Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 10

Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Sjáum um allar merkingar Höfðabakka 9, 110 Rvk | www.runehf.is Gísli, sölu- og markaðsstjóri vinnufatnaðar Sími 766 5555 | gisli@run.is ÖRYGGIS- SKÓR VANDAÐUR VINNUFATNAÐUR 6424 6202 55505536 3307 3407 SAFE & SMART monitor félög lendi í aðstöðu þar sem fara þarf í mikinn kostnað við að bjarga grindhvölum í fjöru, oft með tak- mörkuðum árangri.“ Áfram megi veiða fýlsunga Sveitarstjórn Mýrdalshrepps leggur til að breytingar verði gerðar á frumvarpinu þannig að veiðar á fýl verði leyfðar áfram. „Um er að ræða hefðbundnar hlunnindaveiðar sem hafa menningarsögulegt gildi og ógna á engan hátt stofnstærð fýlsins. Undanþága þarf jafnframt að vera fyrir hendi til að heimilt sé að nota barefli við veiðarnar eins og hefð er fyrir en slíkt yrði óheimilt sam- kvæmt 24. gr. frumvarpsins,“ segir í umsögninni. Sveitarstjórnin segir að ekki verði fallist á það að siðferðisrök eða dýra- velferðarsjónarmið mæli með banni við veiðum á fýl. Ekki sé óeðlilegt að ófleygir ungar séu veiddir „enda er alifuglakjöt sú tegund kjöts sem mest er neytt af á Íslandi“. reynsla á framfylgd hjálparskyldu. Mikil vandkvæði hafi komið í ljós bæði varðandi kostnað og eins sé óskýrt í ýmsum tilvikum á hverjum hjálparskyldan hvílir. „Ekki þarf að fjölyrða um að dýr þekkja ekki stjórnsýslumörk sveitar- félaga og hafa komið upp tilvik þar sem dýr sem þurfa á hjálp að halda fari milli sveitarfélaga og þá er óljóst hver bera eigi kostnaðinn af slíku,“ segir í umsögninni. Einnig er bent á að mikil aukning hafi orðið á aðstoð við hvali í neyð og fjöldi vandamála komið upp. „Fyrst ber að nefna að óljóst er hver eigi að bera kostnað af því að hjálpa hval sem er í sjó en sveitarfélög hafa ekki skipulagsvald í fjörðum og sjó og því óeðlilegt að sveitarfélög beri þann kostnað. Í öðru lagi má nefna að aukning hefur orðið á fjölda grindhvala sem stranda hér á landi, sem dæmi strönduðu yfir 50 grindhvalir í Suð- urnesjabæ árið 2019. Getur því kom- ið upp sú staða að mjög lítil sveitar- Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samband íslenskra sveitarfélaga gerir athugasemd við ákvæði um vel- ferð villtra fugla og villtra spendýra í umsögn um frumvarp til laga um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Sam- bandið telur að breyting sem var gerð á 11. grein frumvarpsins frá því drög voru til umsagnar sé ekki til bóta. Það vísar í 7. grein laga um vel- ferð dýra þar sem segir að sá sem stofnar til útgjalda vegna hjálp- arskyldu eigi rétt á endurgreiðslu á öllum nauðsynlegum kostnaði frá þeim sem ber ábyrgð á kostnaðinum. Í tilfelli villtra fugla og villtra dýra séu það sveitarfélög en ráðuneyti vegna dýra í útrýmingarhættu. Sambandið telur eðlilegt að ef sveitarfélög eigi að endurgreiða um- ræddan kostnað komi skylda þeirra til þess skýrar fram í lögunum. Þá segir Sambandið að komin sé sjö ára Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Langanes Þar strönduðu margir grindhvalir haustið 2019. Kostnaður getur fylgt björgunaraðgerðum. Dýrin þekkja ekki sveitarfélagamörk  Sveitarfélög gera athugasemdir við villidýrafrumvarp Andrés Magnússon andres@mbl.is Konunglega hollenska loftferða- miðstöðin (NLR) telur að nýtt íbúða- hverfi, sem áformað er að rísi í Skerjafirði, í jaðri Reykjavíkurvallar, hafi svo mikil áhrif á vindafar á vell- inum, að flug- öryggi minnki og sé jafnvel stefnt í hættu. Reykjavík- urborg vinnur að skipulagi nýrrar, þéttrar og allt að 4-5 hæða hárrar byggðar í Skerja- firði. Hafa hags- munaaðilar m.a. kvartað undan því að skipulagsvaldið sé notað til þess að sneiða af flugvallarsvæðinu, hamla viðhaldi og uppbyggingu, og þrengja þannig að vellinum og starfsemi þar. Það samrýmist illa samningum borg- arinnar við ríkisvaldið um rekstr- aröryggi flugvallarins og telja þeir áformin um Nýja-Skerjafjörð lið í þeirri viðleitni borgarinnar. Áhyggjur af flugöryggi Sigrún Björk Jakobsdóttir, fram- kvæmdastjóri Isavia innanlands- flugvalla, tekur undir þetta. „Það sem er að gerast á Reykjavíkurflugvelli er að Hlíðarendabyggðin og þessi nýja byggð í Skerjafirði hafa þau áhrif að það myndast sviptivindar og ókyrrð á flugbrautunum. Flugmenn koma inn á braut í sterkum vindi, en svo er allt í einu lognpollur inni yfir brautinni. Þetta geta verið hættulegar að- stæður,“ segir Sigrún Björk. „Á Reykjavíkurflugvelli er mikið af kennslu- og æfingaflugi, léttum vél- um, svo þetta gæti haft mjög óheppi- leg áhrif.“ Hún segir að þar ráði ekkert eitt öllu. „Þetta hverfi eitt og sér sker ekki úr um aðstæður á brautinni, en allar þessar breytingar eru samverk- andi og geta lækkað notkunarstuðul vallarins.“ Hollenska skýrslan kallar eftir frekari greiningum Vegna þessarar áhættu var hol- lenska loftferðamiðstöðin fengin til að framkvæma ítarlega vindgrein- ingu á mögulegum áhrifum nýja hverfisins á vind- og loftstrengi á Reykjavíkurflugvelli. Var ráðist í þrjár greiningar; hvar áhrifa hverf- isins myndi helst gæta; breytingar á vindhvörfum og áhrif þeirra á flug- brautum, og loks breytingar á ókyrrðarstuðli og áhrif þeirra á að- stæður í aðflugi og á flugbrautum. Meginniðurstöður Peter van der Geest, sem stýrði skýrslugerðinni fyrir NLR, voru að áhrifa á aðflug myndi aðeins gæta á flugbrautum 01 og 31, en ekki á braut 19, sem er að- albraut Reykjavíkurflugvallar, þegar veður og vindar leyfa. Vindhvarfabreytingar voru ekki taldar hafa teljanleg áhrif á flugvöll- inn, þar sem þær aðstæður sköp- uðust u.þ.b. einu sinni í mánuði, en hins vegar geti verið erfitt að bregð- ast við þeim, þar sem ekki yrði unnt að lenda á öðrum brautum vegna hliðarvinds eða meðvinds. Nýja byggðin myndi aftur hafa miklu meiri áhrif á ókyrrðarstuð- ulinn. Greining NLR leiddi í ljós að í ríkjandi vestanátt, þegar vindhraði fer yfir 24 hnúta (um 12 m/sek.), fer ókyrrðarstuðullinn yfir ásættanleg mörk fyrir aðflug á flugbraut 13. Bráðabirgðaáhættumat NLR, miðað við tíðni og alvarleika atvika við þær aðstæður, var að aðstæðurnar væru þolanlegar, en þó því aðeins að gripið yrði til mildunarráðstafana til að minnka líkurnar á „alvarlegu örygg- isatviki“. Ný byggð hefur áhrif á flugöryggi  Ný hverfi umhverfis Reykjavíkurflugvöll breyta vindafari  Ókyrrð við brautirnar hefur aukist  Hagsmunaaðilar kvarta undan að sífellt sé þrengt að starfseminni  Kallar á sérstakar ráðstafanir Nýi-Skerjafjörður Í jaðri Reykjavíkurflugvallar Heimild; Koninklijk Nederlands Lucht- en Ruimtevaartcentrum 1. áfangi nýs hverfis, „Nýja-Skerjafjarðar“, sem Reykjavíkurborg áformar að rísi á næstu árum. 13 31 19 01 Sigrún Björk Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.