Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 16

Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 G O S I Ævint ýri spý tustráks Barnasýning ársins 2020 Næstu sýningar 1 3. feb. 13:00 15:15 Uppselt 14. feb. 13:00 15:15 Uppselt 20. feb. 13:00 15:15 Uppselt 21. feb. 13:00 15:15 Uppselt 27. feb. 13:00 15:15 Ör fá sæti laus 28. feb. 13:00 15:15 Ör fá sæti laus 06. mar. 13:00 15:15 07. mar. 13:00 15:15 SBH. Morgunblaðið Við fjölgum sýningum — tryggðu þér miða á borgarleikhus.is Ísíðustu viku horfði ég á SigurðGuðmundsson, fyrrverandilandlækni, í frábærusjónvarpsviðtali segja frá reynslu sinni í Malaví, þar sem heil- brigðisvandamálum og lausnum á þeim var eilítið öðruvísi háttað en í okkar litla en auðuga eyríki. Það er ekki víst að „hver er sinnar heilsu smiður“ eigi jafnvel við í Malaví og hjá okkur þar sem stór hluti af okkar heilbrigðisvandamálum er lífsstíls- tengdur. Lífsviðhorf hafa áhrif á heilsuna Mín reynsla eftir 38 ár sem læknir er að almennt lífsviðhorf hvers og eins hefur mikil áhrif á hvernig þeim gengur að eiga við hverja heilbrigð- isvá sem að þeim steðjar og þar tel ég almenna jákvæðni til lífsins og fólks í kringum sig einn sterkasta þáttinn í velgengni í baráttunni við vágestinn og sennilega á það við að einhverju leyti alls staðar. Meðferðarheldni er annar mjög sterkur áhrifaþáttur og ekki síst í baráttu við okkar lífsstílstengdu heil- brigðisvandamál í hinum „þróaða“ heimi, þar sem tróna á toppnum stór- æðasjúkdómar í hjarta, heila og út- æðum, ásamt sykursýki og öðrum áhættuþáttum þessu tengdum. Þegar við skoðum nánar, þá er meðferðarheldni við langtímalyfja- meðferð u.þ.b. 50%, skammtímalyfja- meðferð um 70-80% og lífsstílsbreyt- ingar um 20-30%! Botninum nær þó vikuleg beinþynningarmeðferð í töfluformi eða heil 16%. Bretarnir hafa áttað sig á að þetta er stórt og dýrt vandamál og rétt fyr- ir aldamótin tóku heilbrigðisyfirvöld höndum saman með breska konung- lega lyfjafræðingafélaginu og settu af stað verkefni til að reyna að skilja betur hvað lægi hér að baki og hvern- ig best væri tekið á þessu. Niður- staðan var „From Compliance to Concordance“. Lykilorðin voru jafn- ingjar og samvinna! Áherslur á að upplýsa viðkomandi svo hann/hún geti tekið upplýsta ákvörðun um sína meðhöndlun í samvinnu við lækninn. Niðurstaðan var og er sem sagt að: Sjúklingurinn er auðvitað mikil- vægasti meðferðaraðilinn! Ef við fáum skjólstæðinginn ekki með okkur í slaginn er stríðið tapað! Eitt af mikilvægustu verkefnum okkar í heilsugæslunni er að virkja skjólstæðinga okkar til þátttöku í eig- in meðferð og þannig ýta undir sjálfs- eflingu og árangursríkari meðferð. Vonandi tekst okkur þannig saman að auka lífsgæði viðkomandi bæði til skemmri og lengri tíma. Það hefur verið mikil áhersla á há- tæknilækningar alllengi, enda hafa þær mikil áhrif hér og nú fyrir hvern og einn. Hins vegar er spurning hvort lágtæknilækningar og þjóðfélagsleg inngrip hafi í raun ekki miklu víðtæk- ari og langvinnari áhrif þegar á heild- ina er litið. Aukin áhersla heilsu- gæslunnar á lífsstíl Nærtækasta dæmið fyrir okkur er auðvitað inngrip og einfaldar ráð- leggingar sóttvarnalæknis í tengslum við Covid-19, sem hafa ekki bara haft jákvæð áhrif á dreifingu Covid-19 heldur líka á aðrar sýkingar og mikið minnkaða sýklalyfjanotkun. Svo ekki sé minnst á gífurlega jákvæð áhrif bólusetninga almennt á heilbrigði alls heimsins. Annað dæmi er bann við reykingum á veitingastöðum og op- inberum stöðum 2007 , sem á örfáum vikum fækkaði hjartaáföllum um 17- 19% bæði hjá reykingamönnum og hjá þeim sem ekki reyktu (óbeinar reykingar). Með áherslu heilsugæsl- unnar á lífsstíl og tengdar móttökur, þar sem lengst eru komnar sykursýk- ismóttökur, er vonandi að lágtækni- lækningar með áherslu á m.a. með- ferðarheldni fari að hasla sér frekari völl hér á landi. Ráðleggingar um heilbrigðan lífs- stíl, næringu og hreyfingu er að finna bæði á heilsuvera.is og á throunarmidstod.is/leidbeiningar/ sykursykismottaka/skjolstaeding- urinn. Hver er sinnar heilsu smiður! Morgunblaðið/Eggert Skokkað Mikilvægi hreyfingar er ómetanlegt fyrir heilsu, líf og líðan. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsuráð Hörður Björnsson svæðisstjóri og fagstjóri lækn- inga í Heilsugæslunni Miðbæ Morgunblaðið/Eyþór Aldin Ávextirnir eru ágætir og ómæld hollusta er í hverjum bita. Morgunblaðið/Valli Matur Grænmetisrétturinn er grill- aður, góður og afar girnilegur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.