Morgunblaðið - 11.02.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.02.2021, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áhugamenn í Borgarfirði vilja stuðla að því að gönguleiðin frá Hlíðarvatni í Kolbeinsstaðahreppi hinum forna og að Hreðavatni í Norðurárdal, svonefnd Vatnaleið, verði gerð aðgengilegri fyrir al- menning. Telja þeir að í því geti falist viðskiptatækifæri fyrir sam- félagið í ljósi þess að flestar vinsæl- ustu gönguleiðir landsins eru full- setnar. Vatnaleiðin dregur heiti sitt af því að hún liggur á milli fjögurra stöðuvatna, Hlíðarvatns, Hítar- vatns, Langavatns og Hreðavatns. Hún hefur verið töluvert gengin á undanförnum árum, aðallega í skipulögðum ferðum ferðafélaga. Hún varð til árið 1995 þegar Ferðafélag Íslands skipulagði þriggja daga gönguferð. Hægt er að ganga nokkrar mismunandi leið- ir. Gjarnan er gist í leitarmanna- skálum við Hítarvatn og Langa- vatn. Skálaleiðin svonefnda er 49 kílómetrar að lengd. Hugmyndin fæddist í Skotlandi Björn Bjarki Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri og Gísli Einarsson fréttamaður hafa tekið frumkvæðið í vinnu við að gera hana öruggari fyrir almenning. Segja þeir að hún hafi þá sérstöðu í röð góðra göngu- leiða að gott sé að komast að henni og ekki taki nema hálfan annan klukkutíma að aka frá Reykjavík að upphafsstað. Bjarki segir að áhugi þeirra fé- laga á Vatnaleið hafi vaknað fyrir alvöru þegar þeir gengu hinn þekkta West Highland way í skosku hálöndunum. Sú gönguleið njóti mikilla vinsælda og þar hafi byggst upp ýmiskonar þjónusta við göngufólk, svo sem gisting, veit- ingasala og sala á útivistarbúnaði, svo dæmi séu tekin. Telja þeir að Vatnaleiðin hafi margt að bjóða til að verða „West Highland way Ís- lands“. „Við Vestlendingar eigum mikið inni á þessu sviði. Án þess að við ætlum að vera beinir þátttakendur viljum við stuðla að því að fólk í samfélaginu hér snúi bökum saman og byggi upp þjónustu við göngu- leiðina,“ segir Bjarki. Þeir félagar hafa stungið upp á því að stofnað verði ferðafélag í héraðinu til að vinna að þessu máli og einnig uppbyggingu annarra gönguleiða. Hafa þeir viðrað hug- myndir sínar víða, meðal annars við landeigendur við gönguleiðina, sveitarfélagið og Ferðafélag Ís- lands og alls staðar fengið jákvæð- ar viðtökur, að sögn Bjarka. Kynning verði hafin Ef samstaða næst vilja þeir að hafnar verði framkvæmdir í sumar. Telja rétt að byrja á stikun á leggnum frá Hallkelsstaðahlíð við Hlíðarvatn að Hítarvatni, og hefja kynningu á leiðinni. Einnig að setja upp upplýsingaskilti en þeir vekja athygli á því að sárlega vanti ákveðinn upphafspunkt svo fólk geti lagt í hann á eigin vegum. Vilja gera Vatnaleiðina aðgengilegri  Áhugamenn telja að Vatnaleiðin úr Kolbeinsstaðahreppi í Norðurárdal geti skapað viðskiptatækifæri fyrir samfélagið  Leggja til að byrjað verði á því að útbúa upphafspunkt og fyrsti leggurinn stikaður Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Langavatn Vatnaleiðin liggur á milli fjögurra vatna. Gjarnan er gist í leitarmannakofum við Hítarvatn og á Torfhvalastöðum við Langavatn. Hlíðarvatn Hítarvatn Langavatn Hreðavatn Vatnaleið Torfhvalastaðir Hallkels- staðahlíð Björn Bjarki Þorsteinsson Gísli Einarsson Í vikunni var veitt fyrsta byggingar- leyfið til framkvæmda í Hamranesi, nýjasta íbúðahverfi Hafnarfjarðar. Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) fékk þá leyfi fyrir fjög- urra hæða og 24 íbúða fjölbýlishúsi á lóðinni Hringhamri 1. Þetta fyrsta leyfi markar upphafið að uppbygg- ingu Hamraneshverfis, þar sem gert ráð fyrir grunnskóla og tveimur leik- skólum auk annarrar þjónustu. Hamranesið er um 25 hektara ný- byggingarsvæði við hlið Skarðshlíð- arhverfis. Búið er að úthluta til verk- taka sex lóðum með alls 148 íbúðum. BYGG hf. er þegar farið af stað með framkvæmdir á fyrstu lóðinni við Hringhamar 1 og ætlar að leggja inn teikningar fyrir annarri lóð á svæð- inu. Búast má við uppdráttum frá fleiri verktökum á næstu vikum, segir í frétt frá Hafnarfjarðarbæ. Bjarg íbúðafélag, sem er með tvær lóðir í Hamranesinu, hefur unnið deiliskipulag fyrir 148 íbúðir á lóðunum. Skipulagsvinna, gatnagerð og innviðauppbygging hefur verið í fullum gangi í Hamranesi síðustu vikur og mánuði og allt kapp lagt á að hraða uppbyggingu á hverfinu til að mæta eftirspurn og áhuga á hvorutveggja íbúðum og lóðum á svæðinu. Gatnagerð er nú lokið við verktakareiti og í kringum Bjarg- slóðir en búast má við að annarri gatnagerð ljúki nk. haust. Þá er búið að úthluta í Hamranes- hverfi þróunarreitum með um 1.100 íbúðum og geta reitahafar farið í deiliskipulagsvinnu á sínum reitum. „Það er afar ánægjulegt hve eftir- spurnin eftir reitum og lóðum á svæðinu hefur verið mikil og að finna þann mikla hug sem er í fólki,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjar- stjóri í Hafnarfirði. „Nú eru lóðir í Skarðshlíð uppseldar og þá tekur uppbygging við í Hamranesinu. Flutningur raflína og framkvæmdir við Ásvallabraut hafa þar vitaskuld mikið að segja.“ sbs@mbl.is Upphaf í Hamranesi  Nýtt hverfi í fæð- ingu  Mikill áhugi meðal verktaka Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær Verk Hreinn Ólafur Davíðsson frá Bygg hér við upphaf framkvæmda. Atollo Borðlampi Vico Magistretti 1977 CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 LÝSTU UPP skammdegið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.