Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 11

Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Ýmsir viðburðir verða haldnir í tilefni þess að Dagur íslenska táknmálsins er í dag, 11. febrúar. Flestir verða þessir viðburðir fjarfundir. Mál- nefnd um ís- lenskt táknmál mun m.a. birta efni á síðu sinni á Facebook. Meðal þess er myndband þar sem ýmsir sem nota táknmál dagsdaglega svara spurningunni „Af hverju nota ég táknmál?“ Kosning hefur verið í gangi um tákn ársins 2020 og verða úrslitin birt á síðunni í dag. Þá mun Félag heyrnarlausra birta mynd- band á heimasíðu sinni, deaf.is. RÚV mun í dag senda út Krakka- fréttir og kvöldfréttir túlkaðar á táknmáli. Táknmáls Café Lingua verður haldið nk. laugardag í Borgar- bókasafninu í Grófinni undir yfir- skriftinni „Að læra táknmál á tím- um Covid-19“. Dagur íslenska táknmálsins í dag Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur sent velferðarnefnd Alþingis um- sögn vegna frumvarps til breytinga á lögum um slysatryggingar al- mannatrygginga. Þar óskar LSS m.a. eftir því að krabbamein hjá slökkviliðsmönnum verði skilgreint sem atvinnusjúkdómur. Vísar LSS í rannsóknir sem sýna að krabbamein sé mun algengara hjá slökkviliðsmönnum en öðru vaktavinnufólki. Þeir séu allt að tvöfalt líklegri til að fá ákveðnar gerðir krabbameina. Vill LSS að bótaréttur verði tryggður vegna slíkra sjúkdóma. Morgunblaðið/Hari Bruni Slökkviliðsmenn vinna erfitt starf. Krabbamein teljist atvinnusjúkdómur Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur sett drög að frumvarpi um breytingar á barnaverndarlögum í samráðsgátt stjórnvalda. Helstu breytingar eru þær að pólitískt skipaðar barna- verndarnefndir verða lagðar niður. Í stað barnaverndarnefndar verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga. Lagt er til að barnaverndar- umdæmi séu almennt ekki fámenn- ari en 6.000 íbúar, þó geti sveitar- félög fengið undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda. Engar pólitískar barnaverndarnefndir Þrjátíu ár eru liðin í dag, 11. febr- úar, frá því að Ísland viðurkenndi formlegt sjálfstæði Litháens, fyrst ríkja heims. Af því tilefni hafa Litháar búsettir á Íslandi útbúið myndband með 30 kveðjum til að þakka fyrir stuðning Íslands. Slóð á myndbandið er eftirfarandi: https://youtu.be/Iyr0kXbfPqs. Í dag búa um 3.500 Litháar hér á landi, segir í fréttatilkynningu. Takk Skjáskot af myndbandi Litháa. 30 ár frá stuðningi við sjálfstæði Litháa Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Verðhrun á útsöluvörum Ný prjónavesti kr. 5.900.- Str. S-XXL – 3 litir Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Alltaf eitthvað nýtt og spennandi - Vorið 2021 er framundan Skipholti 29b • S. 551 4422 TRAUST Í 80 ÁR FISLÉTTIR VATTJAKKAR, MARGIR LITIR, Skoðið laxdal.is Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is NÝ SENDING Gallabuxur: 24.980 Skyrta: 19.980 Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.