Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Áhugamenn í Borgarfirði vilja
stuðla að því að gönguleiðin frá
Hlíðarvatni í Kolbeinsstaðahreppi
hinum forna og að Hreðavatni í
Norðurárdal, svonefnd Vatnaleið,
verði gerð aðgengilegri fyrir al-
menning. Telja þeir að í því geti
falist viðskiptatækifæri fyrir sam-
félagið í ljósi þess að flestar vinsæl-
ustu gönguleiðir landsins eru full-
setnar.
Vatnaleiðin dregur heiti sitt af
því að hún liggur á milli fjögurra
stöðuvatna, Hlíðarvatns, Hítar-
vatns, Langavatns og Hreðavatns.
Hún hefur verið töluvert gengin á
undanförnum árum, aðallega í
skipulögðum ferðum ferðafélaga.
Hún varð til árið 1995 þegar
Ferðafélag Íslands skipulagði
þriggja daga gönguferð. Hægt er
að ganga nokkrar mismunandi leið-
ir. Gjarnan er gist í leitarmanna-
skálum við Hítarvatn og Langa-
vatn. Skálaleiðin svonefnda er 49
kílómetrar að lengd.
Hugmyndin fæddist
í Skotlandi
Björn Bjarki Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri og Gísli Einarsson
fréttamaður hafa tekið frumkvæðið
í vinnu við að gera hana öruggari
fyrir almenning. Segja þeir að hún
hafi þá sérstöðu í röð góðra göngu-
leiða að gott sé að komast að henni
og ekki taki nema hálfan annan
klukkutíma að aka frá Reykjavík
að upphafsstað.
Bjarki segir að áhugi þeirra fé-
laga á Vatnaleið hafi vaknað fyrir
alvöru þegar þeir gengu hinn
þekkta West Highland way í
skosku hálöndunum. Sú gönguleið
njóti mikilla vinsælda og þar hafi
byggst upp ýmiskonar þjónusta við
göngufólk, svo sem gisting, veit-
ingasala og sala á útivistarbúnaði,
svo dæmi séu tekin. Telja þeir að
Vatnaleiðin hafi margt að bjóða til
að verða „West Highland way Ís-
lands“.
„Við Vestlendingar eigum mikið
inni á þessu sviði. Án þess að við
ætlum að vera beinir þátttakendur
viljum við stuðla að því að fólk í
samfélaginu hér snúi bökum saman
og byggi upp þjónustu við göngu-
leiðina,“ segir Bjarki.
Þeir félagar hafa stungið upp á
því að stofnað verði ferðafélag í
héraðinu til að vinna að þessu máli
og einnig uppbyggingu annarra
gönguleiða. Hafa þeir viðrað hug-
myndir sínar víða, meðal annars
við landeigendur við gönguleiðina,
sveitarfélagið og Ferðafélag Ís-
lands og alls staðar fengið jákvæð-
ar viðtökur, að sögn Bjarka.
Kynning verði hafin
Ef samstaða næst vilja þeir að
hafnar verði framkvæmdir í sumar.
Telja rétt að byrja á stikun á
leggnum frá Hallkelsstaðahlíð við
Hlíðarvatn að Hítarvatni, og hefja
kynningu á leiðinni. Einnig að setja
upp upplýsingaskilti en þeir vekja
athygli á því að sárlega vanti
ákveðinn upphafspunkt svo fólk
geti lagt í hann á eigin vegum.
Vilja gera Vatnaleiðina aðgengilegri
Áhugamenn telja að Vatnaleiðin úr Kolbeinsstaðahreppi í Norðurárdal geti skapað viðskiptatækifæri
fyrir samfélagið Leggja til að byrjað verði á því að útbúa upphafspunkt og fyrsti leggurinn stikaður
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Langavatn Vatnaleiðin liggur á milli fjögurra vatna. Gjarnan er gist í leitarmannakofum við Hítarvatn og á Torfhvalastöðum við Langavatn.
Hlíðarvatn Hítarvatn
Langavatn
Hreðavatn
Vatnaleið
Torfhvalastaðir
Hallkels-
staðahlíð
Björn Bjarki
Þorsteinsson
Gísli
Einarsson
Í vikunni var veitt fyrsta byggingar-
leyfið til framkvæmda í Hamranesi,
nýjasta íbúðahverfi Hafnarfjarðar.
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars
hf. (BYGG) fékk þá leyfi fyrir fjög-
urra hæða og 24 íbúða fjölbýlishúsi á
lóðinni Hringhamri 1. Þetta fyrsta
leyfi markar upphafið að uppbygg-
ingu Hamraneshverfis, þar sem gert
ráð fyrir grunnskóla og tveimur leik-
skólum auk annarrar þjónustu.
Hamranesið er um 25 hektara ný-
byggingarsvæði við hlið Skarðshlíð-
arhverfis. Búið er að úthluta til verk-
taka sex lóðum með alls 148 íbúðum.
BYGG hf. er þegar farið af stað með
framkvæmdir á fyrstu lóðinni við
Hringhamar 1 og ætlar að leggja inn
teikningar fyrir annarri lóð á svæð-
inu. Búast má við uppdráttum frá
fleiri verktökum á næstu vikum,
segir í frétt frá Hafnarfjarðarbæ.
Bjarg íbúðafélag, sem er með
tvær lóðir í Hamranesinu, hefur
unnið deiliskipulag fyrir 148 íbúðir á
lóðunum. Skipulagsvinna, gatnagerð
og innviðauppbygging hefur verið í
fullum gangi í Hamranesi síðustu
vikur og mánuði og allt kapp lagt á
að hraða uppbyggingu á hverfinu til
að mæta eftirspurn og áhuga á
hvorutveggja íbúðum og lóðum á
svæðinu. Gatnagerð er nú lokið við
verktakareiti og í kringum Bjarg-
slóðir en búast má við að annarri
gatnagerð ljúki nk. haust.
Þá er búið að úthluta í Hamranes-
hverfi þróunarreitum með um 1.100
íbúðum og geta reitahafar farið í
deiliskipulagsvinnu á sínum reitum.
„Það er afar ánægjulegt hve eftir-
spurnin eftir reitum og lóðum á
svæðinu hefur verið mikil og að
finna þann mikla hug sem er í fólki,“
segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjar-
stjóri í Hafnarfirði. „Nú eru lóðir í
Skarðshlíð uppseldar og þá tekur
uppbygging við í Hamranesinu.
Flutningur raflína og framkvæmdir
við Ásvallabraut hafa þar vitaskuld
mikið að segja.“ sbs@mbl.is
Upphaf í Hamranesi
Nýtt hverfi í fæð-
ingu Mikill áhugi
meðal verktaka
Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær
Verk Hreinn Ólafur Davíðsson frá
Bygg hér við upphaf framkvæmda.
Atollo
Borðlampi
Vico Magistretti 1977
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
LÝSTU UPP
skammdegið