Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 32

Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sundabrautin er enn og aftur komin á dagskrá eftir að starfshópur sam- gönguráðherra skilaði skýrslu sinni til ráðherrans í síðustu viku. Það hefur legið fyrir frá upphafi að mik- ilvægasta útfærla brautarinnar væri þverun Kleppsvíkur. Brú eða jarð- göng, það var stóra spurningin. Og nú liggur niðurstaða starfs- hópsins fyrir. Sundabrú er hag- kvæmari kostur en Sundagöng. Og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra er afdráttarlaus eftir útkomu skýrslunnar: Sundabrú er sá kostur sem unnið verður með héðan í frá. Hann vill að undirbún- ingur hefjist þegar í stað. Tíminn er dýrmætur því það getur tekið allt að 10 ár frá því ákvörðun er tekin þar til umferð verður hleypt á Sunda- braut, sem mun ná frá Sundahöfn upp í Kollafjörð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í viðtali við mbl.is að næstu skref séu að fara vel yfir málið og svara þeim spurningum sem upp muni koma. Samráð þurfi að eiga sér stað, sérstaklega við fólkið sem býr nálægt Sundabraut og muni verða fyrir mestum áhrifum. Sæbrautar- megin verða þrjú fjölbýlishús við Kleppsveg í mestri nánd. Gufunes- megin verður byggðin í Gufunesi, vestan Sundabrautar, í mestri nánd en austanmegin hús í Hamra-, Rima- og Borgahverfum. Og borgarstjóri bætir við að ræða þurfi við íbúasamtök Grafarvogs og Laugardals. Áhrifin verða umtals- verð, bæði á framkvæmdatíma og eftir að framkvæmdum lýkur. Eftir er að meta hve mikið umferðin af Sundabraut muni dreifast inn í ná- læg íbúðahverfi, t.d. Heima- og Vogahverfi. Í fyrri tillögum var gert ráð fyrir lágbrú (átta metrar yfir sjávarmáli) frá Gufunesi yfir Kleppsvíkina. Brú- in myndi taka land á hafnarsvæði Sundahafnar og vegurinn myndi síð- an liggja milli Kleppsspítala og Holtagarða upp á Sæbraut. Þessi út- færsla hefði haft í för með sér mikla röskun á starfsemi skipafélaganna, fyrst og fremst Samskipa, og því löguðust Faxaflóahafnir gegn henni. Starfshópurinn, sem skilaði skýrslu í síðustu viku, fól Eflu verk- fræðistofu að yfirfara eldri tillögur að Sundabrú og koma með tillögur að nýrri brú til móts við Holtaveg. Nú er gerð tillaga að 1.172 metra langri brú í 14 höfum. Um helmingur brúarinnar er yfir Kleppsvík en helmingur á landi að vestanverðu. Brúin rís í um 35 metra hæð yfir haf- flötinn og siglingahæð er áætluð um 30 metrar með um 100 metra breiðri siglingarennu. Haflengd brúar er um 130 metrar í siglingarennunni þar sem tekið er tillit til nauðsyn- legra öryggisfjarlægða. Sundabrú endar í um 130 metra fjarlægð frá Sæbraut og verður langhalli ein- ungis 2-3% að vestanverðu með lág- markshæð á farmsvæði Sundahafn- ar í kringum 20 metra. Mögulegt er að stytta brúna um 140 metra með því að auka langhalla í hámark, sem er 5%. Það myndi þýða að umferð á Skútuvogi og Barkarvogi kæmist ekki undir brúna ásamt því að hæð á farmsvæði yrði minni. Gufunes- megin er gert ráð fyrir að Sundabrú mæti landi á stuttri landfyllingu. Gera þarf ráð fyrir árekstrarvörnum við stöpla brúarinnar næst siglinga- rennunni, áhættumeta og setja sér- stakar reglur um siglingar undir brú. Gert er ráð fyrir göngu- og hjólaleið í austurkanti á brúnni. Æskileg breidd göngu- og hjóla- leiðar er talin vera 5,7 metrar en lág- marksbreidd er eitthvað minni. Gert er ráð fyrir fjórum akreinum á brúnni, sem hver verður 3,5 metrar á breidd. Með aðskilnaði akstursstefna, ör- yggisfjarlægðum og 5,7 metra göngu- og hjólastíg er heildarbreidd brúarinnar áætluð 26 metrar. Sæbrautin mögulega í stokk Í skýrslunni er gert ráð fyrir að Sundabraut á brú yfir Kleppsvík tengist Sæbraut inn á núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar. Í fyrsta áfanga sé mögulegt að tengja Sundabraut inn í núverandi gatnamót Sæbrautar og Holtavegar en á síðari stigum sé mögulegt að Sæbraut verði lögð í stokk gegnum gatnamótin og að Sundabraut teng- ist með hálfmislægum gatnamótum við Sæbraut. Nú þegar er mikil bílaumferð um Sæbraut og langar bílaraðir geta myndast á háannatíma. Hvernig verður álagið á gatnamótin Holta- vegur/Sæbraut þegar umferðin um Sundabraut bætist við? Samkvæmt umferðarspám munu 32 þúsund öku- tæki aka Sundabraut yfir Kleppsvík 2030 og 47 þúsund ökutæki 2050. Holtavegur er mikilvæg aðkoma að Holtagörðum, Skútuvogi og Barkarvogi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að aka undir Sundabrú vest- an gatnamóta við Skútuvog og tengja þannig svæðin austan Sæ- brautar Sundabraut á brú lokar tengingu Holtavegar austan Sæbrautar við Sæbraut. Þar með er lokað fyrir beinan aðgang athafnasvæðis Sam- skipa og Holtagarða við Sæbraut og einnig fyrir tengingar gatna bæði til suðurs (Skútuvogur og Barkar- vogur) og norðurs (Vatnagarðar). Til að vega upp á móti þessari lokun er, í samræmi við eldri hugmyndir Faxaflóahafna, lögð til ný hafnar- tenging norðan við Holtagarða með nýjum gatnamótum við Sæbraut og Vatnagarða. Þá leggst af núverandi tenging við Sæbraut. Morgunblaðið/sisi Gatnamótin mikilvægu Um þessi gatnamót mun umferð um Sundabraut fara. Myndin er tekin frá Holtavegi í áttina að Sundahöfn. Nú þegar er þung umferð á Sæbrautinni á háannatímum. Hlustað eftir sjónarmiðum íbúa Sæbraut/Holtavegur Umferð um Sundabraut fer um þessi gatnamót. Síð- ar verður Sæbraut lögð í stokk. Gula svæðið sýnir hve langt Sundabrú nær. Myndir/Úr skýrslu Gufunes Sundabraut mun tengjast Hallsvegi í Gufunesi. Á myndinni eru sýnd mislæg gatnamót en mögulegt er að bíða með byggingu þeirra.  Sundabrú er sá kostur sem unnið verður með héðan í frá, segir ráðherra  Samráð þarf að eiga við fólkið sem býr nálægt Sundabrautinni og mun verða fyrir mestum áhrifum, segir borgarstjóri Aðalstræti 2 | s. 558 0000 VALENTÍNUSAR- DAGURINN Glas af J.P. Chenet freyðivíni fylgir með öllum samsettum matseðlum á valentínusardaginn www.matarkjallarinn.is Á MATARKJALLARANUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.