Morgunblaðið - 11.02.2021, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 11.02.2021, Qupperneq 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Loksins Vegfarendur um Sæbraut og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins fögnuðu snjónum sem blasti við í gærmorgun. Snjór hefur verið sjaldséður sunnanlands í vetur, mörgum til ama. Kristinn Magnússon Við sjáum merki þess að heimsfarald- urinn hafi magnað upp aðrar áskoranir á al- þjóðavettvangi, að friðarhorfur versni og að þróunar- og mann- úðarmálum fari hrak- andi. Það kallar á meiri alþjóðasamvinnu, ekki minni. Baráttan við kórónuveiruna vinnst svo endanlega með þró- un og dreifingu bóluefnis um víða veröld, því enginn er óhultur fyrr en allir eru óhultir. Veiran virðir engin landamæri og eina leiðin til að stemma stigu við útbreiðslu hennar er að ríki heims vinni saman að sótt- vörnum en standi um leið vörð um ut- anríkisviðskipti og vöruflutninga. Það hefur að mestu tekist sem er alls ekki sjálfgefið. Við þessar aðstæður er mikilvægt að hafa trausta fótfestu. Það höfum við Íslendingar með aðild að al- þjóðastofnunum og -samningum, en ekki síður í gegnum virkt svæðasamstarf og tvíhliða samskipti við önnur ríki. Norrænt samstarf og samvinna Norðurlanda og Eystrasaltsríkja (NB8) skiptir þar miklu máli. Fjarfundir frekar en flugferðir Í fyrra tók ég þátt í 31 ráðherrafundi með Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Þetta er metfjöldi og hefur mikill meirihluti verið fjar- fundir á netinu. Að mínu mati hefur reynslan af fjarfundum verið svo góð að full ástæða er til að halda þeim áfram. Ég hef þess vegna lagt til við kollega mína á Norðurlöndum að taka höndum saman við að hvetja stofnanir og aðra til að fjölga fjar- fundum og minnka þannig kolefn- isspor, spara og færa alþjóða- samskipti inn í 21. öldina. Ég hef nýtt alla þessa fundi til að útskýra hags- muni Íslands fyrir samstarfsríkjum og óska liðveislu í einstökum málum. Ég hef einnig lagt mig fram um að hlusta og læra af reynslu annarra enda þarf hvort tveggja til að ná ár- angri í alþjóðasamskiptum: Að standa með sjálfum sér og þekkja hagsmuni annarra. Ísland í forystu grannríkjasamstarfs Ísland gegndi formennsku í Norð- urlanda- og NB8-samstarfinu áður en heimsfaraldurinn brast á. Á for- mennskuárinu bar hæst tveggja daga ráðherrafund Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Borgarnesi í september 2019 og svo sameiginlega norræna ákvörðun tveimur mán- uðum síðar um tillögu mína að fela Birni Bjarnasyni að gera tillögur um aukið samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála, svipað og Thorvald Stoltenberg gerði í frægri skýrslu áratug fyrr. Þessi samstaða lýsir miklu trausti í garð okkar Íslendinga og hin svokallaða „Bjarnason Re- port“ hefur verið lofuð sem góður grunnur að frekara samstarfi, nú síð- ast á vel heppnuðum fjarfundi á veg- um Norðurlandaráðs fyrr í þessari viku. Með þessu frumkvæði Íslands höfum við sýnt að við erum ekki bara þátttakendur í Norður- landasamstarfinu heldur getum við líka mótað áherslur þess og framtíð- arstefnu. Við höfum einnig gegnt for- mennsku í Norðurskautsráðinu í tæp tvö ár. Þeirri formennsku lýkur á ráðherrafundi sem vonandi fer fram hérlendis í maí með þátttöku Banda- ríkjanna, Rússlands og Kanada, auk Norðurlandanna og fjölda áheyrn- arríkja og annarra. Ég nefni þetta hér því vel undirbúin og fagmannlega framkvæmd formennska í norrænni samvinnu, í NB8-samstarfinu og í Norðurskautsráðinu hefur styrkt stöðu Íslands og þjónað íslenskum hagsmunum. Staða Íslands sterk Alls staðar í þessu fjölbreytta sam- starfi höfum við lagt áherslu á mann- réttindi, öryggismál, þ.m.t. net- öryggi, á hagsmuni á norðurslóðum og umhverfismál. Viðskiptasamstarf er svo ávallt í forgrunni. Þar er mik- ilvægt að hafa í huga að samanlagt eru Norðurlöndin eitt stærsta „við- skiptaríki“ Íslands þegar litið er til inn- og útflutnings á vörum og þjón- ustu, sjónarmun á eftir Bandaríkj- unum. Í gegnum fótfestu okkar í samstarfi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna er staða Íslands því sterk. Og þegar efnahagslífið fer aftur á fullt þegar farsóttin rénar bendir margt til þess að viðskipti milli þessara vinaríkja muni aukast enn frekar. Sú vinna sem við í ráðu- neytinu höfum lagt í undanfarin misseri við að búa í haginn fyrir vax- andi utanríkisviðskipti á því án efa eftir að koma sér vel. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson » Samanlagt eru nor- rænu ríkin eitt stærsta „viðskiptaríki“ Íslands. Í gegnum fót- festu okkar í NB8- samstarfinu er staða Ís- lands því sterk. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er utanríkis- og þróunar- samvinnuráðherra. Grannríkjasamstarfið gulls ígildi Í málflutningi af hálfu Benedikts Boga- sonar í málinu sem dæmt var í Hæstarétti sl. föstudag lagði hann mikla áherslu á að ég hafi í febrúar 2012, meðan málið gegn Baldri Guðlaugssyni var til meðferðar í Hæstarétti, afhent samdómurum mínum minnisblað í því skyni að hafa áhrif á dóm þeirra. Það er vandséð hvaða þýðingu þetta hefur í máli sem höfðað er gegn mér í nóv- ember 2017 vegna ætlaðra meiðyrða í bókarkafla sem kom út í byrjun þess mánaðar. Samt varði lögmaður Benedikts drjúgum málflutnings- tíma í þetta minnisblað. Dómarar hefðu auðvitað átt að stöðva þennan málflutning, þar sem hann kom dómsmálinu ekkert við. Eins konar blaðafulltrúi dómaraelítunnar, sem starfar hjá Fréttablaðinu, gerði þetta að sérstöku frásagnarefni í frétt um sýknudóminn nú. Áður hafði Benedikt afhent fjölmiðlum minnisblaðið. Mikill bragur á því hjá starf- andi hæstaréttardóm- ara. Ljóst er að þessum málflutningi var ein- ungis ætlað að sverta mig í augum dómsins og gera mig að tor- tryggilegri persónu. Ég sé því ástæðu til að fara um þetta nokkrum orðum og birta þá um leið minnisblaðið sem átti að hafa þessi áhrif í málinu nú. Það hefur verið algengt að dóm- arar við Hæstarétt leggi til efni um mál sem þar eru til meðferðar, þó að þeir sitji ekki í dómi. Fullyrðingar um annað eru hafðar uppi í þeirri vissu að ekki sé unnt að fá réttar upplýsingar um þetta frá réttinum sjálfum. Málið gegn Baldri var fyrsta mál- ið í Hæstarétti, sem varðaði ákærur á hendur einstaklingum eftir hrunið. Mér varð strax ljóst hvernig vindar blésu á dómaraganginum í Hæsta- rétti á þessum tíma. Menn biðu hreinlega eftir tækifæri til að láta hrunið til sín taka og sýna þjóðinni að tekið yrði fast á málum. Það var því fyrir fram ljóst að hér var hætta á að sá grandvari maður Baldur yrði fyrir spjótalögum af þessum sökum. Ég setti því niður á blað nokkur at- riði um lagaleg atriði sem vörðuðu innherjasvik, en ákæran á hendur Baldri var um slík svik. Minnisblaðið fer á eftir í orðréttri útgáfu: „Spurning: Er refsivert að selja hlutabréf ef sá sem selur veit eitt- hvað (neikvætt) um hlutafélagið sem „markaðurinn“ veit ekki? Svar: Nei. Þetta er því aðeins refsivert, að um sé að ræða innherjaupplýsingar og sá sem selur teljist vera innherji. (Hér má hafa í huga að verð- bréfamarkaður byggist hreinlega á því að þeir sem hafi viðskipti með hlutabréf hafi mismunandi vitneskju og skoðanir um viðkomandi hluta- félag; ekkert er athugavert við þetta nema annar þeirra búi yfir inn- herjaupplýsingum.) Spurning: Hvað eru þá inn- herjaupplýsingar? Svar: Þær upp- lýsingar sem efnislega uppfylla skil- greiningu 120. gr. laganna („nægilega tilgreindar upplýs- ingar“) og skylt er að birta almenn- ingi samkvæmt 1. mgr. 122. gr. Upplýsingarnar falla aðeins undir skilgreininguna fram að birtingu þeirra (síðari málsliður 121. gr.). Spurning: Voru það innherjaupp- lýsingar í LÍ, að breskir og hol- lenskir eftirlitsaðilar með fjármála- fyrirtækjum létu í ljós áhyggjur af því að innistæðutryggingakerfi bankans væri ófullnægjandi fyrir hagsmuni innlánseigenda á Icesave- reikningum í þessum löndum? Svar: Nei. Almenningi var kunnugt um hvernig innistæðutryggingakerfi LÍ var fyrir komið. Hugleiðingar og til- mæli hinna erlendu eftirlitsaðila sem lutu að þessu geta ekki hafa verið tilkynningaskyldar, fyrr en þessir aðilar tóku formlega ákvarð- anir innan valdheimilda sinna um að takmarka starfsemi LÍ í þessum löndum. Sjálfsagt hefði LÍ orðið skylt að birta upplýsingar um slíkar ákvarðanir almenningi ef þær hefðu verið teknar. Spurning: Hvað þarf að liggja fyrir til þess að manni verði refsað samkvæmt 123. gr.? Svar: A. Til- greina verður nákvæmlega með full- nægjandi rökstuðningi hvaða upp- lýsingar bar að birta almenningi (vafaatriði ber að túlka sakborningi í hag samkvæmt almennum reglum). B. Hinn sakaði maður verður að teljast hafa verið innherji (121. gr.). C. Sanna verður að hann hafi búið yfir upplýsingunum þegar hann seldi (123. 1. gr.).“ Allir sem lesa þetta sjá að hér var ekki um neitt annað að ræða en hlutlausar ábendingar um lögfræð- ina í málinu. Ég hefði eins getað skrifað blaðagrein um þetta. Það er bara fyndið að dómarinn mikli skuli telja afhendingu þessa blaðs í febr- úar 2012 skipta máli, þegar hann stefnir mér fyrir ummæli í bók sem kom út í nóvember 2017. Eftir stendur aðeins, að dóm- ararnir hefðu betur tileinkað sér þann lögfræðilega fróðleik sem fram kom í minnisblaði mínu. Þá hefði ekkert dómsmorð verið framið. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » „Allir sem lesa þetta sjá að hér var ekki um neitt annað að ræða en hlutlausar ábend- ingar um lögfræðina í málinu.“ Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur lögmaður. Minnisblaðið hræðilega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.