Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.02.2021, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 G O S I Ævint ýri spý tustráks Barnasýning ársins 2020 Næstu sýningar 1 3. feb. 13:00 15:15 Uppselt 14. feb. 13:00 15:15 Uppselt 20. feb. 13:00 15:15 Uppselt 21. feb. 13:00 15:15 Uppselt 27. feb. 13:00 15:15 Ör fá sæti laus 28. feb. 13:00 15:15 Ör fá sæti laus 06. mar. 13:00 15:15 07. mar. 13:00 15:15 SBH. Morgunblaðið Við fjölgum sýningum — tryggðu þér miða á borgarleikhus.is Ísíðustu viku horfði ég á SigurðGuðmundsson, fyrrverandilandlækni, í frábærusjónvarpsviðtali segja frá reynslu sinni í Malaví, þar sem heil- brigðisvandamálum og lausnum á þeim var eilítið öðruvísi háttað en í okkar litla en auðuga eyríki. Það er ekki víst að „hver er sinnar heilsu smiður“ eigi jafnvel við í Malaví og hjá okkur þar sem stór hluti af okkar heilbrigðisvandamálum er lífsstíls- tengdur. Lífsviðhorf hafa áhrif á heilsuna Mín reynsla eftir 38 ár sem læknir er að almennt lífsviðhorf hvers og eins hefur mikil áhrif á hvernig þeim gengur að eiga við hverja heilbrigð- isvá sem að þeim steðjar og þar tel ég almenna jákvæðni til lífsins og fólks í kringum sig einn sterkasta þáttinn í velgengni í baráttunni við vágestinn og sennilega á það við að einhverju leyti alls staðar. Meðferðarheldni er annar mjög sterkur áhrifaþáttur og ekki síst í baráttu við okkar lífsstílstengdu heil- brigðisvandamál í hinum „þróaða“ heimi, þar sem tróna á toppnum stór- æðasjúkdómar í hjarta, heila og út- æðum, ásamt sykursýki og öðrum áhættuþáttum þessu tengdum. Þegar við skoðum nánar, þá er meðferðarheldni við langtímalyfja- meðferð u.þ.b. 50%, skammtímalyfja- meðferð um 70-80% og lífsstílsbreyt- ingar um 20-30%! Botninum nær þó vikuleg beinþynningarmeðferð í töfluformi eða heil 16%. Bretarnir hafa áttað sig á að þetta er stórt og dýrt vandamál og rétt fyr- ir aldamótin tóku heilbrigðisyfirvöld höndum saman með breska konung- lega lyfjafræðingafélaginu og settu af stað verkefni til að reyna að skilja betur hvað lægi hér að baki og hvern- ig best væri tekið á þessu. Niður- staðan var „From Compliance to Concordance“. Lykilorðin voru jafn- ingjar og samvinna! Áherslur á að upplýsa viðkomandi svo hann/hún geti tekið upplýsta ákvörðun um sína meðhöndlun í samvinnu við lækninn. Niðurstaðan var og er sem sagt að: Sjúklingurinn er auðvitað mikil- vægasti meðferðaraðilinn! Ef við fáum skjólstæðinginn ekki með okkur í slaginn er stríðið tapað! Eitt af mikilvægustu verkefnum okkar í heilsugæslunni er að virkja skjólstæðinga okkar til þátttöku í eig- in meðferð og þannig ýta undir sjálfs- eflingu og árangursríkari meðferð. Vonandi tekst okkur þannig saman að auka lífsgæði viðkomandi bæði til skemmri og lengri tíma. Það hefur verið mikil áhersla á há- tæknilækningar alllengi, enda hafa þær mikil áhrif hér og nú fyrir hvern og einn. Hins vegar er spurning hvort lágtæknilækningar og þjóðfélagsleg inngrip hafi í raun ekki miklu víðtæk- ari og langvinnari áhrif þegar á heild- ina er litið. Aukin áhersla heilsu- gæslunnar á lífsstíl Nærtækasta dæmið fyrir okkur er auðvitað inngrip og einfaldar ráð- leggingar sóttvarnalæknis í tengslum við Covid-19, sem hafa ekki bara haft jákvæð áhrif á dreifingu Covid-19 heldur líka á aðrar sýkingar og mikið minnkaða sýklalyfjanotkun. Svo ekki sé minnst á gífurlega jákvæð áhrif bólusetninga almennt á heilbrigði alls heimsins. Annað dæmi er bann við reykingum á veitingastöðum og op- inberum stöðum 2007 , sem á örfáum vikum fækkaði hjartaáföllum um 17- 19% bæði hjá reykingamönnum og hjá þeim sem ekki reyktu (óbeinar reykingar). Með áherslu heilsugæsl- unnar á lífsstíl og tengdar móttökur, þar sem lengst eru komnar sykursýk- ismóttökur, er vonandi að lágtækni- lækningar með áherslu á m.a. með- ferðarheldni fari að hasla sér frekari völl hér á landi. Ráðleggingar um heilbrigðan lífs- stíl, næringu og hreyfingu er að finna bæði á heilsuvera.is og á throunarmidstod.is/leidbeiningar/ sykursykismottaka/skjolstaeding- urinn. Hver er sinnar heilsu smiður! Morgunblaðið/Eggert Skokkað Mikilvægi hreyfingar er ómetanlegt fyrir heilsu, líf og líðan. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsuráð Hörður Björnsson svæðisstjóri og fagstjóri lækn- inga í Heilsugæslunni Miðbæ Morgunblaðið/Eyþór Aldin Ávextirnir eru ágætir og ómæld hollusta er í hverjum bita. Morgunblaðið/Valli Matur Grænmetisrétturinn er grill- aður, góður og afar girnilegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.