Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 12

Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Heimir Bergmann Löggiltur fasteigna- og skipasali og löggiltur leigumiðlari. Sími 630 9000 heimir@logheimili.is Kristín Skjaldardóttir Löggiltur fasteignasali Sími 824 4031 kristin@logheimili.is Ásgeir þór Ásgeirsson Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur Sími 772 0102 asgeir@logheimili.is Guðmundur Ólafs Kristjánsson Löggiltur fasteigna- og skipasali Sími 847 0306 gudmundur@logheimili.is Unnur Alexandra Nemi til löggildingar fasteignasala og viðskiptalögfræðingur Sími 788 8438 unnur@logheimili.is Sólrún Aspar Hefur lokið námi til fasteignasala. Sími 862 2531 solrun@logheimili.is Jónas H. Jónasson Nemi til löggildingar fasteignasala Sími 842 1520 jonas@logheimili.is Skipholti 50d, 105 Reykjavík Skólabraut 26, 300 Akranesi 530 9000 • www.logheimili.is Ertu í sölu- hugleiðingum? Getum bætt við eignum á söluskrá Fagmennska og traust í meira en áratug Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hvergi á landinu er betra aðbúa en í Vestmanna-eyjum, á Akureyri og íEyjafjarðarsveit. Þetta má lesa úr niðurstöðum viðhorfs- könnunar sem gerð var í haust á veg- um landshlutasamtaka sveitarfélaga og Byggðastofnunar, þar sem fengið var álit um 10.300 manns. Spurt var um 40 atriði; svo sem friðsæld, loft- gæði, skólamál, atvinnuöryggi og launatekjur, húsnæðismál, netteng- ingar, vegakerfi, vöruverð, þjónustu við fatlaða og aldraða, rafmagn, ásýnd bæja og sveita og almennings- samgöngur. Skólabærinn skorar hátt Dalamenn virðast ósáttir við að- stæður í sinni heimabyggð. Í sam- anburði við önnur svæði eru þar fá tækifæri til íþróttaiðkunar, farsíma- samband er götótt og sömuleiðis þjónusta við fatlaða, vegamál og um- ferðaröryggi. Þessi viðhorf eru sam- tóna því sem gerist á sunnanverðum Vestfjörðum. Í Dölunum kvartar fólk svo yfir háu vöruverð, en eins og sagði frá í Morgunblaðinu sl. sumar telja þeir prísana í verslun Samkaupa í Búðardal hafa hækkað úr hófi. Raunar eru verslunarmálin stór áhrifaþáttur og afgerandi þáttur í því hvernig fólki líkar í sinni sveit og víða í dreifbýlinu fá þeir þættir fall- einkunn. Þótt íbúar í Vestmannaeyjum, á Akureyri og í Eyjafjarðardölum mælist með hæsta heildarstigagjöf í könnuninni er mismunandi hvaða þætti þeir eru ánægðir með. Í sam- anburði við önnur svæði gefa Vest- mannaeyingar t.d. mannlífi, skipu- lagsmálum, umferð, íbúðaframboði og framfærslu góða einkunn. Ak- ureyringar eru jákvæðir gagnvart til að mynda skólamálum, menningu og umhverfismálum. Skólabærinn skor- ar. Á landsvísu eru Grindvíkingar, skv. könnuninni nýju, jákvæðastir allra gagnvart sínu sveitarfélagi þótt þeim þyki betur mega gera til dæmis í heilsugæslumálum. Hve Grindvík- ingar eru sáttir við sitt þarf kannski ekki að koma á óvart. Fyrir tveimur árum var gerð könnun á vegum emb- ættis landlæknis þar sem spurt var um hamingju, heilsu og vellíðan. Þar kom fram að 73% Grindvíkinga segj- ast vera hamingjusöm, 24% hvorki né og 3% eru beinlínis þjökuð af óham- ingju. Sólskinsblettir í heiði Stærsti hópur þátttakenda í könnuninni nú mat hamingju sína 8 á skalanum 1-10. Eyjamenn og íbúar í Snæfellsbæ reyndust hamingjusam- astir allra. Fólk á höfuðborgarsvæð- inu og í Reykjanesbæ reyndist mark- tækt óhamingjusamara en aðrir sem spurðir voru – þótt bæði í borginni og suður með sjó megi líka í viðhorfum íbúa sjá sólskinsblett í heiði. Íbúakönnun 2020 Afstaða íbúa eftir landshlutum til alls 40 búsetuskilyrða s.s. skóla, heilsugæslu, atvinnumála, samgangna, umhverfis, húsnæðismála, þjónustu, skipulagsmála o.fl. Vestmannaeyjabær Akureyri Eyjafjörður Akranes og Hvalfjörður Höfuðborgarsvæðið Snæfellsnes Grindavíkurbær V-Húnavatnssýsla Skagafjarðarsýsla N-Vestfirðir Rangárvallasýsla Árnessýsla Þingeyjarsýsla Hérað og N-Múlasýsla Suðurnesjabær Reykjanesbær Fjarðabyggð og Suðurfirðir Skaftafellssýslur Borgarfjarðarsvæði A-Húnavatnssýsla Sveitarfélagið Vogar Strandir og Reykhólar Dalir S-Vestfirðir 753 749 653 621 614 614 591 578 565 564 536 516 496 462 436 429 48 405 401 397 372 331 255 253 Hamingja Íbúar Vestmannaeyjabæjar og Snæfells- ness voru marktækt ham- ingjusamastir í könnuninni Íbúar Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins marktækt óhamingju- samastir Lítill munur var á svörun á milli landshluta Viðhorf til sveitarfélagsins Íbúar Grindavíkurbæjar voru ánægðastir með sveitarfélagið sitt, því næst íbúar Vestmannaeyja og síðan Suðurnesjabæjar Íbúar Dalanna voru óánægðastir með sveitarfélagið sitt, því næst íbúar Fjarðabyggðar og Suðurfjarða og síðan Borgarfjarðarsvæðis Lítill munur var á svörun á milli landshluta Samanlögð stig í öllum búsetuskilyrðum (einföld raðtölueinkunn) D e ig la – r it a tv in n u þ ró u n a rf é la g a n n a , B yg g ð a st o fn u n a r o g la n d sh lu ta sa m ta ka n n a , Íb ú a k ö n n u n 2 0 2 0 : Í b ú a r o g m ik ilv æ g i b ú se tu sk ily rð a , J ja n ú a r 2 0 2 1 Hamingjan er fundin Í Vestmannaeyjum og Snæfellsbæ búa lukk- unnar pamfílar sýnir ný könnun. Eyjar, Akureyri og Eyjafjarðarsveit þykja vera best til búsetu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri Bæjarbúar eru sáttir við sitt samkvæmt búsetukönnuninni, þá til dæmis starf menntastofnana enda er Akureyri réttnefndur skólabær. „Dreifbýli hér á Eyjafjarðarsvæðinu nýtur nálægðar við Akureyri þar sem býðst öll sú þjónusta sem nútímasamfélag kallar eftir. Þar nefni ég menningarstarf, skóla á öllum stigum og örugga heilbrigðisþjónustu,“ segir Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, fv. alþingismaður og nú ferðaþjónustubóndi á Öngulsstöðum í Eyja- fjarðarsveit. „Að búa í sveitinni felur svo í sér frelsi, friðsæld, öryggi, heilnæmt umhverfi auk þess sem hér í sveit eru góðir skólar og öflug félagsleg þjónusta. Þetta eru allt þættir sem vógu þungt í afstöðu fólks í búsetukönnuninni.“ Eyjafjarðarsveit er byggðirnar sunnan Akureyrar; rótgróið landbúnaðarsvæði þar sem ferðaþjónustan kemur æ sterkar inn. Íbúar eru um 1.100 og ágætt jafn- vægi er í flestu í sveitinni. „Kannski hafa Eyfirðingar til að bera eðlislæga hóg- værð og nægjusemi, hún kann að ráða nokkru um hve íbúar hér eru sáttir við sitt. Að félagslegt öryggi sé til staðar og efnamunur fólks hóflegur veit á gott. Könnunin sýnir líka að höfuðborgarsvæðið er ekki endilega sú paradís eða sælu- staður sem margir vilja vera láta. Dreifbýlið kemur sterkt út á ýmsum sviðum, sem kemur mér ekki á óvart.“ Höfuðborgin er ekki paradís Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyfirðingur Að félagslegt öryggi sé til staðar veit á gott, segir Jóhannes Geir. Hógværð og nægjusemi meðal Eyfirðinga Verslunarmál og hátt vöruverð brenna á Dalafólki og Halla Sigríður Steinólfsdóttir, bóndi í Ytri-Fagradal á Fellsströnd, kannast við málið. „Samkaupsbúðinni í Búðardal var breytt úr kjörbúð í krambúð og vöruverðið hækkað verulega. Íbúar eru ósáttir og sækja nauðsynjar núna í vaxandi mæli í Bónus, til dæmis í Stykkishólmi eða Borgarnesi. Héðan frá mínum bæ eru 50 kílómetrar hvort sem ég fer á Reykhóla, Hólmavík eða í Búðardal og því er langt að sækja alla þjónustu, en ég segist sama búa í nafna alheimsins,“ segir Halla. „Hér í Dalabyggð er góður grunnskóli, heilsugæslustöð og margvísleg önnur ómissandi starfsemi í Búðardal. Ég vænti þess líka að við fáum eitthvað gott og betri þjónustu með sameiningu sveitarfélaga, sama í hvaða átt við Dalamenn tengjum okkur. Við eig- um góða granna og möguleikarnir sem við höfum um sameiningu eru nokkrir. Stóra málið er að fram undan eru mikilvæg og spennandi verkefni sem gera lífið betra,“ segir Halla Sigríður. Spennandi að gera lífið betra Halla Steinólfsdóttir Fellsströndin er nafli alheimsins „Að íbúar í Snæfellsbæ séu þeir hamingjusömustu á land- inu er ánægjuleg niðurstaða og staðfestir að hér sé staðið rétt að málum,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri. „Góðir skólar, hreinlegt umhverfi, möguleikar til útivist- ar, öflugt íþróttalíf og menningarstarf. Þetta eru atriði sem við vitum að íbúar vilja hafa í lagi. Ráða miklu um hvernig þeim líður og líkar við sitt nærumhverfi. Mér hefur á síð- ustu árum orðið æ betur ljóst hvað menningin er stór áhrifaþáttur í því að fólk finni sig; svo sem að afþeying sé í boði, veitingastaðir og öflugt félagsstarf svo sem Lions, kvenfélag eða annað slíkt. Allt þetta styður sveitarfélagið vel við og telur mikilvægt. Undirstaða þessa alls er síðan sú að atvinnulífið sé í lagi. Ferðaþjónustan er að vísu í biðstöðu sem stendur og svo sjávarútvegurinn; sem skapar háar tekjur og skatttekjur sem streyma út í allt hagkerfið hér í bæ.“ Menningin er stór áhrifaþáttur Kristinn Jónasson Hamingjan ráðandi í Snæfellsbænum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.