Morgunblaðið - 11.02.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.02.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Merkel kanslari er loks á förum.Fyrir tveimur árum lét hún kjósa formann í flokknum í sinni mynd, og gerði ráð fyrir að sú tæki seint og um síðir við kanslaraembættinu.    Formannsefniðgekk þó ekki upp og hvarf gjör- samlega í skuggann frá „mömmu Mer- kel“, sem hún átti að taka við af.    Þá var ArminLaschet kosinn og sá lýsir sjálfum sér sem táknmynd óbreytanleikans í forystunni.    Efasemdir hafa þó vaknað um aðsá „nýi“ sé vænleg eftirmynd, þótt hún sé skoðanalega úr sama móti.    Nýleg könnun, sem gerð var umstuðning við kanslaraefni, gaf formanni CDU, stóra kristilega flokksins, Laschet 13% stuðning, en Markus Söder, foringja þeirra í CSU í Bæjaralandi, vel yfir 40%.    Söder er sagður fjarri því að verajafn hallur undir ESB og Mer- kel og dvergarnir 77 í kringum hana.    Söder sagði nýlega að „fjölmenn-ingarfrasinn“ færi illa í flesta Þjóðverja! Sumir fréttaskýrendur fullyrða að Söder sé efasemd- armaður um ESB, svo að kjör hans myndi valda titringi í hópi lýðræð- ishallans í Brussel.    Aðrir benda á að slík viðhorfgætu mildast kæmist Söder inn fyrir skotheldar dyr kansl- arahallarinnar í Berlín. Markus Söder Illa steyptur í mót? STAKSTEINAR Armin Laschet Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Fjögur skip voru í gær að lonuveiðum undan Breiðamerkursandi, græn- lensku skipin Polar Amaroq og Tasi- laq og Finnur Fríði og Nordborg frá Færeyjum. Loðnan stóð djúpt og litl- ar fréttir voru af miðunum síðdegis í gær. Grænlenskum skipum er heimilt að veiða samtals 9.293 tonn af loðnu í lögsögunni og færeyskum 6.365 tonn. Líklegt er að íslensku loðnuskipin haldi til veiða um eða upp úr helgi. Um 20 norsk skip hafa undanfarið verið að loðnuveiðum út af Austfjörð- um og hafa þau landað afla í Noregi, Færeyjum og hér á landi. Hátt verð hefur verið greitt fyrir loðnuna í upp- hafi vertíðar miðað við það sem áður hefur verið, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Í farmi sem norskt fyrirtæki keypti í gær úr einu skip- anna var meðalverðið 15,33 krónur norskar fyrir kílóið eða sem nemur um 230 ísl. kr. Í Fiskaren í Noregi kemur fram að meðalverð fyrir kíló af makríl hafi verið 180 krónur undan- farið, en venjulega sé makrílverðið mun hærra en greitt sé fyrir loðnu. Fjöldi norskra skipa, sem samtímis fá leyfi til að veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands, takmarkast við 30 skip. Norskum skipum er heimilt að veiða samtals 41.808 tonn af loðnu, mega aðeins veiða í nót og ekki sunnan línu, sem dregin er í austur frá punkti sunnan Álftafjarðar (64°30’N). aij@mbl.is Við veiðar við Breiðamerkursand  Styttist í að íslensk skip byrji veiðar Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson Vertíð Grænlenska skipið Polar Amaroq við Reykjanes 2017. Aðalmeðferð í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar á hendur Aldísi Schram, dóttur Jóns, Ríkisútvarpinu og Sigmari Guðmundssyni, frétta- manni Ríkisútvarpsins, hófst í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Jón Baldvin höfðaði málið vegna um- mæla sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 19. janúar 2019, þar sem Aldís lýsti sifjaspelli af hálfu föður síns og nauðungarvistun sem hún segir að Jón hafi farið fram á. Aldís sagði fyrir dómi í gær að hún hefði verið nauðungarvistuð á geðdeild með ólögmætum hætti þar sem engin gögn væri að finna um að nauðungarvistun hennar hafi verið lögð fyrir ráðuneyti eða dómara. Jafnframt sagði hún að Jón Baldvin hefði knúið á um nauðungarvistina vegna þess að hún sakaði hann um kynferðisbrot. Vísar ásökunum á bug Jón Baldvin sagði fyrir dómi að hann hefði fyrst heyrt af meintu kynferðisofbeldi í Morgunútvarpinu á Rás 2. Hann segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um nauðungarvistun en að hann hafi þó þurft að sam- þykkja hana vegna mats læknis um að slíkt væri nauðsynlegt. Umfjöllunin ekki úr lausu lofti Sigmar Guðmundsson fréttamað- ur sagði fyrir dómi að saga Aldísar um meint sifjaspell og ólögmæta frelsissviptingu hefði átt erindi við almenning, sérstaklega vegna þess að sögur af meintum kynferðis- brotum Jóns Baldvins hefðu verið margar. Sigmar sagðist jafnframt hafa talið það skyldu fjölmiðla gagn- vart almenningi að skýra frá því að hinar fjölmörgu ásakanir hefðu kom- ið fram. ragnhildur@mbl.is Aðalmeðferð í máli Jóns Baldvins hafin  Spennuþrungið andrúmsloft  Vísar ásökunum á bug Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Héraðsdómur Jón Baldvin Hanni- balsson og Kolfinna dóttir hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.