Morgunblaðið - 11.02.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: 11-18 virka daga
og 11-15 laugardaga.
www.spennandi-fashion.is
ÚTSÖLULOK!
HÖNNUN
OG GÆÐI
Morgunblaðið/Golli
Friðlýst Dómkirkjan og Alþing-
ishúsið eru bæði friðlýst hús.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Um 150 friðlýstar kirkjur eru í eigu
og umsjá safnaða þjóðkirkjunnar
um land allt. Þar á meðal er Húsa-
víkurkirkja sem þarfnast kostnaðar-
sams viðhalds, eins og greint var frá
í Morgunblaðinu á mánudaginn var.
Að sögn Agnesar M. Sigurðar-
dóttur biskups Íslands var reiknað
út í mars 2019 að viðhaldsþörf frið-
lýstu kirknanna væri rúmlega 217
milljónir króna, sem er 1,75% af
brunabótamati þeirra. Heildartala
sóknargjalda til sókna þjóðkirkjunn-
ar á sama ári var tæplega 193 millj-
ónir króna. Þau þurfa að standa und-
ir margvíslegum rekstri sóknanna.
Sóknargjöldin skorin niður
Agnes sagði í skriflegu svari að
viðhaldsvandi kirkna væri útbreidd-
ur og tengdist niðurskurði sóknar-
gjalda. Hún benti á að þegar um
friðlýst hús væri að ræða yrði að
fara eftir ákveðnum reglum við við-
gerðir sem gæti reynst dýrt.
„Sóknargjöldin eru notuð í við-
hald, rekstur og starfið innan sókn-
anna. Djáknar, organistar, barna-
og æskulýðsstarfsfólk og annað
launað starfsfólk sóknarinnar fær
laun sín frá sókninni en fjölmargir
sjálfboðaliðar sóknanna fá engin
laun. Sóknargjöldin hafa verið skor-
in niður af ríkisins hálfu miðað við
lög um sóknargjöld nr. 91/1987 um
tugi prósenta,“ sagði í svari biskups
Íslands.
Agnes vitnaði í greinargerð með
ályktun héraðsfundar Reykjavíkur-
prófastsdæmis eystra 2019 en hann
skoraði á Alþingi og ríkisstjórnina
að leiðrétta sóknargjöldin. Þar var
m.a. bent á að sóknargjaldið hefði
verið skert gríðarlega frá árinu 2009
og langt umfram þann niðurskurð
sem aðrir máttu þola vegna efna-
hagshrunsins.
„Hefur þessi skerðing leitt til þess
að sóknargjaldið er nú kr. 925 kr. á
mánuði fyrir hvern gjaldanda, og
lækkar þannig um 6 kr. frá fyrra ári,
en ætti skv. lögum að vera 1.649,72
kr., eða 724,71 kr. hærra á mánuði.
Heldur ríkisvaldið því nú eftir um
44% af innheimtu sóknargjaldi,“
sagði í greinargerðinni.
Skorið niður um 10,4 milljarða
Þar kom fram að sumir söfnuðir
væru að komast í þrot fjárhagslega,
hefðu ekki getað sinnt brýnasta við-
haldi eigna og væru ellefu árum eftir
hrunið enn að segja upp starfsfólki
og draga úr starfsemi sinni. Bent
var á að árið 2019 hafði sóknargjald-
ið aðeins hækkað um 6,3% frá árinu
2008 en vísitala neysluverðs hafði
hækkað um 63,6% á sama tímabili.
Heildarniðurskurður sóknargjalda
til allra safnaða þjóðkirkjunnar nam
á sama tíma rúmlega 10,4 milljörð-
um króna.
Jöfnunarsjóður sókna styrkir við-
hald kirkna. Í fyrra sóttu sóknir um
slíka styrki að upphæð um 900 millj-
ónir króna en sjóðurinn hafði ekki
nema um þriðjung þeirrar fjárhæð-
ar til úthlutunar, að sögn biskups.
Langvarandi
fjársvelti
Sóknir geta ekki sinnt viðhaldi eigna
Freyr Bjarnason
Alexander Kristjánsson
Til skoðunar er að semja um kaup á
rússneska bóluefninu Spútnik V inn-
an Evrópusambandsins, sem þar
með yrði tekið í notkun hér á landi.
Þetta segir Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra.
„Það er mín sannfæring að það
var rétt ákvörðun að vera samferða
Evrópu í þessum málum. Á þeim
vettvangi er verið að skoða þetta
rússneska efni. Við erum þar um
borð og við sjáum hvernig vindur
fram með það,“ segir Svandís, sem
veit ekki hvenær Spútnik V gæti
hugsanlega komið til landsins. Bólu-
efnið sé til skoðunar hjá Evrópsku
lyfjastofnuninni. Spurð hvort annað
erlent ríki hafi boðið Íslandi aðstoð
um milligöngu að bóluefni svarar
hún því neitandi.
Svandís bendir á að Ísland sé með
átta bóluefnaframleiðendur í sigtinu,
en efnin séu mislangt á veg komin.
Bólusetning hófst
í Laugardalshöll
Bólusett var í Laugardalshöll í
Reykjavík í fyrsta sinn í gær. Um
400 lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkra-
flutningarmenn voru bólusettir á
rúmri klukkustund en allir fengu
þeir seinni skammt af bóluefni lyfja-
fyrirtækisins Moderna.
Sigríður Dóra Magnúsdóttir,
framkvæmdastjóri lækninga hjá
Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð-
inu, segir að aðgengi sé mun betra í
Laugardalshöll en á Suðurlands-
braut þar sem áður var bólusett. Til
að mynda sé hægt að hleypa fólki
inn á einum stað en út á öðrum.
Alls hafa nú 4.856 verið bólusettir
að fullu, en 3.089 til viðbótar fengið
fyrri skammt af tveimur.
Ekkert innanlandssmit
Ekkert kórónuveirusmit greindist
innanlands á þriðjudag. Einungis sjö
innanlandssmit hafa greinst síðustu
14 daga, og er nýgengi veirunnar
innanlands því um 1,9 en það hefur
ekki verið lægra síðan í júlí. Sautján
eru í sóttkví vegna veirunnar og tólf
á sjúkrahúsi.
Morgunblaðið/Eggert
Bólusetning Byrjað var að bólusetja í Laugardalshöll í gær. Um 400 framlínustarfsmenn fengu síðari bólusetningu.
Rússneska bóluefnið
Spútnik til skoðunar
Ekkert innanlandssmit Nýgengi ekki lægra síðan í júlí
Hugmyndir um að koma á milli-
landaflugi um Hornafjarðarflugvöll
myndu kalla á miklar framkvæmd-
ir og kostnað. Þetta kemur fram í
umsögn Isavia um þingsályktun-
artillögu þess efnis sem lögð hefur
verið fram á Alþingi.
„Hornafjarðarflugvöllur er ekki
búinn nauðsynlegum búnaði í flug-
vernd til að taka á móti millilanda-
flugfarþegum og ljóst að ráðast
þyrfti í breytingar á flugstöð til að
koma fyrir búnaði bæði vegna flug-
verndar og tollskoðunar. Að auki
væri nauðsynlegt að fjölga starfs-
mönnum í daglegum rekstri á flug-
vellinum,“ segir í umsögninni.
Umfangsmiklar framkvæmdir
Rakið er að Hornafjarðarflug-
völlur hafi eina flugbraut sem sé
1.500 metra löng og 30 metra
breið. Slitlag flugbrautarinnar beri
ekki stærri flugvélar og breidd
hennar gæti verið takmarkandi
þáttur.
„Því gæti þurft að ráðast í um-
fangsmiklar framkvæmdir á flug-
braut ef horfa á til mikillar aukn-
ingar í umsvifi og breytingar á
tegundum flugvéla sem nota völl-
inn,“ segir í umsögninni.
Jafnframt er bent á að innan-
landsflugvellir séu „undirfjár-
magnaðir fyrir þau verkefni sem
þeir sinna í núverandi kerfi og að
uppsöfnuð framkvæmdaþörf er
nokkrir milljarðar miðað við
óbreytt þjónustustig. Því myndi
aukin þjónusta og breytt flugum-
ferð kalla á auknar fjárveitingar,
bæði fyrir framkvæmdir og þjón-
ustu.“
Telja milljarða þörf
í framkvæmdir
Millilandaflug á Hornafjörð dýr biti
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugstöð Endurbóta er þörf eigi að
vera hægt að sinna millilandaflugi á
Hornafirði eins og lagt hefur verið til.