Morgunblaðið - 11.02.2021, Síða 38
38 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021
Dömu
ALPENROSE 2 MID
GORE-TEX®
Kr. 30.990.-
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Um þessar mundir er þess minnst að
um tíu ár eru liðin frá því að borgara-
styrjöld hófst í Líbíu, sem endaði með
því að einræðisherranum Móammar
Gaddafí var steypt af stóli og hann
tekinn af lífi. Tíu árum síðar er landið
enn í viðjum átaka og upplausnar, og
almenningur líður skort þrátt fyrir að
landið búi yfir auðugum olíulindum.
Sameinuðu þjóðirnar standa nú að
friðarferli milli hinna viðurkenndu
stjórnvalda, sem ráða yfir höfuðborg-
inni Trípólí í vesturhluta landsins, og
stríðsherrans Khalifa Haftar, sem
ræður yfir meginhluta landsins frá
höfuðbóli sínu í borginni Benghazi.
Hinar stríðandi fylkingar samþykktu
með sér vopnahlé í október, og var ný
bráðabirgðaríkisstjórn mynduð á
föstudaginn fyrir helgi og falið að
undirbúa jarðveginn fyrir kosningar
hinn 24. desember nk.
En enn er langt í land áður en frið-
ur næst, og segja sérfræðingar í mál-
efnum Líbíu að öflin sem standi að
hinni nýju þjóðstjórn séu einkum
sammála um að vera ósammála.
Vill erlend öfl úr landi
Eitt af því sem flækir stöðuna er að
báðar fylkingar hafa notið mikils
stuðnings erlendra ríkja, og þykir
óvíst að friður geti náðst án stuðnings
þeirra. Tyrkir hafa þannig sent
stjórnvöldum í Trípólí mikinn liðs-
auka, sem forðaði borginni meðal
annars frá því að falla í umsátri her-
sveita Haftars, sem staðið hafði í
rúmt ár. Stjórnvöld í Katar hafa síðan
sett sín lóð á vogarskálarnar í formi
fjárhagslegs stuðnings við
Trípólí-stjórnina.
Haftar nýtur svo stuðnings frá ná-
grönnum sínum í Egyptalandi, en
auk þeirra hafa Rússar og Sameinuðu
arabísku furstadæmin einnig stutt
við bakið á honum.
Bandaríkjastjórn skoraði nýverið á
öll erlend ríki að draga hermenn á
sínum vegum frá Líbíu, en það er
hluti af skilmálum vopnahlésins í
október. Engu að síður eru enn um
20.000 málaliðar og erlendir víga-
menn í landinu, meira en þremur vik-
um eftir að tímafrestur þeirra til þess
að yfirgefa Líbíu rann út.
En þó að friður náist er mikið verk
enn óunnið við endurreisn landsins.
Heilbrigðiskerfið er í molum, og
heimsfaraldurinn hefur einungis auk-
ið á örbirgð og vosbúð landsmanna.
Olíuiðnaðurinn, sem eitt sinn borg-
aði fyrir ríkulegt velferðarkerfi
Gaddafís er nú ekki svipur hjá sjón,
og innviðir framleiðslunnar eru orðn-
ir fúnir.
Þá er enn ógetið hvernig upplausn-
in ýtti undir flóttamannavanda á Mið-
jarðarhafi, en tugþúsundir hafa reynt
að fara yfir það og yfir til ríkja Evr-
ópusambandsins. Ferðalagið er
hættulegt og flóttamennirnir vanbún-
ir, og fjölmargir hafa týnt lífi.
Þó að enginn sakni Gaddafís og
harðstjórnar hans hefur leitin að end-
anlegum friði eftir valdatíð hans því
ekki enn skilað þeim árangri sem
vonast var eftir.
AFP
Uppreisn Líbía hefur glímt við mikla erfiðleika frá því einræðisherranum Gaddafí var steypt af stóli.
Áratugur upplausnar
Tíu ár liðin frá upphafi borgarastyrjaldarinnar sem felldi Gaddafí Friðarferli
farið af stað Erfitt að sætta stríðandi fylkingar Stefnt að kosningum í árslok
Joe Biden Bandaríkjaforseti krafð-
ist þess í gærkvöldi að herforingja-
stjórnin í Búrma sleppti Aung San
Suu Kyi, leiðtoga stjórnarflokksins
NLD, úr stofufangelsi sínum ásamt
öllum öðrum samviskuföngum sem
nú séu í haldi hersins eftir valdarán-
ið í síðustu viku.
Tilkynnti Biden jafnframt að
Bandaríkjastjórn hefði ákveðið að
frysta allar eigur herforingjanna og
um leið beita þá, fyrirtæki sem
tengjast þeim og nánum ættingjum
refsiaðgerðum vegna valdaránsins.
Gert er ráð fyrir að fleiri ríki
muni fylgja í fótspor Bandaríkj-
anna, en Josep Borrell, utanríkis-
málastjóri Evrópusambandsins,
hafði áður kallað eftir refsiaðgerð-
um gegn þröngum hópi helstu her-
foringjanna til þess að beita þá
þrýstingi.
Fyrr um daginn höfðu þúsundir
manna flykkst út á götur helstu
borga landsins, sem einnig er þekkt
sem Mjanmar, til þess að mótmæla
herforingjastjórninni. Var það
fimmti dagurinn í röð sem valdaráni
hersins var mótmælt, og kröfðust
mótmælendur sérstaklega að Aung
San Suu Kyi yrði sleppt úr haldi.
Lögreglan í höfuðborginni Nay-
pyidaw brást við mótmælunum í
fyrrinótt með því að beita skotvopn-
um. Særðust tveir mótmælendur al-
varlega í kjölfarið, þar á meðal kona
sem fékk skot í höfuðið. Settu mót-
mælendur myndir af konunni þar
sem hún lá í blóði sínu á borða og
skilti til þess að mótmæla ofbeldi
hersins, en auk þess hefur mynd-
unum verið deilt á samfélagsmiðlum
landsins og vakið þar upp mikla
reiði.
Frysta eignir
herforingjanna
Biden krefst að Suu Kyi verði sleppt
AFP
Mótmæli Valdaráninu var mótmælt
í Jangon fimmta daginn í röð.
Öldungadeild Bandaríkjanna sam-
þykkti í gær með 56 atkvæðum gegn
44 að málaferli fulltrúadeildarinnar
gegn Donald Trump, fyrrverandi
Bandaríkjaforseta, stæðust stjórn-
arskrá landsins, jafnvel þótt Trump
sé ekki lengur í embætti.
Komst deildin að þeirri niðurstöðu
þrátt fyrir mótbárur verjendateymis
Trumps, en Jamie Raskin, helsti
sækjandi fulltrúadeildarinnar, sagði
að engin „janúar-undanþága“ væri í
stjórnarskránni, og að ekki væri
hægt að setja það fordæmi að forseti
gæti komist upp með brot gegn
stjórnarskránni, svo fremi að þau
séu framin í janúar síðasta ár hans í
embætti.
Verjendateymið gagnrýnt
Atkvæði féllu á svipaðan veg og
fyrri atkvæðagreiðsla, en þá völdu
fimm repúblikanar að greiða at-
kvæði ásamt 50 demókrötum um að
vísa ekki málinu frá.
Einn repúblikani, Bill Cassidy frá
Louisiana snerist hins vegar á sveif
með þeim 55 þegar gengið var til at-
kvæða um málið nú, en Cassidy
sagði að málatilbúnaður verjenda
Trumps hefði verið ruglingslegur og
ekki snúið að efninu, hvort lögmætt
væri að draga forseta fyrir dóm eftir
að valdatíð hans lyki.
Hermdu heimildir bandarískra
fjölmiðla að Trump væri ósáttur við
frammistöðu verjenda sinna, en þeir
tóku við starfinu viku fyrir rétt-
arhöldin eftir að fyrra verjenda-
teymi hans sagði af sér í heild.
AFP
Málaferli Sækjendur demókrata úr
fulltrúadeildinni halda yfir í þingsal
öldungadeildarinnar í fyrradag.
Málaferlin
standist
stjórnarskrá
Engin „janúar-
undanþága“ fyrir brot
Móammar Gaddafí, sem réð yfir Líbíu með harðri
hendi í 42 ár, var að lokum handsamaður 20. októ-
ber 2011 og tekinn samdægurs af lífi. Þrír af sjö
sonum hans týndu sömuleiðis lífi í borgarastríðinu
það ár, en aðrir fjölskyldumeðlimir hans náðu að
flýja land.
Eiginkona Gaddafís, Safíya, Mohammed, elsti son-
ur hans, og Aisha dóttir hans flúðu öll til Alsírs
þegar Trípólí féll í hendur uppreisnarmanna. Þaðan
fóru þau í útlegð til Ómans, þar sem þau fengu hæli
með þeim skilyrðum að þau tækju engan þátt í
stjórnmálum. Aisha, sem er lögfræðingur, hafði áður
verið meðal verjenda íraska einræðisherrans Saddams Husseins í rétt-
arhöldunum yfir honum í Írak.
Einn af sonum Gaddafís, Seif al-Islam Gaddafí, sem einræðisherrann
hafði útnefnt sem eftirmann sinn, er hins vegar í felum, en hann er
eftirlýstur fyrir stríðsglæpi hjá Alþjóðaglæpadómstólnum. Talið er að
Seif al-Islam sé enn í Líbíu, en síðast spurðist til hans árið 2014 í
bænum Zintan í vesturhluta landsins.
Ekki vitað um „erfingjann“
ÖRLÖG GADDAFÍ-ÆTTARINNAR
Móammar
Gaddafí