Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 42

Morgunblaðið - 11.02.2021, Side 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2021 Árið 2018 samein- uðust tvö starfandi leikfélög svæðisins í Leikflokk Húnaþings vestra með heim- ilisfestu í Félagsheim- ilinu Hvammstanga. Frá sameiningu hef- ur starfsemi flokksins verið mjög virk og var leikárið 2018-2019 mjög viðburðaríkt. Leikflokkurinn setti upp barnaleikritið Snædrottn- inguna um jólin 2018 og söngleik- inn Hárið um páskana 2019. Bæði verkin komu sterklega til greina í Áhugaverðustu áhugaleiksýningu ársins 2019 og úr varð að Hárið var valið. Var því leikflokknum boðið að koma með söngleikinn í Þjóðleikhúsið þar sem sýndar voru tvær sýningar fyrir nær fullu húsi. Það eru ekki mörg leikfélög á landsbyggðinni sem hafa þann mannafla og aðstöðu sem Leik- flokkur Húnaþings hefur. En hins- vegar er staðreyndin sú að leik- flokkurinn þarf ár hvert að leigja búnað með tilheyrandi kostnaði þar sem viðeigandi búnaður er ekki til staðar í húsnæði leikflokksins. Að auki hafa þátttakendur gefið alla vinnu til að aðstaða áhorfenda sé sem best. Sem dæmi má nefna að við uppsetningu á Hárinu voru um 550 vörubretti borin inn í hús og utan um þau smíðaður áhorf- endapallur svo að allir sæju vel til sviðs. Ekki má gleyma vinnunni við að taka það svo allt niður aftur. Þar sem starfsemi leikflokksins hefur gengið vel hefur hann getað kostað tæki og búnað í húsnæði fé- lagsheimilisins og má þar nefna upphækkandi áhorfendapalla. En það er eins og dropi í hafið m.v. það viðhald sem er nauðsynlegt til að í félagsheimilinu sé viðunandi aðstaða fyrir leikflokkinn, gesti og aðra viðburði sem fram fara í hús- inu. Félagsheimilið á Hvammstanga er hjarta samfélagsins og er vilji hjá notendum og sveitarfélaginu að gera það sem best úr garði til að allir íbúar geti nýtt það í fjöl- breytta menningarstarfsemi. Eins og flestum er kunnugt um var gerður menning- arsamningur við sveit- arfélagið Skagafjörð um uppbyggingu menningarhúss sem átti að þjóna Norður- landi vestra. Var fé- lagsheimilið Mið- garður í Skagafirði tekið í gegn og form- lega opnað sem menn- ingarhús árið 2009. Miðgarður á að þjón- usta íbúa á Norður- landi vestra og því voru ekki fleiri félagsheimili sem fengu sams kon- ar upplyftingu. Fyrir u.þ.b. ári var lögð fram beiðni til ráðuneytis um að í fjár- lagagerð yrði fjármagn sett í Fé- lagsheimilið Hvammstanga enda færi ástand þess versnandi og hús- ið lægi undir skemmdum. Óskað var eftir að ríkið kæmi að viðhaldi félagsheimilisins með 70% fjár- framlagi og sveitarfélagið kæmi á móti með 30%. Sveitarfélagið fékk munnlegt vilyrði frá ráðherra menntamála um að félagsheimilið fengi fjármagn í fjárlögum/ fjármálaáætlun næstu þriggja ára. Þrátt fyrir þetta vilyrði var Fé- lagsheimilið á Hvammstanga ekki í fjárlögum ársins 2021 né í fjár- málaáætlun næstu þriggja ára. Í fjárlögum 2021 er gert ráð fyrir fjármagni í menningarhús á Sauð- árkróki, þrátt fyrir að áður hafði verið sett fjármagn í menningarhús í Skagafirði um 25 km frá því húsi sem nú á að rísa. Rétt er að geta þess að frá Hvammstanga til Sauð- árkróks eða Varmahlíðar þar sem þessi tvö menningarhús verða eru 100 km og bætast við 80 km fyrir þá sem búa vestast í Húnaþingi vestra. Þessi hús nýtast ekki dag- legri menningarstarfsemi í Húna- þingi vestra vegna þeirra vega- lengda sem þangað eru og yfir vetrartímann er yfir fjallvegi að fara sem oft á tíðum eru ófærir. Leikflokkurinn spyr annars veg- ar; átti Miðgarður ekki að þjónusta allt Norðurland vestra? Og hins- vegar; fyrst mögulega er búið að fella það úr gildi, af hverju þá að færa sig um ca. 25 km (og í leiðinni innan sama sveitarfélags) þegar Norðurland vestra sem er mjög víðfeðmt svæði með fjallvegum nær yfir 200 km svæði eða yfir sjö sveitarfélög? Stjórn Leikflokks Húnaþings vestra er farin að huga að næsta söngleikjaverkefni. Leikflokkurinn hefur þegar fjárfest í búnaði og tækjum sem liggja undir skemmd- um ef ekkert verður gert. Við stærri sýningar eins og söngleiki þarf leikflokkurinn að leigja dýran búnað og mikilvægt að húsnæðið sé viðunandi og að ekki sé hætta á að búnaðurinn skemmist t.d. vegna leka í þaki sem er umtalsverður á ákveðnum stöðum í húsinu sem og vegna raka eða annarra ut- anaðkomandi áhrifa. Leikflokkur Húnaþings vestra hefur verið upplýst um samtal sveitarstjórnar, þingmanna og ráð- herra menntamála um ósk sveitar- félagsins um aðkomu að viðhaldi. Leikflokkurinn leggur mikla áherslu á að þingmenn og ráðherra mennta- og menningarmála beiti sér fyrir því að fjármagn komi til viðhalds og uppbyggingar félags- heimilisins á Hvammstanga sem allra fyrst svo að sú öfluga menn- ingarstarfsemi sem á sér stað í sveitarfélaginu hafi áfram sama- stað fyrir starfsemi sína og við- burðahald. Fyrir hönd stjórnar Leikflokks Húnaþings vestra sem í sitja Arnar Hrólfsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir og Þorleif- ur Karl Eggertsson auk undirrit- aðs. Eftir Hörð Gylfason » Í Húnaþingi vestra hefur öflug leik- starfsemi verið við lýði aftur til fjórða áratugar síðustu aldar. En hver er framtíð þess? Hörður Gylfason Höfundur er í stjórn Leikflokks Húnaþings vestra. leikur@leikflokkurinn.is Félagsheimilið Hvammstanga Ljósmynd/Kristín Guðmundsdóttir Frá sýningu leikflokksins á Snædrottningunni 2018. Ljósmynd/Hulda Signý Jóhannesdóttir Frá sýningu leikflokksins á Hárinu 2019 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.