi að síður mun þekkingin sem safnað var nýtast í framtíðinni.“ Greinarnar í Læknablaðinu eru mjög fróðlegar og prýddar göml- um myndum sem varðveittar eru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. /HKr. Heysjúkdómar á Íslandi – Afar fróðlegar greinar í Læknablaðinu Einar Sigvaldi Sigurjónsson, bóndi í Firði á Seyðisfirði, að slá sín tún. Eyjólfur Jónsson tók myndina um 1940. Mynd / Ljósmyndasafn Reykjavíkur BÆKUR BLÖÐ& MENNING

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.