Morgunblaðið - 11.02.2021, Page 36
36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
2012
2020
HJÁ OKKUR FÁST
VARAHLUTIR
Í AMERÍSKA BÍLA
Davíð Ólafsson,
löggiltur fasteignasali,
leigumiðlari og
viðskiptafræðingur
BERG Fasteignasala | Háholt 14 | Mosfellsbæ
Sími 588 5530 | berg@berg.is | berg.is
ATVINNUHÚSNÆÐI
SKRIFSTOFUR – IÐNAÐARBIL
Hafðu samband við okkur og við aðstoðum og finnum
rétta aðilann fyrir þig eða réttu eignina.
Þarftu að selja, kaupa, leigja út
eða taka á leigu?
Norðurhella 8 til sölu eða leigu
321,5 til 1798,1 fm
Sími 766 6633
Viðarhöfði 1 til leigu
391,8 fm
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Íbúar á suðvesturhorninu hafa síð-
ustu mánuði orðið varir við flokk
matarvagna sem fer frá einu hverfi
til annars og býður upp á fjöl-
breyttan mat, beint úr bílnum.
Birgir Rúnar Halldórsson, eig-
andi matarvagnsins The Wingman
og forsvarsmaður Félags íslenskra
matarvagna, segist hafa selt tug-
þúsundir kjúklingavængja síðan
starfsemin hófst í upphafi kórónu-
veirufaraldursins í fyrra.
Stofnað í annarri bylgjunni
Hann segir í samtali við Morg-
unblaðið að félagið hafi verið stofn-
að í annarri bylgju faraldursins, í
ágúst í fyrra. „Ég ásamt þremur
vinum mínum byrjaði upphaflega
með Wingman í vagni sem við
drógum á eftir okkur árið 2017 en
skiptum svo yfir í sérstakan bíl í
upphafi síðasta árs. Þegar farald-
urinn byrjaði flakkaði ég ásamt
nokkrum öðrum um hverfin, en síð-
an varð hlé á því þegar losnaði um
hömlur í samfélaginu síðasta sum-
ar,“ segir Birgir, en fyrsta tilraun
hans til að selja úr bílnum var á
leikskólaplani í Hafnarfirði í mars,
þegar Birgir gerði sér lítið fyrir og
seldi upp alla vængina sem í boði
voru, rúmlega eitt þúsund stykki.
„Ég átti ekki von á miklu, en það
var dýrvitlaust að gera.“
Bíllinn klár á
fimmtán mínútum
Birgir segir að einfalt sé að und-
irbúa vagninn fyrir sölu fyrstu mat-
arbitanna. „Það tekur um fimmtán
mínútur að undirbúa áður en mað-
ur byrjar að elda, sem er stór
breyting frá því að vera með vagn-
inn.“
Vagninn sem Birgir og félagar
ráku áður en bíllinn kom til sög-
unnar var fluttur inn frá Kína og
hafði nokkra agnúa sem hægt var
að bæta úr þegar félagarnir ákváðu
að færa starfsemina yfir í bíl.
Auk þess að ferðast um íbúða-
hverfin hefur Félag íslenskra mat-
arvagna leitast við að bjóða þjón-
ustu sína þar sem fólk safnast
saman, eins og á tónlistarhátíðum
og menningarviðburðum. „Það hef-
ur sýnt sig að það er meiri sala hjá
okkur í hverfum þar sem er lítil
þjónusta til staðar fyrir,“ útskýrir
Birgir.
Auk þess að þjónusta höfuðborg-
arsvæðið hafa vagnarnir heimsótt
Akranes og Selfoss. Birgir segir að
þjónustunni sé yfirleitt vel tekið úti
á landi.
Vagnarnir í félaginu eru Lobster-
Hut, The Wingman – Street Food
og Vöffluvagninn. „Vonandi bætast
enn fleiri vagnar í hópinn síðar.“
Skemmtileg stemmning
Markaðsstarf félagsins fer eink-
um fram í hverfahópum á Facebook
og á Instagram að sögn Birgis.
Hann segir að mikil stemmning
myndist í kringum vagnana. „Við
bjóðum ekki upp á borð og stóla og
reiðum okkur eingöngu á að fólk
sæki matinn. Fólki finnst skemmti-
leg tilbreyting að fá sér smá göngu-
túr og sækja mat til að borða
heima.“
Vængir í tugþúsundavís
Kjúlli Birgir Rúnar við nýja Wingman-bílinn þar sem vængirnir fljúga út.
Félag íslenskra matarvagna stofnað í fyrra Góð sala í
hverfum með litla þjónustu Yfirleitt vel tekið úti á landi
Veitingar
» Í Félagi íslenskra mat-
arvagna eru Lobster-Hut, The
Wingman – Street Food og
Vöffluvagninn.
» Vagnarnir ferðast um íbúða-
hverfi og mannamót.
» Wingman hóf starfsemi í
vagni árið 2017.
● Íslandshótel hafa hlotið Mennta-
verðlaun atvinnulífsins árið 2021 fyrir
stefnumiðaða og markvissa vinnu í
fræðslu- og menntamálum starfs-
manna. Verðlaunin veitti forseti Íslands,
Guðni Th. Jóhannesson, og veittu for-
svarsmenn fyrirtækisins þeim viðtöku.
Er þetta í áttunda sinn sem verðlaunin
eru veitt á Menntadegi atvinnulífsins. Í
rökstuðningi dómnefndar fyrir útnefn-
ingu Íslandshótela er bent á að félagið
hefur á markvissan hátt tengt saman
uppbyggingu á fræðslu og þjálfun
starfsfólksins við heildarstefnumótun
sína.
Íslandshótel hreppa
Menntaverðlaunin
11. febrúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.32
Sterlingspund 175.46
Kanadadalur 99.97
Dönsk króna 20.721
Norsk króna 15.018
Sænsk króna 15.249
Svissn. franki 142.47
Japanskt jen 1.2173
SDR 183.45
Evra 154.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.6279
Hrávöruverð
Gull 1846.55 ($/únsa)
Ál 2025.5 ($/tonn) LME
Hráolía 60.8 ($/fatið) Brent
Arðsemi eigin fjár Arion banka var
11,8 prósent á fjórða ársfjórðungi
þessa árs og 6,5 prósent á árinu 2020.
Þetta kemur fram í uppgjöri bank-
ans sem birt var í gær.
Afkoma Arion banka á fjórða árs-
fjórðungi var 5.761 milljón króna,
sem er mun betri afkoma en á sama
tímabili í fyrra. Afkoman á árinu í
heild var 12.469 milljónir króna.
Afkoma Arion banka af áfram-
haldandi starfsemi var 8.110 milljón-
ir króna á fjórða ársfjórðungi og
16.747 milljónir króna á árinu.
Alls námu heildareignir um 1.173
milljörðum króna
í árslok, til sam-
anburðar við
1.082 milljarða
króna á sama
tíma árið áður.
Eigið fé var jafn-
framt 198 millj-
arðar króna og
jókst þannig um
átta milljarða
króna milli ára.
Bankinn stefnir nú á að kaupa eig-
in bréf að andvirði 15 milljarða
króna.
Hátt í 12% arðsemi á
fjórða ársfjórðungi
Benedikt
Gíslason
Hagnaður Íslandsbanka á síðasta
fjórðungi 2020 nam rúmum 3,5 millj-
örðum króna og jókst um 112% milli
ára, en hann var tæplega 1,7 ma.kr. á
sama fjórðungi árið 2019. Hagnaður
ársins 2020 í heild nam tæpum 6,8
milljörðum. Það er 20% samdráttur
milli ára, en árið 2019 hagnaðist Ís-
landsbanki um tæplega 8,5 ma.kr.
Eignir námu í lok tímabilsins
1.344 milljörðum og jukust um rúm-
lega 1% milli ára. Eigið fé bankans
nemur nú rúmum 186 milljörðum
króna og jókst um rúm 2% milli ára.
Eiginfjárhlutfall
er 23%.
Í tilkynningu
segir Birna Ein-
arsdóttir banka-
stjóri að sterk
fjárhagsstaða
bankans og að-
stæður á mörkuð-
um sýni að tíma-
setningin til að
hefja undirbún-
ing að skráningu á hlutabréfamark-
að sé góð.
Hagnaður Íslandsbanka
3,5 ma. á síðasta fjórðungi
Birna
Einarsdóttir.